Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Qupperneq 64
Mengun utanhúss
I starfshópi, sem fjallaði um ytri mengun, var rætt
um hina ýmsu þætti s. s. loft-, láðs- og lagar-
mengun.
Sérstaklega var fjallað um eftirfarandi:
A. Vatnsmengun af völdum gerla, lífræns úrgangs
og eiturefna og hættulegra efna.
B. Loftmengun af völdum ryks og lofttegunda hvers
konar, með sérstöku vægi á lyktarmengun.
C. Landmengun af völdum sorps og annars úr-
gangs.
D. Hávaðamengun.
Rætt var, hvers konar mengun stafi frá mismun-
andi starfsemi og hvaða mengunarvörnum væri
æskilegt að beita í hverju tilviki. Ennfremur var rætt
um mismunandi viðkvæmni staða með tilliti til
mismunandi þátta mengunar.
Mengun innanhúss
I starfshópi, sem fjallaði um innri mengun, kom
eftirfarandi fram:
Með tilkomu nýrra laga nr. 46/1980 hefur eftirlit
með hollustuháttum og aðbúnaði á vinnustöðum
færzt frá heilbrigðisnefndum til hinnar nýskipuðu
stofnunar Vinnueftirlits ríkisins.
Breytingarnar hafa orðið til þess, að margir heil-
brigðisfulltrúar hafa leitað skýringa, m. a. til Heil-
brigðiseftirlits ríkisins, varðandi skörun laga og
verkaskiptingu eftirlitsaðila.
Fram kom í umræðum, að ekki eru til skýrar
reglur um hávaða og lýsingu í híbýlum manna og
vinnustöðum, einnig að hljóðeinangrun sé víða
áfátt.
Þá kom fram, að skortur er á viðhlítandi tækja-
búnaði, en mælitækni er í örri þróun og eftirlits-
aðilar yfirleitt vanbúnir mælitækjum. Það kom
einnig fram, að umrædd atriði (hávaði, lýsing) á
vinnustöðum eru ekki lengur á vegum heilbrigðis-
nefnda, samkvæmt fyrrgreindum lögum.
Matvælaeftirlit
Eftirfarandi kom fram við umræður í starfshópi,
sem fjallaði um matvælaeftirlit.
Lög um eftirlit með matvælum og öðrum neyzlu-
og nauðsynjavörum eru frá árinu 1936. Setning
þessara laga markaði tímamót, hvað snerti eftirlit
með sölu- og dreifingu matvæla og annarra neyzlu-
og nauðsynjavara.
Ágæti þessara laga má marka af því, hversu lengi
flest ákvæða þeirra hafa verið í gildi óbreytt til þessa
og hve margar reglugerðir með stoð i lögunum hafa
verið samdar undanfarin ár. Nú er svo komið, að
þeir aðilar, sem annast eftirlit með neyzlu- og
nauðsynjavörum hér á landi, telja lögin orðin úrelt
og ákvæði hinna ýmsu reglugerða, sem sett hafa
verið með stoð i lögunum, að mörgu leyti ruglingsleg
og ónákvæm og nefna því oft núverandi matvæla-
löggjöf frumskóg laga og reglugerða. Það hefur þó
nokkuð skort á að undanförnu, að unnið hafi verið
markvisst að því að auka og bæta samstarf og sam-
ræma störf þeirra aðila, sem með matvælaeftirlit
fara. Skortur hefur verið á sérmenntuðum heil-
brigðisfulltrúum, og víða eru starfsmönnum heil-
brigðiseftirlitsins búin ófullnægjandi starfsskilyrði.
Loks má nefna, að fjárskortur hefur stórlega háð
ýmsum matvælarannsóknum og almennu mat-
vælaeftirliti.
Léleg starfsskilyrði
Við umræður í starfshópi um stéttarfélagsmál
kom m. a. fram:
Starfsskilyrði heilbrigðisfulltrúa eru víðast hvar
um landið til mikillar vansæmdar fyrir viðkomandi
sveitarfélög. Sést það bezt á því, að viða vantar að-
stöðu alla. Einnig skortir víða sérmenntaða heil-
brigðisfulltrúa.
Starfandi heilbrigðisnefndir i mörgum sveitar-
félögum hafa alls ekki tilætluð stjórnunarleg áhrif,
svo sem til að ráða heilbrigðisfulltrúa í fullt starf eða
þá að sveitarfélög sameinist um ráðningu heil-
brigðisfulltrúa fyrir fleiri en eitt sveitarfélag.
Við umræður kom fram, að ráðningarskilmálar og
launakjör fólks, sem gegnir stöðu heilbrigðisfulltrúa,
eru mjög mismunandi á landinu. Vinnuskylda full-
trúanna er afar breytileg, frá nokkrum klst. á mán-
uði í hlutastarfi, t. d. 1/4—1/3 hluta starfs, upp í
það að vera fullt starf. Sökum þessa eru launakjör
heilbrigðisfulltrúa hvergi nægilega vel afmörkuð,
enda ber niðurröðun þeirra í launaflokka BSRB,
7.-24. flokk, þess glögglega merki.
Full ástæða er til að samræma þessi mál.
SVEITARSTJÓRNARMÁL