Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 46
Staðalíbúðin
Horfur eru á því, að hin nýja viðmiðunaríbúð,
svonefnd staðalíbúð, verði í raðhúsi og byggingar-
kostnaður áætlaður í samræmi við það. Ekki er þvi
bundið við, að verkamannabústaðir verði í sam-
býlishúsum eftirleiðis, heldur komi önnur bygging-
arform til greina. Sérstaklega er ástæða til þess að
athuga, hvort einingarhúsaverksmiðjur eru sam-
keppnishæfar um verð og gæði íbúða fyrir verka-
mannabústaði.
Lóðaúthlutun
Ein mikilvægasta forsendan fyrir hagkvæmum
byggingum verkamannabústaða er sú, að úthlutun
lóða fari fram með góðum fyrirvara og að bygg-
ingaraðstæður séu viðunandi.
Þennan þátt hafa sveitarfélögin í hendi sér, og er
mikilvægt, að honum sé sinnt af vinsemd og fyrir-
hyggju.
Skilafrestur umsókna til 1. ágúst
I lögunum stendur, að sækja skuli um lán til
framkvæmda fyrir 1. ágúst, árið áður en fram-
kvæmdireiga að hefjast. Þetta ákvæði minnir á það,
að nauðsynlegt er að hafa góðan undirbúningstima,
en að sjálfsögðu gildir það ákvæði ekki fyrir þá, sem
geta hafið framkvæmdir á árinu 1981.
Ef við drögum saman þá þætti í þessum lögum,
sem snerta sérstaklega sveitarfélögin og þau þurfa að
sinna á næstu mánuðum, þá vil ég einkum benda á
eftirfarandi:
Nokkur meginatriði
1. Öllum sveitarstjórnum í þéttbýli er skylt að til-
nefna fulltrúa í stjórn verkamannabústaða fyrir
lok ársins 1980 og tilkynna um skipan hennar
félagsmálaráðuneytinu.
2. Ennfremur ber nú öllum sveitarstjórnum að láta
kanna á næstu mánuðum, hvort um heilsuspill-
andi íbúðir sé að ræða í sveitarfélaginu og gera
ráðstafanir til úrbóta, ef svo reynist vera.
3. Öll sveitarfélög þurfa nú að taka inn á fjárhags-
áætlun ársins 1981 nokkra fjárveitingu til hús-
næðismála til þess að geta sinnt þeim mikilvæga
málaflokki með einum eða öðrum hætti. Til þess
að geta nýtt þá margvíslegu lánamöguleika, sem
nú eru fyrir hendi til húsnæðismála, þá þarf að
vera til fjármagn í mótframlag sveitarfélagsins,
t. d. ef sveitarfélag þarf að kaupa ibúð i verka-
mannabústað vegna kaupskyldu sveitarfélag-
anna, sem ákveðin er í hinum nýju lögum.
4. Sveitarfélögin þurfa að sýna meiri fyrirhyggju en
þau hafa gert i því að hafa ætíð byggingarhæfar
lóðir fyrir íbúðarbyggingar og taka tillit til þeirr-
ar stefnumörkunar laganna, að allt að einum
þriðja af þörfinni fyrir nýjar íbúðir verði fullnægt
með félagslegum íbúðabyggingum.
5. Mikilvægt er fyrir Húsnæðisstofnun ríkisins, að
sveitarfélögin sæki um lán til framkvæmda í
húsnæðismálum, strax þegar ljóst er, hvaða
framkvæmdir verða á verkefnalista þeirra á árinu
1981. Samkvæmt því yfirliti, sem ég hefi hér gefið
um hina nýju löggjöf, þá koma þar eftirtaldir
möguleikar til greina:
a) Lán til byggingar verkamannabústaða og
leiguíbúða á vegum sveitarfélaganna.
b) Lán til útrýmingar á heilsuspillandi íbúðum,
samkvæmt þeim leiðum, sem áður er um
getið.
c) Lán til kaupa á eldra húsnæði eða til meiri-
háttar endurbóta á eldra húsnæði í eigu
sveitarfélaganna.
d) Lán til að byggja ibúðir fyrir aldraða,
dvalar- eða hjúkrunarheimili fyrir aldraða
og dagheimili eða leikskóla fyrir börn.
Ég vil að lokum endurtaka óskir mínar um mikið
og gott samstarf á milli Húsnæðisstofnunar ríkisins
og sveitarfélaganna um alla framkvæmd hinna nýju
laga. Slíkt samstarf er að mínu mati forsenda þess, að
vel takist til og að lögin nái þeim tilgangi, sem þeim
er ætlað.
SVEITARSTJÓRNARMÁL