Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 29
HAUKUR BENEDIKTSSON, frkvstj. Borgarspítalans og
form. Landssambands sjúkrahúsa:
HVER Á AÐ REKA
SJÚKRAHÚSIN?
Erindi, flutt á fjármálaráðstefnunni
18. nóvember 1980
Það hefur orðið að samkomulagi, að ég ræði hér
um sjúkrahúsreksturinn i landinu, stöðu hans, fjár-
mál og fjármögnun, út frá sjónarmiðum Landssam-
bands sjúkrahúsa, en ég gegni formannsstarfi í þeim
félagsskap.
Landssamband sjúkrahúsa
Ég tel rétt að gera hér örstutta grein fyrir Lands-
sambandi sjúkrahúsa, sem er sennilega lítt þekkt
utan þess tiltölulega fámenna hóps sveitarstjórnar-
manna og forstöðumanna, sem standa fyrir sjúkra-
húsrekstri. Mér telst svo til, að það séu aðeins 16— 18
af 224 sveitarfélögum í landinu, sem standa fyrir
sjúkrahúsrekstri. I þessum fáu sveitarfélögum býr þó
langt yfir helmingur landsmanna, svo málið teygir
sig víðar en í fljótu bragði virðist. Landssamband
sjúkrahúsa á sínar rætur í því, að sjúkrahúsrekstur
sveitarfélaga var kominn í algjöra sjálfheldu í lok 6.
áratugarins. Ríkið lék þá þann ljóta leik að halda
niðri daggjaldi Landspítalans til þess að spara sér
útgjöld, en það hafði þau áhrif, að sjúkrahús
sveitarfélaganna voru með allt að 40% halla á sínum
rekstri og sátu uppi með hann, jafnvel þótt hann
væri að miklu leyti tilkominn vegna sjúklinga frá
öðrum sveitarfélögum.
Það var Björgvin heitinn Sæmundsson, þá bæjar-
stjóri á Akranesi, sem beitti sér fyrir stofnun lands-
sambandsins í nóvember árið 1962 og var formaður
til 1971, þegar hann fluttist til Kópavogs, sem ekki á
við þessi vandamál að stríða, en þá tók undirritaður
við formennsku og hefur sinnt henni síðan.
Björgvin hóf harða baráttu við heilbrigðisstjórn-
ina og fjármálaráðuneyti vegna hins gífurlega
rekstrarhalla sjúkrahúsanna.
Árangur þessa amsturs varð sá, að sambandið fékk
fulltrúa i nefnd, sem endurskoðaði sjúkrahúsalögin,
og kom þar á ýmsum leiðréttingum, sem ella hefðu
ekki fengizt, svo sem hækkun á hlutdeild ríkis í
byggingarkostnaði úr 40 í 60% og að ríkisstyrkur til
rekstrar var ekki lengur bundinn í lögum. Heimild
fékkst til að taka sérstakt gjald af utanhéraðssjúkl-
ingum, þannig að kostnaður sjúkrahúseiganda af
utanhéraðsmönnum minnkaði að miklum mun. Eg
rek ekki sögu landssambandsins meir að þessu sinni,
en nefni þessi dæmi aðeins til að gefa örlitla hug-
mynd um þann vanda, sem við var að glíma þá, en
starfsemi sambandsins hefur alla tíð að langmestu
leyti snúizt um fjárhagsvandamál sjúkrastofnana.
Önnur mikilvæg málefni, svo sem menntunarmál
forstöðufólks og skipulagsmál hafa setið á hakanum,
þótt þeim hafi að nokkru verið sinnt með fræðslu-
fundum af ýmsu tagi.
Fjármögnun sjúkrastofnana
Stjórnin átti fulltrúa í nefnd, sem heilbrigðis-
ráðuneyti setti á stofn til að gera tillögur um fram-
SVEITARSTJÓRNARMÁL