Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 36
Helztu niðurstöður Þetta er orðið nokkuð langt mál og rétt að draga saman í nokkra liði meginniðurstöður máls míns. 1. Ég tel alveg fráleitt að skilja á milli sjúkrahús- reksturs og heilsugæzlu, eins og gert er ráð fyrir í álitsgerð VRS. Markalínur, sem mótast af mis- munandi fjárhagsgrundvelli, hafa, eins og áður segir, óhjákvæmilega þá hættu í för með sér, að einstakir þættir þróist fremur með tilliti til þess, hver ber kostnaðinn, en hins, hvernig rekstur verði hagkvæmastur og verkaskipting eðlilegust. Merki þessa sjást nú þegar, þar sem heilsugæzlu- stöðvar eru í beinum tengslum við sjúkrahús. Ég minni á, að inni í þessari umræðu eru ekki mál- efni aldraðra, sem geta fallið undir sjúkrahús- rekstur jafnt og hina ýmsu málaflokka, sem heyra til sveitarfélögum. Ef menn hugsa þá nokkuð í alvöru til að leysa vanda þeirra, myndi rísa upp óleysanleg togstreita um vistun þeirra. 2. Ég tel það algjöra forsendu, að saman fari stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á rekstrinum, og tek undir með álitsgerð VRS, að stefna eigi að því að koma upp hæfilega stórum svæðaeining- um til skipulagningar og stjórnun heilbrigðis- mála, án þess að kerfið verði of umfangsmikið og fjarlægt íbúunum. Til þess að svo geti orðið, verður að fjármagna reksturinn í héruðunum að því marki, að heima- menn verði ekki vændir um ábyrgðarleysi. Að öðrum kosti verða fjármögnun og stjórn samferða hingað suður. Daggjöld og föst fjárlög eru svo aðeins angi á þessum meiði og enginn eðlismunur á þeim, að því er snertir hagkvæmni i rekstri. Daggjöld hafa tryggt það betur en aðrar greiðsluaðferðir, að rekstrarhalla vegna verð- bólgu hefur ekki verið velt nema að mjög litlu leyti yfir á sveitarfélögin. í sjálfu sér veit ég ekki um neinn, sem er á móti breyttu greiðslufyrir- komulagi, ef tryggt er, að kostnaðarskiptingin yrði eins og lög gera ráð fyrir. Eðli þessa reksturs krefst fullrar tryggingar, annars sitja sveitarfé- lögin uppi með drápsbyrðar eða verða að draga saman heilbrigðisþjónustuna, sem því nemur. 3. Sveitarfélögin eiga ekki að gefa kost á neinum breytingum á þessum málaflokkum, fyrr en búið er að stofna til einhverrar þeirrar stjórnsýslu við heilbrigðismálaráðuneytið, sem vænta má, að tryggi, að málum þessum verði sinnt. Landssamband sjúkrahúsa hefur um árabil barizt fyrir því, að stofnuð yrði sjúkrahúsmála- deild við ráðuneytið, en án nokkurs árangurs, þrátt fyrir það, að ríkið borgi mestan hluta kostnaðar við sjúkrahúsreksturinn. Stjórnvöld hafa gengið á lagið vegna áhuga- leysis sveitarstjórna á þessum málaflokki, og í gangi er nefnd, sem vinnur að tillögugerð um yfirtöku ríkis á öllum sjúkrahúsrekstri. Þá kæmi ein heljarstór heilbrigðisstofnun í Reykjavík, sem fjarstýrði þessu öllu. Hér á landi eru sérstakar aðstæður vegna mannfæðar, sem gera það að verkum, að við get- um ekki hagnýtt okkur að fullu reynslu nágranna okkar á Norðurlöndunum, en þar hafa þessi mál þróazt á síðustu áratugum í þá átt, að byggðar- lögin, en ekki ríkið, annast stjórnun og bera ábyrgð á rekstri sjúkrahúsa. Að sjálfsögðu krefst þessi málaflokkur styrks heildarskipulags á ráðu- neytisgrundvelli til að fyrirbyggja tvíverknað, þótt rekstur verði á hendi byggðarlaga. Þrátt fyrir fámenni og dreifða byggð eða kannske vegna hennar hefur þessi valddreifing til 224 sveitarfé- laga orðið til, og hún er engin tilviljun. Það má kannske segja, að hún hafi staðizt tímans tönn of vel og ekki lagað sig að breyttum aðstæðum. En það er spurning, hvort áratuga skæklatog milli sveitarfélaga og ríkis um tekjustofna hefur ekki blindað menn í afstöðu sinni til eðlilegrar verka- skiptingar milli þessara aðila. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.