Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 66
HEILBRIGÐISFULLTRÚAFÉLAG
ÍSLANDS STOFNAÐ
128
Heilbrigðisfulltrúar sveitarfélaga
hafa stofnað með sér félag, Heil-
brigðisfulltrúafélag Islands, og var
stofnfundur þess haldinn í Heilsu-
gæzlustöð Kópavogs hinn 10. febrúar
sl. Umdæmi félagsins nær yfir landið
allt, en heimili þess og varnarþing er í
Reykjavík.
1 lögum félagsins segir m. a., að
markmið þess sé:
— að sameina heilbrigðisfulltrúa um
áhuga- og hagsmunamál stéttar-
innar og auka gagnkvæm kynni
félagsmanna,
— að viðhalda og auka menntun
heilbrigðisfulltrúa,
— að auka þekkingu og skilning á
starfi heilbrigðisfulltrúa,
— að efla samvinnu þeirra um allt,
sem horfir til framfara í heil-
brigðismálum þjóðarinnar og
koma á samvinnu við aðrar heil-
brigðisstéttir í landinu.
Félagið vinnur að markmiðum
sínum m. a. með því:
— að halda fundi um .áhugamál
félagsmanna,
— að halda uppi fræðslustarfsemi,
svo sem námskeiðum, skoðunar-
ferðum og erindaflutningi,
— að hafa tengsl við samtök heil-
brigðisstétta, hérlendis og erlend-
is.
1 5. gr. laga félagsins segir m. a., að
rétt til inngöngu í félagið hafi þeir,
sem uppfylli skilyrði annars af eftir-
töldum tveimur liðum:
a. Sérmenntaðir heilbrigðisfulltrúar.
b. Þeir, sem starfað hafi sem heil-
brigðisfulltrúar í 5 ár í fullu starfi,
enda hafi þeir tekið fullan þátt í
námskeiðum Heilbrigðiseftirlits
ríkisins og námskeiði fyrir heil-
brigðisfulltrúa erlendis.
1 6. gr. félagslaganna segir: Auka-
félagar geta þeir orðið, sem starfa sem
heilbrigðisfulltrúar eða við heil-
brigðiseftirlit í landinu, en uppfylla
ekki skilyrði um almenna félaga skv.
5. grein.
Á stofnfundinum voru félaginu
færðar gjafir.
Formaður heilbrigðisnefndar
Kópavogs, dr. Bragi Árnason, pró-
fessor, gaf áritaða fundargerðarbók
f. h. nefndarinnar og bæjarstjórinn í
Kópavogi, Bjarni Þór Jónsson, gaf
félaginu fundarhamar.
Nýkjörna stjórn Heilbrigðisfull-
trúafélags Islands skipa eftirtaldir
menn:
Kormákur Sigurðsson, heilbrigðis-
fulltrúi, Reykjavík, formaður,
Einar Ingi Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Kópa-
vogs, ritari,
Valdimar Brynjólfsson, fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Akureyrar, gjaldkeri.
Varamenn í stjórn eru:
Sveinn Guðbjartsson, framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnar-
fjarðar,
Matthías Garðarsson, heilbrigðisfull-
trúi í Reykjavík.
Endurskoðendur eru: Oddur Rúnar
Hjartarson, heilbrigðisráðunautur
við Heilbrigðiseftirlit ríkisins, og
Hróbjartur Lúthersson, heilbrigðis-
fulltrúi í Reykjavík.
Stjóm, varastjórn og endurskoðendur félagslns, tallð frá vlnstrl, sltjandi (stjórn-
in): Elnar I. Sigurðsson, framkvstjóri Heilbrigðlseftirllts Kópavogs, ritari; Kor-
mákur Sigurðsson, hellbrigðisfulltrúl í Reykjavík, formaður; Valdimar Brynjólfs-
son, framkvstjóri Heilbrigðiseftirlits Akureyrar, gjaldkeri. Standandi frá vinstri:
Oddur R. Hjartarson, heilbrigðisráðunautur vlð Heilbrigðiseftirlit ríkisins,
Reykjavík, endurskoðandi; Sveinn Guðbjartsson, framkvstjóri Heilbrigðiseftirlits
Hafnarfjarðar, 1. varam. stjórnar; Matthías Garðarsson, heilbrigðisfulltrúi í
Reykjavík, 2. varam. stjórnar; Hróbjartur Lúthersson, heiibrigðisfulitrúi í Reykja-
vík, endurskoðandi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL