Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 66
HEILBRIGÐISFULLTRÚAFÉLAG ÍSLANDS STOFNAÐ 128 Heilbrigðisfulltrúar sveitarfélaga hafa stofnað með sér félag, Heil- brigðisfulltrúafélag Islands, og var stofnfundur þess haldinn í Heilsu- gæzlustöð Kópavogs hinn 10. febrúar sl. Umdæmi félagsins nær yfir landið allt, en heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. 1 lögum félagsins segir m. a., að markmið þess sé: — að sameina heilbrigðisfulltrúa um áhuga- og hagsmunamál stéttar- innar og auka gagnkvæm kynni félagsmanna, — að viðhalda og auka menntun heilbrigðisfulltrúa, — að auka þekkingu og skilning á starfi heilbrigðisfulltrúa, — að efla samvinnu þeirra um allt, sem horfir til framfara í heil- brigðismálum þjóðarinnar og koma á samvinnu við aðrar heil- brigðisstéttir í landinu. Félagið vinnur að markmiðum sínum m. a. með því: — að halda fundi um .áhugamál félagsmanna, — að halda uppi fræðslustarfsemi, svo sem námskeiðum, skoðunar- ferðum og erindaflutningi, — að hafa tengsl við samtök heil- brigðisstétta, hérlendis og erlend- is. 1 5. gr. laga félagsins segir m. a., að rétt til inngöngu í félagið hafi þeir, sem uppfylli skilyrði annars af eftir- töldum tveimur liðum: a. Sérmenntaðir heilbrigðisfulltrúar. b. Þeir, sem starfað hafi sem heil- brigðisfulltrúar í 5 ár í fullu starfi, enda hafi þeir tekið fullan þátt í námskeiðum Heilbrigðiseftirlits ríkisins og námskeiði fyrir heil- brigðisfulltrúa erlendis. 1 6. gr. félagslaganna segir: Auka- félagar geta þeir orðið, sem starfa sem heilbrigðisfulltrúar eða við heil- brigðiseftirlit í landinu, en uppfylla ekki skilyrði um almenna félaga skv. 5. grein. Á stofnfundinum voru félaginu færðar gjafir. Formaður heilbrigðisnefndar Kópavogs, dr. Bragi Árnason, pró- fessor, gaf áritaða fundargerðarbók f. h. nefndarinnar og bæjarstjórinn í Kópavogi, Bjarni Þór Jónsson, gaf félaginu fundarhamar. Nýkjörna stjórn Heilbrigðisfull- trúafélags Islands skipa eftirtaldir menn: Kormákur Sigurðsson, heilbrigðis- fulltrúi, Reykjavík, formaður, Einar Ingi Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Kópa- vogs, ritari, Valdimar Brynjólfsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Akureyrar, gjaldkeri. Varamenn í stjórn eru: Sveinn Guðbjartsson, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðar, Matthías Garðarsson, heilbrigðisfull- trúi í Reykjavík. Endurskoðendur eru: Oddur Rúnar Hjartarson, heilbrigðisráðunautur við Heilbrigðiseftirlit ríkisins, og Hróbjartur Lúthersson, heilbrigðis- fulltrúi í Reykjavík. Stjóm, varastjórn og endurskoðendur félagslns, tallð frá vlnstrl, sltjandi (stjórn- in): Elnar I. Sigurðsson, framkvstjóri Heilbrigðlseftirllts Kópavogs, ritari; Kor- mákur Sigurðsson, hellbrigðisfulltrúl í Reykjavík, formaður; Valdimar Brynjólfs- son, framkvstjóri Heilbrigðiseftirlits Akureyrar, gjaldkeri. Standandi frá vinstri: Oddur R. Hjartarson, heilbrigðisráðunautur vlð Heilbrigðiseftirlit ríkisins, Reykjavík, endurskoðandi; Sveinn Guðbjartsson, framkvstjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar, 1. varam. stjórnar; Matthías Garðarsson, heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík, 2. varam. stjórnar; Hróbjartur Lúthersson, heiibrigðisfulitrúi í Reykja- vík, endurskoðandi. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.