Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 21
GUNNAR ÓLAFSSON, fyrrv. skólastjóri, Neskaupstað SKÍÐAMIÐSTÖÐIN ODDSSKARÐI í aprílmánuði 1973 skrifaði ég greinarstúf í viku- blaðið Austurland með yfirskriftinni: Hvar skal vetraríþróttamiðstöð Austurlands standa? Þar mun fyrst hafa verið reifuð hugmyndin að skiðamiðstöð sunnan Oddsskarðs. Studdi ég staðar- valið með eftirfarandi rökum: 1. Skíðaland frábærlega gott. 2. Þjóðvegur liggur þar um. 3. Rafmagn aðgengilegt. Jafnframt benti ég á, að forsendan fyrir fram- kvæmdum væri sú, að nærliggjandi sveitarfélög sameinuðust um verkefnið, því að erfitt mundi reynast að reisa og reka stóra skíðalyftu, nema 3—4 þúsund manna byggð stæði að slikri framkvæmd. Ekki varð ég til að byrja með var neinna undir- tekta við hugmyndina, nema þá helzt neikvæðra, og mun fyrirsögnin hafa valdið. Svo sem vænta mátti, töldu sumir, að fleiri staðir kæmu til greina, og var það í sjálfu sér ekkert óeðli- legt, því að fáir munu hafa skoðað þetta mál niður í kjölinn. Allt hefur sinn tíma. Með mörgum samtölum við ráðamenn sveitarfélaga hélt ég málinu alltaf vak- andi, en það er ekki fyrr en á árinu 1976, að nokkur skriður kemst á það. Á sambandsþingi UIA dagana 11.—12. sept. árið 1976 kynnti ég hugmyndir mínar í erindi, sem ég nefndi: Skíðamiðstöð á Austurlandi. Þó að málefninu væri vinsamlega tekið, kom það greinilega í ljós, að um víðtækt samstarf var ekki að ræða. Niðurstaða umræðnanna var sú, að stefnt skyldi að því að ná samstöðu meðal sveitarfélaganna í Neskaupstað, Eskifirði og á Reyðarfirði. Langar biðraðir myndast oft við skíðalyftuna sunnan Oddsskarðs. Hér sér niður Sellátradal í átt til Reyðarfjarðar. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.