Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 43
ÓLAFUR JÓNSSON, formaöur stjórnar Húsnæöisstofnunar ríkisins: ÞÁTTUR SVEITARSTJÓRNA í FRAMKVÆMD LAGA UM HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Eg tók því fagnandi, þegar ég átti þess kost að koma á þennan fund til ykkar og kynna hin nýju lög um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem öðluðust gildi hinn 1. júlí sl. Ég hefi rætt um þessi lög á allmörgum fundum nú í sumar og haust og jafnframt unnið að samningu reglugerða og samþykkta um framkvæmd laganna, og er mér enn ljósara en áður, hve sveitarstjórnar- menn hafa það mikið í hendi sér, hvernig til tekst um framkvæmd mikilvægra þátta laganna. Húsnæðislöggjöfin er nú á mörgum sviðum meira tengd sveitarstjórnum en áður hefur verið. Lagðar eru ótvíræðar skyldur á sveitarfélögin, sem þau mega ekki undan víkjast, en líka eru opnaðir nýir möguleikar til lánafyrirgreiðslu við þau. Með lög- unum eru fjárhagsbyrðar þeirra einnig léttar, sér- staklega varðandi þátttöku þeirra í byggingarkostn- aði verkamannabústaða. Ég óttast mjög, að þegar sveitarstjórnarmenn fara að semja fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár, verði hús- næðismál íbúanna neðarlega á blaði. Hætt er við, að fyrirferðarmestu fjárfestingarliðirnir verði gatna- gerð, skólabyggingar, íþróttahús og sundlaugar. Margvíslegar framkvæmdir aðrar og rekstrarliðir, sem heyra til neyzluþjóðfélagi okkar, eru að ýta út af verkefnalista sveitarstjórnarmanna þeim þáttum, sem um aldir og fram til síðustu áratuga voru helzta og stundum eina verkefni hreppsnefndarmanna, en það er fátækraframfærslan. Ég held, að margir nú- verandi sveitarstjórnarmenn hefðu gagn af því að kynna sér verkefni fyrirrennara sinna, sem störfuðu fyrir svo sem 80 til 100 árum. Nú hefur tryggingarlöggjöfin tekið við fátækra- framfærslunni, en þrátt fyrir það eru ávallt all- margir, sem af ýmsum ástæðum verða undir í lífs- baráttunni og þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Þá er það ákaflega mikilvægt, að sveitarstjórnar- menn séu vel kunnugir högum umbjóðenda sinna og bregðist rétt við til aðstoðar. Nú vil ég ekki leggja að jöfnu fátækraframfærslu og þá aðstoð í húsnæðismálum, sem hin nýju lög gera ráð fyrir, að sveitarfélögin veiti þeim, sem að- Ólafur Jónsson. stoð þurfa í húsnæðismálum, en þeir málaflokkar eiga það sameiginlegt, að góðir sveitarstjórnarmenn, sem sinna starfi sínu af kostgæfni, geta með fyrir- byggjandi starfi komið í veg fyrir, að verulegur vandi komi upp í þeim málaflokkum. Ef öllum er gert kleift, líka lágtekjufólki, að eign- ast eigið húsnæði, þá kemur ekki upp að neinu marki sá mikli vandi fyrir einstaklinga og sveitarfélög, sem stafar af húsnæðisleysi. Með þessum orðum er ég að minna á skyldur sveitarstjórnarmanna til að sinna þeim, sem aðstoð SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.