Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 43

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Page 43
ÓLAFUR JÓNSSON, formaöur stjórnar Húsnæöisstofnunar ríkisins: ÞÁTTUR SVEITARSTJÓRNA í FRAMKVÆMD LAGA UM HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Eg tók því fagnandi, þegar ég átti þess kost að koma á þennan fund til ykkar og kynna hin nýju lög um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem öðluðust gildi hinn 1. júlí sl. Ég hefi rætt um þessi lög á allmörgum fundum nú í sumar og haust og jafnframt unnið að samningu reglugerða og samþykkta um framkvæmd laganna, og er mér enn ljósara en áður, hve sveitarstjórnar- menn hafa það mikið í hendi sér, hvernig til tekst um framkvæmd mikilvægra þátta laganna. Húsnæðislöggjöfin er nú á mörgum sviðum meira tengd sveitarstjórnum en áður hefur verið. Lagðar eru ótvíræðar skyldur á sveitarfélögin, sem þau mega ekki undan víkjast, en líka eru opnaðir nýir möguleikar til lánafyrirgreiðslu við þau. Með lög- unum eru fjárhagsbyrðar þeirra einnig léttar, sér- staklega varðandi þátttöku þeirra í byggingarkostn- aði verkamannabústaða. Ég óttast mjög, að þegar sveitarstjórnarmenn fara að semja fjárhagsáætlanir fyrir næsta ár, verði hús- næðismál íbúanna neðarlega á blaði. Hætt er við, að fyrirferðarmestu fjárfestingarliðirnir verði gatna- gerð, skólabyggingar, íþróttahús og sundlaugar. Margvíslegar framkvæmdir aðrar og rekstrarliðir, sem heyra til neyzluþjóðfélagi okkar, eru að ýta út af verkefnalista sveitarstjórnarmanna þeim þáttum, sem um aldir og fram til síðustu áratuga voru helzta og stundum eina verkefni hreppsnefndarmanna, en það er fátækraframfærslan. Ég held, að margir nú- verandi sveitarstjórnarmenn hefðu gagn af því að kynna sér verkefni fyrirrennara sinna, sem störfuðu fyrir svo sem 80 til 100 árum. Nú hefur tryggingarlöggjöfin tekið við fátækra- framfærslunni, en þrátt fyrir það eru ávallt all- margir, sem af ýmsum ástæðum verða undir í lífs- baráttunni og þurfa á aðstoð samfélagsins að halda. Þá er það ákaflega mikilvægt, að sveitarstjórnar- menn séu vel kunnugir högum umbjóðenda sinna og bregðist rétt við til aðstoðar. Nú vil ég ekki leggja að jöfnu fátækraframfærslu og þá aðstoð í húsnæðismálum, sem hin nýju lög gera ráð fyrir, að sveitarfélögin veiti þeim, sem að- Ólafur Jónsson. stoð þurfa í húsnæðismálum, en þeir málaflokkar eiga það sameiginlegt, að góðir sveitarstjórnarmenn, sem sinna starfi sínu af kostgæfni, geta með fyrir- byggjandi starfi komið í veg fyrir, að verulegur vandi komi upp í þeim málaflokkum. Ef öllum er gert kleift, líka lágtekjufólki, að eign- ast eigið húsnæði, þá kemur ekki upp að neinu marki sá mikli vandi fyrir einstaklinga og sveitarfélög, sem stafar af húsnæðisleysi. Með þessum orðum er ég að minna á skyldur sveitarstjórnarmanna til að sinna þeim, sem aðstoð SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.