Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 53
FYRSTU SVÆÐISBYGGINGAR
NEFNDIRNAR
I 6. grein byggingarlaganna nr.
54/1978 er heimild til handa sveitar-
félögum til að sameinast um kosn-
ingu svæðisbyggingarnefndar og um
ráðningu sameiginlegs byggingar-
fulltrúa. Hlutaðeigandi sveitarfélög
gera þá með sér samning um stofnun
slíkrar nefndar. Skal þar kveðið á um
tölu nefndarmanna, kosningu þeirra
og um skiptingu kostnaðar af starfi
nefndarinnar og byggingarfulltrúa.
Jafnan skal a. m. k. einn fulltrúi hvers
aðildarsveitarfélags eiga sæti í
svæðisbyggingarnefnd, og er hann
kosinn af hlutaðeigandi sveitarstjórn.
Einnig skal bera undir hverja sveit-
arstjórn ályktanir svæðisbyggingar-
nefndar, sem varða byggingar eða
önnur mannvirki í sveitarfélaginu. Er
þctta samkv. II. kafla byggingar-
reglugerðarinnar nr. 375/1979.
Fyrstu svæðisbyggingarnefndirnar
samkvæmt þessum ákvæðum voru
settar á stofn um seinustu áramót, er
stofnaðar voru tvær svæðisbygging-
arnefndir, er ná yfir alla hreppa
Eyjafjarðarsýslu og þrjá hreppa Suð-
ur-Þingeyjarsýslu.
önnur nefndin tekur yfir vestur-
hluta Eyjafjarðarsýslu. Að henni
standa sjö hreppar í sýslunni, þ. e.
Svarfaðardalshreppur, Hriseyjar-
hreppur, Árskógshreppur, Arnarnes-
hreppur, Skriðuhreppur, öxnadals-
hreppur og Glæsibæjarhreppur.
Hin nefndin tekur yfir fjóra hreppa
Eyjafjarðarsýslu austan Eyjafjarðar
og í Fram-Eyjafirði og þrjá hreppa
í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeir eru
Hrafnagilshreppur, Saurbæjar-
hreppur, öngulsstaðahreppur og
Grímseyjarhreppur í Eyjafjarðarsýslu
og Svalbarðsstrandarhreppur,
Grýtubakkahreppur og Hálsahrepp-
ur í Suður-Þingeyjarsýslu.
Nefndirnar eru skipaðar einum
fulltrúa úr hverjum hreppi, eða hvor
um sig sjö fulltrúum. Sigtryggur
Stefánsson er sameiginlegur bygg-
ingarfulltrúi fyrir bæði þessi svæði og
hefur aðsetur á Akureyri. Hann ann-
ast alla þjónustu við strjálbýlið og
þéttbýlisstaðina við Eyjafjörð nema
Akureyri og Dalvík.
Þá var um seinustu áramót skipuð
sérstök stjórn byggingarmála fyrir
umdæmi beggja svæðisbyggingar-
nefndanna, og sér sú stjórn um
rekstur byggingarfulltrúaembættis-
ins. Stjórn þessa skipa sýslumaður
Eyjafjarðarsýslu, formenn svæðis-
byggingarnefndanna til skiptis og
fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarð-
ar. Byggingarfulltrúi er starfsmaður
þessarar stjórnar.
Frá áramótum var einnig tekin
upp hliðstæð skipan byggingarmála i
Þingeyjarsýslunum báðum. Sjö
hreppar Suður-Þingeyjarsýslu og
fimm strjálbýlishreppar i Norður-
Þingeyjarsýslu sameinuðust um
rekstur byggingarfulltrúaembættis
samkvæmt hinu nýja ákvæði bygg-
ingarlaganna um sameiginlegan
byggingarfulltrúa. Hrepparnir í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu eru allir strjálbýlis-
hreppar sýslunnar nema þeir, sem
standa að svæðisbyggingarnefndinni
í austanverðum Eyjafirði, en þeir eru
Félagsmálaráðherra, Svavar Gests-
son, hefur skipað fimm manna nefnd
til þess að gera tillögur um breytingar
á skipulagslögum nr. 19/1964 sér-
staklega með eftirgreind atriði í huga,
1) að athuga, hvort æskilegt sé að
lögfesta andmælarétt eignar-
námsþola, og
2) að kanna, hvort eðlilegt sé að
kveðið sé á um efnislega ákvörðun
eignarnámsbóta vegna eignar-
Ljósavatns-, Bárðdæla-, Skútustaða-,
Reykdæla-, Aðaldæla-, Reykja- og
Tjörneshreppur. I Norður-Þingeyjar-
sýslu standa að samstarfinu Keldu-
nes-, öxarfjarðar-, Fjalla-, Sval-
barðs- og Sauðaneshreppur, en þétt-
býlishrepparnir í sýslunni, Presthóla-,
Raufarhafnar- og Þórshafnarhrepp-
ur, standa utan við þessa nýju skipan.
Hrepparnir mynda með sér full-
trúaráð, skipað einum fulltrúa frá
hverjum þeirra, og að auki er í því
sýslumaðurinn. Embættið er rekið í
tengslum við sýsluskrifstofuna á
Húsavík og kostnaði við það deilt á
hreppana með sama hætti og sýslu-
sjóðsgjöldum.
Stjórn byggingarfulltrúaembætt-
isins er skipuð 5 mönnum, sýslu-
manni, þremur oddvitum, sem kosnir
eru á fulltrúaráðsfundi, og einum
fulltrúa, sem valinn er af Búnaðar-
samböndum Suður- og Norður-Þing-
eyjarsýslu sameiginlega.
Byggingarfulltrúaembættið hefur
gert samkomulag við Stofnlánadeild
landbúnaðarins um að veita henni
þjónustu, og koma þau verkefni til
viðbótar þvi hlutverki, sem bygging-
arfulltrúa er ætlað að sinna í bygg-
ingarlögum, og greiðir Stofnlána-
deildin fyrir þá þjónustu samkvæmt
samkomulagi.
Byggingarfulltrúi Þingeyjarsýslna
er Einar Fr. Jóhannesson, og er skrif-
stofa hans til húsa að Höfðabrekku 6
á Húsavík og símanúmer hans 96—
41160.
náms samkvæmt skipulagslögum
m. a. með hliðsjón af gildandi
lögum annarra Norðurlanda.
I nefndina voru skipaðir Ásgeir
Thoroddsen, héraðsdómslögmaður,
Guðmundur G. Þórarinsson, al-
þingismaður, Gunnlaugur Claessen,
hæstaréttarlögmaður, Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri sam-
bandsins, og Ammundur Bachmann,
héraðsdómslögmaður, sem skipaður
hefur verið formaður nefndarinnar.
ÁKVÖRÐUN EIGNARNAMSBÓTA
SVEITARSTJÓRNARMÁL