Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 53
FYRSTU SVÆÐISBYGGINGAR NEFNDIRNAR I 6. grein byggingarlaganna nr. 54/1978 er heimild til handa sveitar- félögum til að sameinast um kosn- ingu svæðisbyggingarnefndar og um ráðningu sameiginlegs byggingar- fulltrúa. Hlutaðeigandi sveitarfélög gera þá með sér samning um stofnun slíkrar nefndar. Skal þar kveðið á um tölu nefndarmanna, kosningu þeirra og um skiptingu kostnaðar af starfi nefndarinnar og byggingarfulltrúa. Jafnan skal a. m. k. einn fulltrúi hvers aðildarsveitarfélags eiga sæti í svæðisbyggingarnefnd, og er hann kosinn af hlutaðeigandi sveitarstjórn. Einnig skal bera undir hverja sveit- arstjórn ályktanir svæðisbyggingar- nefndar, sem varða byggingar eða önnur mannvirki í sveitarfélaginu. Er þctta samkv. II. kafla byggingar- reglugerðarinnar nr. 375/1979. Fyrstu svæðisbyggingarnefndirnar samkvæmt þessum ákvæðum voru settar á stofn um seinustu áramót, er stofnaðar voru tvær svæðisbygging- arnefndir, er ná yfir alla hreppa Eyjafjarðarsýslu og þrjá hreppa Suð- ur-Þingeyjarsýslu. önnur nefndin tekur yfir vestur- hluta Eyjafjarðarsýslu. Að henni standa sjö hreppar í sýslunni, þ. e. Svarfaðardalshreppur, Hriseyjar- hreppur, Árskógshreppur, Arnarnes- hreppur, Skriðuhreppur, öxnadals- hreppur og Glæsibæjarhreppur. Hin nefndin tekur yfir fjóra hreppa Eyjafjarðarsýslu austan Eyjafjarðar og í Fram-Eyjafirði og þrjá hreppa í Suður-Þingeyjarsýslu. Þeir eru Hrafnagilshreppur, Saurbæjar- hreppur, öngulsstaðahreppur og Grímseyjarhreppur í Eyjafjarðarsýslu og Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur og Hálsahrepp- ur í Suður-Þingeyjarsýslu. Nefndirnar eru skipaðar einum fulltrúa úr hverjum hreppi, eða hvor um sig sjö fulltrúum. Sigtryggur Stefánsson er sameiginlegur bygg- ingarfulltrúi fyrir bæði þessi svæði og hefur aðsetur á Akureyri. Hann ann- ast alla þjónustu við strjálbýlið og þéttbýlisstaðina við Eyjafjörð nema Akureyri og Dalvík. Þá var um seinustu áramót skipuð sérstök stjórn byggingarmála fyrir umdæmi beggja svæðisbyggingar- nefndanna, og sér sú stjórn um rekstur byggingarfulltrúaembættis- ins. Stjórn þessa skipa sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, formenn svæðis- byggingarnefndanna til skiptis og fulltrúi Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar. Byggingarfulltrúi er starfsmaður þessarar stjórnar. Frá áramótum var einnig tekin upp hliðstæð skipan byggingarmála i Þingeyjarsýslunum báðum. Sjö hreppar Suður-Þingeyjarsýslu og fimm strjálbýlishreppar i Norður- Þingeyjarsýslu sameinuðust um rekstur byggingarfulltrúaembættis samkvæmt hinu nýja ákvæði bygg- ingarlaganna um sameiginlegan byggingarfulltrúa. Hrepparnir í Suð- ur-Þingeyjarsýslu eru allir strjálbýlis- hreppar sýslunnar nema þeir, sem standa að svæðisbyggingarnefndinni í austanverðum Eyjafirði, en þeir eru Félagsmálaráðherra, Svavar Gests- son, hefur skipað fimm manna nefnd til þess að gera tillögur um breytingar á skipulagslögum nr. 19/1964 sér- staklega með eftirgreind atriði í huga, 1) að athuga, hvort æskilegt sé að lögfesta andmælarétt eignar- námsþola, og 2) að kanna, hvort eðlilegt sé að kveðið sé á um efnislega ákvörðun eignarnámsbóta vegna eignar- Ljósavatns-, Bárðdæla-, Skútustaða-, Reykdæla-, Aðaldæla-, Reykja- og Tjörneshreppur. I Norður-Þingeyjar- sýslu standa að samstarfinu Keldu- nes-, öxarfjarðar-, Fjalla-, Sval- barðs- og Sauðaneshreppur, en þétt- býlishrepparnir í sýslunni, Presthóla-, Raufarhafnar- og Þórshafnarhrepp- ur, standa utan við þessa nýju skipan. Hrepparnir mynda með sér full- trúaráð, skipað einum fulltrúa frá hverjum þeirra, og að auki er í því sýslumaðurinn. Embættið er rekið í tengslum við sýsluskrifstofuna á Húsavík og kostnaði við það deilt á hreppana með sama hætti og sýslu- sjóðsgjöldum. Stjórn byggingarfulltrúaembætt- isins er skipuð 5 mönnum, sýslu- manni, þremur oddvitum, sem kosnir eru á fulltrúaráðsfundi, og einum fulltrúa, sem valinn er af Búnaðar- samböndum Suður- og Norður-Þing- eyjarsýslu sameiginlega. Byggingarfulltrúaembættið hefur gert samkomulag við Stofnlánadeild landbúnaðarins um að veita henni þjónustu, og koma þau verkefni til viðbótar þvi hlutverki, sem bygging- arfulltrúa er ætlað að sinna í bygg- ingarlögum, og greiðir Stofnlána- deildin fyrir þá þjónustu samkvæmt samkomulagi. Byggingarfulltrúi Þingeyjarsýslna er Einar Fr. Jóhannesson, og er skrif- stofa hans til húsa að Höfðabrekku 6 á Húsavík og símanúmer hans 96— 41160. náms samkvæmt skipulagslögum m. a. með hliðsjón af gildandi lögum annarra Norðurlanda. I nefndina voru skipaðir Ásgeir Thoroddsen, héraðsdómslögmaður, Guðmundur G. Þórarinsson, al- þingismaður, Gunnlaugur Claessen, hæstaréttarlögmaður, Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri sam- bandsins, og Ammundur Bachmann, héraðsdómslögmaður, sem skipaður hefur verið formaður nefndarinnar. ÁKVÖRÐUN EIGNARNAMSBÓTA SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.