Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Blaðsíða 39
Ungbarnaeftirlit
er fastur þáttur í starfi
heilsugæzlustöðva. Myndin er tekin í
hinni nýju heilsugæzlustöð í
Kópavogi.
býður upp á, voru haldin mörg stórmerk erindi á
heilbrigðisþingi, sem haldið var í Reykjavík 16. og
17. október sl.
Ég mun hér ekki víkja að þeim efnisþáttum, en get
þó ekki stillt mig um að minna sveitarstjórnarmenn
á það, þar sem þeir bera mikla ábyrgð á framkvæmd
heilsugæzlu, að grundvöllur starfs hennar er að auka
vellíðan fólks og þar með hamingju. Aðferðin er á
ýmsan hátt fólgin í að vekja fólk til vitundar um gildi
heilbrigði og áhrifavalda hennar. I sívaxandi mæli
hafa svokallaðir menningarsjúkdómar, sem stafa
beint og óbeint af lífsvenjum og röngum lifnaðar-
háttum, náð forustunni í dánarskýrslum flestra
menningarþjóða. Til þess að vinna gegn þessum vá-
gesti er upplýsingaþjónusta af ýmsu tagi mjög
mikilvæg. Forsenda þess, að enn megi sækja veru-
lega á í heilbrigði þjóðarinnar, er, að vel takist að
vinna að þeim verkefnum, sem ég las hér áðan úr
lögunum og eru meginþættir heilsugæzlustarfsins.
En verkefni mitt hér er þó ekki að mæla fyrir
heilbrigðum lífsvenjum, því þetta er fjármálaráð-
stefna.
Kostnaður sveitarfélaga
vegna heilsugæzlu
Samkvæmt lögum greiða sveitarfélög allan annan
rekstrarkostnað á heilsugæzlustöðvum en launa-
kostnað fastráðinna lækna, tannlækna, hjúkrunar-
fræðinga og ljósmæðra. Auk fyrrnefndra launa skal
ríkið greiða helming af viðhalds- og endurnýjunar-
kostnaði fasteigna og tækja.
Samkvæmt opinberum skýrslum hefur hlutfall
heilbrigðismála í beinum útgjöldum sveitarsjóða, og
eru framlög þeirra til almannatrygginga þá ekki
meðtalin, farið heldur lækkandi á síðustu áratugum
og varð lægst árið 1972, eða 1.1% af heildarútgjöld-
um sveitarfélaga það ár. Eftir að nýju lögin um
heilbrigðisþjónustu öðluðust gildi á árinu 1973, hef-
ur þessi útgjaldaliður farið vaxandi með stofnun
heilsugæzlustöðva og aukinni þjónustu þeirra.
Samkvæmt sveitarsjóðareikningum Hagstofunnar
nam þessi þáttur í útgjöldum sveitarsjóða 2.6% árið
1977. Hann var þó nokkuð mismunandi, þvi að í
Reykjavík var þetta hlutfall 1.3%, í öðrum kaup-
stöðum 2.9%, en í hreppum 4.3%. Ég tel þó, að
síðastnefnda talan segi ekki alla söguna, þar sem
útgjöld sýslufélaga, sem fjármögnuð eru með sýslu-
sjóðsgjöldum sveitarfélaga, til heilbrigðismála eru
ekki talin hér með. Ef við reiknum þau útgjöld
einnig á sveitarsjóði, verða útgjöld hreppa til heil-
brigðismála að meðaltali 5.5% af heildarútgjöldum
sveitarfélaga á árinu 1977. Sérstök athugun, sem við
höfum gert á Vesturlandi, sýnir ágætt samræmi við
þessar tölur, en hins vegar er kostnaðurinn mjög
misjafn eftir sveitarfélögum og fer eftir ýmsu. Á
árinu 1979 virðist þetta hlutfall vera frá um það bil
2% upp í um það bil 8%. Sé þessum kostnaði deilt á
íbúana, er hann frá 5000 krónum upp í 18000 krónur
á íbúa eftir umdæmum.
101
sveitarstjörnarmAl