Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Side 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1981, Side 10
„GRÆNLENDINGAR FYLGJAST VEL MEÐ MÁLEFNUM Á ÍSLANDI" Rætt vió Sigurjón Ásbjörnsson, sem verió hefur við leiðbeiningarstörf á Grænlandi sl. vetur Á seinasta vetri var í vissum skilningi brotið blað í samskiptum Islendinga og Grænlendinga hvað við- skipti varðar. Á vegum Iðnaðardeildar Sambands ísl. sam- vinnufélaga á Akureyri var haldin kynning á ís- lenzkum ullarvörum i Quarqortoq (Júlianeháb), hin fyrsta sinnar tegundar á Grænlandi, en sérstök áherzla var lögð á að kynna íslenzka lopann, sem hingað til hefur verið næsta óþekkt vara á Græn- landi. Kynningu þessari var síðan fylgt eftir með því, að haldin voru sérstök handprjónanámskeið undir ís- lenzkri leiðsögn, þar sem eingöngu var unnið úr ís- Sigurjón Ásbjörnsson: „fslenzk fyrirtæki hafa áhuga á að kanna markaðsmöguleika á Grænlandi." lenzkum lopa, og fóru þau námskeið fram í sam- vinnu við Grænlenzka kvenfélagasambandið og menntamálaráðuneytið í Nuuk (Godtháb). Frumkvæði að þessu samstarfi átti Sigurjón Ás- björnsson á Álafossi, og var hann á Grænlandi sl. vetur og annaðist milligöngu og stjórn með fram- kvæmd þessa m. a. Hann hefur því haft gott tæki- færi til að kynnast ýmsum málum frá sjónarhóli Grænlendinga, og ekki tjóir að tala um aukið sam- starf milli þessara þjóða, ef ekki er um gagnkvæman vilja að ræða í þeim efnum. Sigurjón kom hingað til lands í aprílmánuði í tengslum við heimsókn sjónvarpsins í Júlíaneháb, og við notuðum tækifærið til þess að biðja hann að miðla lesendum Sveitarstjórnarmála nokkru af reynslu sinni á Grænlandi og kynnum sínum af sjónarmiðum Grænlendinga varðandi þau mál, sem hér eru rædd. — Fréttir íslenzku fjölmiðlanna af Grænlands- málefnum hafa helzt verið bundnar deilum Græn- lendinga við Efnahagsbandalagið um fiskveiðirétt- indi. Hversu mikil áhrif hafa þessi mál á atvinnulíf á Grænlandi nú? „Þó að deilt hafi verið hart um fiskveiðiréttindin við Grænland, er ekki annað að sjá en að sjávarút- vegur Grænlendinga eflist hröðum skrefum og auknar framkvæmdir bendi á grósku í atvinnumál- um. Á sviði sjávarútvegs er nú mest áherzla lögð á aukna afkastagetu og betri nýtingu aflans í landi, og byggðar hafa verið fullkomnar fiskvinnslustöðvar á vesturströndinni með nýjasta vélabúnaði. Helzta umræðuefni manna á meðal á Grænlandi um þessar mundir eru hugsanlegar afleiðingar úrsagnar úr Efnahagsbandalaginu. Grænland er í bandalaginu sem hluti af Danmörku, þrátt fyrir andstöðu meiri- hluta Grænlendinga. Þeir vilja nú fá full yfirráð yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu sinni, en þurfa nú eins og kunnugt er að sækja til stjórnar Efnahagsbanda- lagsins í Brússel, þar sem úthlutun fiskveiðileyfa við strendur Grænlands fer fram. Grænlendingum berst hins vegar nokkurt fé frá bandalaginu, og snýst um- ræðan um það, með hvaða hætti megi bæta upþ brottfall þessara fjárstrauma með nýjum tekjulind- um, sem fengjust með fullum yfirráðum yfir græn- lenzku fiskveiðilögsögunni. I þessu sambandi er rætt um möndulinn Færeyjar — Island — Grænland og víðtækara samstarf um fiskveiðimál og fiskveiði- stefnu.“ — Finnst þér vera hljómgrunnur fyrir slíku samstarfi meðal Grænlendinga? SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.