Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Page 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Page 15
Hluti þriðja umræðuhóps að starfi. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hildur Halldórsdóttir, Kópavogl, Ingibjörg Pálsdóttir, Hvammstanga, Emilía Karlsdóttir, Grundarfirði, Sigurborg Jóhannsdóttir, Stykklshólmi, Helga Ingimundardóttlr, Njarð- vík, Hólmfríður Sigurjónsdóttir, Revkjavík, Tryggvi Þór Tryggvason, Gerðahreppi, Sveinn Árnason, Borgarnesi, Ellert Eiríksson, Gerðahreppi, Edda Stefánsdóttir, menntamálaráðuneytinu, Sigurður Steindórsson, Keflavík, Ingibjörg Ósk- arsdóttir, Neshreppi utan Ennis, Úlrik Ólason, Húsavík, Elías Þorvaldsson, Siglufirði, og Haukur Þorvaldsson, Höfn í Hornafirði. Álit tónlistarfræðslunefndar Á ráðstefnunni sátu á rökstólum fimm umræðu- hópar og ræddu hver sitt efnið. Þátttakendur völdu sér umræðuhóp sjálfir og kusu sér formann, ritara og framsögumann, sem síðan gerði grein fyrir helztu niðurstöðum hópsins. Álit tónlistarfræðslunefndar Fyrsti umræðuhópurinn fékk til umfjöllunar álit tónlistarfræðslunefndar. Umræðunum stýrði Ragn- heiður Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Vatnsleysustrandarhrepps, en niðurstöður hópsins kynnti Atli Guðlaugsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri. Álit hópsins um skýrslu tónlistarfræðslunefndar var á þessa leið: Starfshópur 1, sem fjallaði um álitsgerð tónlistar- fræðslunefndar, leggur fram eftirfarandi tilfögu: „Ráðstefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins um sveitarstjórnir og tónlistar- fræðsluna, haldin í Reykjavík dagana 13. og 14. október 1983, fagnar framkominni álitsgerð og tiflögum um skipan tónlistarfræðslu, sem kynnt var og rædd á ráð- stefnunni. Skorað er á fræðsluyfirvöld að sjá til þess, að áfram verði unnið að úrvinnslu, útfærslu og framkvæmd þeirra hugmynda og tillagna, sem fram eru settar í álitsgerðinni. Einkum er bent á eftirfarandi forgangsverkefni: — setningu nýrra laga um Tónlistarskóla íslands, efl- ingu kennaramenntunar og endurmenntunar kenn- ara, námsskrárgerð, námsefnisgerð og þátt náms- stjórnar í eftirliti og samræmingu náms og kennslu í tónlistarskólum landsins.“ „Ráðstefna Sambands íslenzkra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytisins um sveitarstjórnir og tónlist- arfræðsluna, haldin í Reykjavík 13. og 14. okt. ’83, fagnar því mjög, að sambandið skuli í samvinnu við mennta- málaráðuneytið hafa átt frumkvæði að þessari ráðstefnu og þar með sýnt áhuga sinn á þessum mikilvæga mála- flokki. Hvatt er til áframhaldandi samstarfs þessara aðila um mótun framtíðarstefnu í málum tónlistarskólanna á mál- efnalegum og faglegum grundvelli og að ekki verði teknar ákvarðanir um breytta stefnu í rekstri og starfsfyrirkomu- lagi tónlistarskólanna án ítarlegrar umfjöllunar og sam- ráðs við þá aðila, sem þekkingu hafa á málefnum þeirra.“ Annar umræðuhópurinn fjallaði um rekstrarform tónlistarskóla og löggjöf um þá. Ragnheiður Skúla- dóttir, skólanefndarmaður í Tónlistarskólanum í 333 Rekstrarform tónlistarskóla og löggjöf um þá SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.