Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Page 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Page 31
Þjónustumiðstöðin Vonarland á Egilsstöðum tók til starfa í júnímánuði árið 1981 og var reist fyrir atbeina Styrktarfélags vangefinna á Austurlandi. Félagsmálaráðuneytið annast reksturinn, nú samkvæmt lögum um aðstoð við þroskahefta og öryrkja, en frá áramótum samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Þar er í senn langtíma- og skammtímavistun. Það rúmar 10 vistmenn, en þar af er eitt rýmið ætlað þeim, er koma til skammrar dvalar, en eru að öðru leyti í heimahúsum. Einn þáttur starfsins er ráðgjöf fyrir aðstandendur þeirra, og er sérstök gestaíbúð ætluð þeim. Vonarland er í tveimur einnar hæðar húsum, sem eru samtengd með garðskála. Þau eru hvort um sig 225 m2 að stærð og að auki er jarðhæð undir öðru þeirra. Auk íbúðarherbergja er í húsunum þjónusturými, leiktækjasafn og borðsalur, en við hönnun var lögð áherzla á, að Vonarland væri heimilislegt, svo sem kostur væri. Á lóðinni er fleiri húsum ætlaður staður, sem myndu tengjast þeim, sem fyrir eru. Teiknistofan Óðinstorg sf., sem þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmarssynir reka, teiknaði húsið. Fjárhagsaðstoö vegna endurhæfingar Gert er ráð fyrir í lögunum um málcfni fatlaðra, að þeir, sem eru endurhæfðir, eigi möguleika á að fá Qárhagsaðstoð til að framfæra sig og fjölskyldu sína, meðan á endurhæfingu slendur. í mörgum tilvikum má gera ráð fyrir, að slíkt sé nauðsynlegt, ckki sízt vegna þess, að árangur endurhæfmgarinnar getur orðið meiri, efmenn eru lausir við fjárhagsáhyggjur á meðan. Einnig eiga menn kost á styrk eða láni til verkfærakaupa eða annarri fyrirgreiðslu, leggi þeir stund á einhvers konar heimavinnu í atvinnuskyni. Þetta er gert til að auðvelda mönnum að skapa sér atvinnutækifæri. í sama tilgangi gefst mönnum kostur á láni eða greiðslu námskostnaðar, sem ekki er greiddur sam- kvæmt ákvæðum annarra laga. Fjárhagsaðstoðina og styrk eða lán vegna náms- kostnaðar greiðir fclagsmálaráðuneytið, en lífeyris- deild Tryggingastofnunar styrk eða lán til verkfærakaupa. Atvinnumál fatlaðra í lögunum um málefni fatlaðra er kafli, sem fjallar um atvinnumál, og má ætla, að með þeim kafla verði staða fatlaðra á vinnumarkaðnum sterkari. Að vísu duga lagaákvæði ein saman ekki til þess, að á verði breytingar, heldur þarf til að koma jákvæðari afstaða stjórnvalda, atvinnurekenda og almennings yfirleitt. Atvinnuleit í lögunum er gert ráð fyrir, að svæðisstjórnir hver á sínu svæði komi á fót atvinnuleit fyrir fatlaða, sem hefur það að markmiði að aíla ÍÖtluðum alvinnu við sitt hœfi. Atvinnuleitin á að starfa í nánum tengslum við félagsmálaráðuneytið, vinnumiðlun viðkomandi sveitarfélags, aðila vinnumarkaðarins og aðra hlut- aðcigandi aðila. í Reykjavík mun atvinnuleitin verða sameinuð þeirri deild Ráðningarstofu Reykja- víkurborgar, sem sér um málefni öryrkja. Aðgengi fatlaðra á vinnustöðum Svæðisstjórnir eiga að hafa cftirlit mcð, að 349 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.