Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Síða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Síða 42
að vcra þannig, að ökumanni fmnist hagkvæmt að aka á stofnbraut óslitið, þar til hann er kominn sem næst leiðarenda sínum, jafnvel þótt finna megi aðra leið, sem sé eitthvað styttri en stofnbrautin. Sé ekki svo, er líklegt, að legu eða gerð stofnbrautar sé ábótavant. Stofnbrautir munu skipta byggðinni í bæjarhluta. í hverjum möskva stofnbrautanetsins eru tengi- brautir, sem tengja umferð bæjarhlutans við stofn- brautanetið eða nærliggjandi bæjarhluta. Tengi- brautir skipta möskvum stofnbrautanetsins á þann hátt, að ef litið er á stofnbrautir og tengibrautir til samans, kemur í ljós nýtt net með smærri möskvum en áður. Tengibrautir verða það miklir vegir, að einnig þær munu skipta byggðinni greinilega. Safnbrautir skipta nú möskvum tengibrautanets- ins í enn smærri möskva. Húsagötur eru loks tengd- ar við safnbrautirnar. Til þess að ílokkun veganna verði raunhæf, þarf hún að eiga sér stoð í því, hvernig vegum er skipað í veganetinu. Á stofnbrautum á að vera langt á milli vegamóta. Af öðrum vegum ættu aðeins tengi- brautir að vera tengdar við stofnbrautanetið. Á tengibrautum á að vera alllangt á milli vegamóta, en þó skemmra en á stofnbrautum. Við tengibrautir eru því einungis safnbrautir tengdar og við safn- brautirnar loks allar húsagöturnar. Á safnbrautum verður því víða skammt milli vegamóta. Með slíkri skipan er þó ekki allt fengið. Hver vegur verður sjálfur að vera þannig úr garði gerður, að hann valdi því hlutverki, sem af legu hans í kerfinu leiðir. Að öðrum kosti skapast öngvegi og umferðarhættur, og menn fást ekki til að nota vega- kerfið eins og til er ætlazt. Við umferðarbrautir eiga því t.d. ekki að vera verzlanir, sýningar eða auglýs- ingar, sem draga að sér athygli og valda um- ferðarhættu. Eins má segja, að vegur eigi ekki að vera greiðfærari en staða hans í kerfinu segir til um, svo að hann fari ekki að draga til sín umferð, scm þar er óæskileg. Þessi verkaskipting leiðir til þess, að samband verður milli þess, hve langur vegur er og í hvaða flokki hann verður. Að öðru jöfnu er tilhneiging til að aka hraðar á löngum vegi en stuttum. Með lengd vegar má því frá upphafi hafa áhrif á, hve hratt 360 hann verður ekinn. Þau áhrif eru miklu virkari en umferðarmerki um hámarkshraða og í reynd bezta ráðið til að stjórna almennum ökuhraða. Húsagötur eiga að vera stuttar. Safnbrautir mega vera lengri, en þó ekki langar, því að blönduð umferð á þeim og þétt gatnamót gefa ekki tilefni til mikils ökuhraða. Tengibrautir eiga að vera lengri að jafnaði en safnbrautir, en stofnbrautir eru yfir- leitt langir vegir. Með þessu verður auðveldara en ella að koma við ráðstöfunum gegn umferðarslys- um, og sjálfflokkun veganna eftir hlutverki markar ákveðið spor í þá átt. Greiðfærni og leiðaval Sú tilhögun, sem hér er lýst, leiðir til ákveðinnar aðferðar til að velja akstursleið milli staða. í venju- legu gatnakerfi er að jafnaði um nokkrar leiðir að velja. í flokkuðu gatnakerfi á aftur á móti oftást að vera ljóst, hvaða leið er hentugust. Þar er eðlilegt, að ökumaður leiti hið fyrsta til þeirrar götu í efsta flokki, sem liggur að erindisstað hans, en á hinn bóginn leyfir flokkað gatnakerfi alls ekki, að notaðar séu einkum minni háttar götur fyrir langan akstur. Ef aka á langa leið, verða gatnaflokkarnir notaðir hver á eftir öðrum. Okumaður ekur fyrst af bif- reiðastæði út á húsagötu. Þar er aðeins tilefni til að aka hægt, því gatan er stutt, og brátt kemur hann á safnbraut, umferðargötu í bæjarhverfinu. Þar getur hann aukið hraðann nokkuð. Skömmu síðar kemur hann á tengibraut, sem er aðalbraut gagnvart safn- brautinni. Á tengibrautinni á hann að geta ekið cnn hraðar, unz hann kemur að stofnbraut. En síðan kemst hann mestan hluta leiðar sinnar á tiltölulega miklum hraða. Þegar ökumaður nálgast ákvörð- unarstað sinn, verður hann að finna heppilegustu tengibrautina, síðan safnbraut, og loks staðnæmist hann á bifreiðastæði við húsagötu. Hann hefur þá minnkað ökuhraðann í hvert sinn, er hann kom á nýja götu í lægri flokki. Hverjum manni hlýtur að fmnast, að þetta sé eðlilegur gangur ferðarinnar. Með þessu aðhæfist ökumaður bezt þeim hraða, sem hentar á hverjum vegi, en það er eitt af meginatriðum til að draga úr hættu á umferðarslysum. Kunnugt er, hve aðlögun getur verið erfið, þegar ekið hefur verið hratt á SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.