Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Síða 17
eldi á risarækju á Bakka í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur.
Fiskeldi Eyjafjarðar rekur stöð fyrir lúðueldi í Þorlákshöfn og
mannvirki einnar eldisstöðvar standa ónotuð. Ólafur Áki segir
sárt að horfa upp á þessi mannvirki ónotuð og verðugt verkefni
væri að finna starfsemi sem gæti nýtt þau til frambúðar.
Ráðhús með fullkominni ráðstefnuaðstöðu
Atvinnulífið í Þorlákshöfn einkennist annars vegar af útvegsstarf-
semi og hins vegar af þjónustu. Nokkur meðalstór útvegsfyrirtæki
eru staðsett þar, einnig höfuðstöðvar sveitarfélagsins, grunnskóli,
leikskóli, bankaútibú, heilsugæsla og pósthús svo nokkuð sé
nefnt. Ölfusingar hafa byggt upp myndarlegt ráðhús sem var
formlega tekið í notkun í maí í fyrra. Þar er meðal annars að
finna skrifstofu sveitarfélagsins, bóksafn þess og útibú frá Lands-
banka íslands. 1 húsinu er funda- og ráðstefnusalur sem tekur allt
að 300 manns í sæti auk minni salar sem sveitarstjórnin notar
meðal annars til reglulegra bæjarstjórnarfunda. Ólafur Áki segir
húsið henta mjög vel til funda- og ráðstefnuhalds en það hafi
ekki verið markaðssett að því leyti enn sem komið er. Hins vegar
verði að huga að því hvaða möguleikar séu fyrir hendi til þess að
veita slíka þjónustu. Engin gistiaðstaða er í Þorlákshöfn og segir
Ólafur Áki það geta skapað vanda þegar ráðstefnuþjónusta sé
annars vegar. Gistingu sé þó að finna á nokkrum stöðum í Ölfus-
inu. Hins vegar sé Þorlákshöfn svo skammt frá höfuðborgarsvæð-
inu að mjög auðvelt sé að sækja fundi og ráðstefnur þangað, ekki
síst þegar um eins dags fundarhöld sé að ræða.
Miklir möguleikar í landrýminu
Sveitarfélagið Ölfus er landmikið sveitarfélag og segir sveitarstjór-
inn að í því felist ýmsir kostir, bæði hvað varðar íbúðabyggð og
einnig landrými fyrir iðnað og aðra atvinnustarfsemi. Með þeim
hafnarframkvæmdum sem standa yfir stóraukist möguleikar til
þess að byggja upp iðnfyrirtæki og sé til þess hugsað við gerð nýs
aðalskipulags er taki til alls sveitarfélagsins. Þar sé ekki síst verið
að hugsa til þeirra möguleika sem orkuöflun á Suðurlandi gefur,
auk hafnaraðstöðunnar sjálfrar.
Um 50 íbúðir á teikniborðinu
En íbúar Ölfussins horfa ekki aðeins til eflingar atvinnulífs og
uppbyggingar nýrra atvinnugreina heldur einnig að skapa fólki
aðstöðu til að koma sér upp heimilum í sveitarfélaginu. Nú er að
hefjast bygging nýs íbúðahverfis í Þorlákshöfn þar sem ætlunin er
að byggja allt að 50 íbúðir í einbýlishúsum, parhúsum og ráðhús-
um. „Við höfum orðið vör við
áhuga fólks á að setjast hér að
og með þessu viljum við gefa
fólki tækifæri á að koma hing-
að og skapa sér heimili til
frambúðar," segir Ólafur Áki.
Hann segir ætlunina að mark-
aðssetja Þorlákshöfn sem ró-
legt búsvæði fyrir fjölskyldu-
fólk í nálægð við atvinnustarfsemi þar sem höfuðborgarsvæðið sé
ekki undanskilið.
Suðurstrandarvegur breytir miklu
í framhaldi af því berst bygging Suðurstrandarvegar í tal. Sunn-
lendingar hafa lagt mikla áherslu á að fá veginn frá Þorlákshöfn
um Selvog og Krísuvík til Grindavíkur byggðan upp og tengdan
við Reykjanesbrautina. Miklar vonir eru bundnar við að samein-
ing Suðurlands og Reykjaness í eitt kjördæmi muni verða til þess
að flýta þessari vegagerð sem vart hefur komist á dagskrá fyrr en
nú þrátt fyrir augljósa kosti. Undirbúningur að byggingu vegarins
er hafinn og hann mun breyta miklu um samgöngur Sunnlend-
Góð aðstaða er til netnotkunar í bókasafni Sveitarfélagsins Úlfuss, sem er til
húsa í Ráðhúsi þess í Þorlákshöfn.
inga við höfuðborgarsvæðið og einnig flugvallarsvæðið á Reykja-
nesi. Ólafur Áki tekur undir þau sjónarmið af fullum þunga.
„Suðurstrandarvegurinn eykur möguleika á að flytja ferskar sjáv-
arafurðir beint á erlenda markaði með flugi og hann mun einnig
tryggja fólki héðan af svæðinu betri og tryggari samgöngur - ekki
síst því fólki sem kýs að stunda vinnu á höfuðborgarsvæðinu eða
á Reykjanesi. Möguleikar aukast einnig á því að fá ferðahópa
beint á Suðurland úr flugi til Keflavíkur," segir Ólafur Áki.
Virkar tæknin aðeins í aðra áttina?
Talið berst að möguleikum tækninnar og fjarvinnslu af ýmsum
toga sem hentað gæti til atvinnusköpunar á landsbyggðinni. Ólaf-
ur Áki kveðst ekki skilja tregðu
margra forstöðumanna opin-
berra stofnana á höfuðborgar-
svæðinu að láta vinna ýmis
verkefni úti á landi hvort sem
er með því að opna útibú eða
starfsstöðvar viðkomandi stofn-
ana eða kaupa þjónustu af fyr-
irtækjum heimamanna. Það sé eins og þeir haldi að tæknin virki
bara í aðra áttina. Hann bendir á að verið sé að byggja yfir opin-
berar stofnanir á mjög dýrum lóðum í Reykjavík þar sem hver
Ætlunin er að rækta hör á allt að 450 hekturum
lands í framtíðinni og gert er ráð fyrir að fá
þannig um þrjú þúsund tonn af hráefni til fram-
leiðslunnar.
17