Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 5

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 5
Forystugrein Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og mik- ilvægi hans fyrir sveitarfélögin hafa vaxið mikið á undanförnum árum. í byrjun níunda áratugarins voru úthlutanir hans að jafnaði um 2,5 milljarðar króna á ári á verðlagi árs- ins 2003. í ár er gert ráð fyrir að sjóðurinn greiði sveitarfélögunum á einn eða annan hátt yfir 10 milljarða króna. Tilvist Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er for- senda þess að öll sveitarfélög í landinu geti uppfyllt lagalegar skyldur sínar gagnvart íbú- unum. Rekstrargrundvöllur allmargra sveitar- félaga er kominn undir greiðslum úr Jöfnun- arsjóði sveitarfélaga, sem sést af því að all- nokkur sveitarfélög fá meira fjármagn úr jöfnunarsjóðnum en þau fá sem tekjur úr mikilvægustu skattstofnum sínum, útsvari og fasteignaskatti. Tekjujöfnunarframlög sjóðsins draga úr þeim mismun sem er á tekjustofnum sveitar- félaga og útgjaldajöfnunarframlög draga úr þeim mismun sem er á kostnaðarstigi ein- stakra sveitarfélaga. Þó verður að hafa í huga að fullri jöfnun verður aldrei náð í af- komu sveitarfélaga, enda heldur ekki til þess ætlast. Jöfnunarsjóðurinn er fyrst og fremst öryggisnet fyrir sveitarfélögin þannig að tryggt sé að þau geti sinnt lögbundinni starf- semi gagnvart íbúum sveitarfélagsins. Þegar grunnskólinn var fluttur til sveitar- félaganna árið 1996 jókst þýðing jöfnunar- sjóðsins fyrir sveitarfélcfgin í landinu með til- vísan til reksturs grunnskólans. Tilvist hans er forsenda þess að hægt sé að flytja verk- efni frá ríki til sveitarfélaga í einhverjum mæli, efla sveitarstjórnarstigið og færa ábyrgð og framkvæmd nærþjónustunnar nær íbúum landsins. Það rennir styrkari stoðum undir lýðræðið í landinu og bætir búsetu- skilyrði. Sveitarfélögin greiða öll 0,77 prósentu af útsvarstekjum sínum til jöfnunarsjóðsins. Þannig eru greiðslur sveitarfélaganna til jöfnunarsjóðsins hlutfallslega jafnþungar, óháð efnahag sveitarfélaganna. Þar til við- bótar fær jöfnunarsjóðurinn ákveðið hlutfall af öllum beinum og óbeinum skatttekjum rfkissjóðs og ákveðið hlutfall af staðgreiðslu- stofni ríkisins frá næstliðnu ári. Með þessu fyrirkomulagi eru íslensk sveitarfélög laus við þann innri ágreining milli sveitarfélaga sem er fyrir hendi annars staðar á Norður- löndunum þar sem um mikla innri tilfærslu er að ræða milli sveitarfélaga. Þar byggist jöfnunarkerfi sveitarfélaga í grófum dráttum á því að fjármunir eru fluttir frá betur stæð- um sveitarfélögum til hinna sem eru lakar sett. Við þá endurskoðun á jöfnunarsjóðnum, sem fór fram á síðastliðnu ári, var skerpt enn frekar á því að sjóðurinn skyldi vera öryggis- net fyrir sveitarfélögin en ætti ekki að út- deila fjármagni til sveitarfélaganna að miklu leyti óháð fjárhagslegri stöðu þeirra. Þess vegna lækka greiðslur á þessu ári til margra tekjuhærri sveitarfélaga þar sem samstaða var um að meiri þörf væri fyrir þetta fjár- magn hjá öðrum sveitarfélögum. Þar að auki er úthlutunarfé sjóðsins mörg hundruð millj- ónum króna minna á þessu ári en síðustu ár. Á sama tíma og þessar breytingar eiga sér stað hafa tekjustofnar margra sveitarfélaga verið að skerðast af ýmsum ástæðum en út- gjöld að aukast umfram áætlanir í nokkrum málaflokkum, meðal annars ýmsum þáttum umhverfismála og vegna þátttöku sveitarfé- laga í greiðslu húsaleigubóta. Mörg sveitarfélög hafa fundið harkalega fyrir því að minna fjármagn er til úthlutunar í ár en síðustu ár en á árunum 1999-2001 kom sérstakt viðbótarframlag að upphæð 700 m. kr. hvert ár og árið 2002 voru fram- lögin aukin um 500 m. kr. af eigin fé sjóðs- ins. Með vísan til afar erfiðrar fjárhagsstöðu margra sveitarfélaga hefur í viðræðum sam- bandsins við fjármála- og félagsmálaráð- herra verið lögð mikil áhersla á að viðbótar- framlög komi í jöfnunarsjóðinn á árunum 2003 og 2004 á meðan heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga stendur yfir, þannig að sveitarfélögin geti hér eftir sem hingað til sinnt lögbundnum skyldum sínum með eðlilegum hætti. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Útgefandi: Samband íslenskra sveitarfélaga Háaleitisbraut 11-13 • 108 Reykjavík • Sími: 515 4900 samband@samband.is • www.samband.is Ritstjórar: Magnús Karel Hannesson (ábm.) ■ magnus@samband.is BragiV. Bergmann • bragi@fremri.is Ritstjórn: Fremri kynningarþjónusta • Furuvölium 13 ■ 600 Akureyri Sími 461 3666 • fremri@fremri.is Blaðamenn: Þórður Ingimarsson • thord@itn.is Haraldur Ingólfsson • haraldur@fremri.is Auglýsingar: P. J. Markaðs- og auglýsingaþjónusta Símar: 566 8262 & 861 8262 ■ pj@pj.is Umbrot og prentun: Alprent • Glerárgötu 24 • 600 Akureyri Sími 462 2844 • alprent@alprent.is Dreifing: íslandspóstur Forsíban: Austfirsk fegurð. Myndina tók Magnús Karel Hannesson í Vöðlavík. Tímaritið Sveitarstjórnarmál kemur út mánaðarlega, að undanskildum júlí- og ágústmánuði. • Áskriftarsíminn er 461 3666. 5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.