Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 22
Viðtal nánaðarins Verka- og tekjuskiptingin verður að liggja fyrir Kristján Ólafsson á Dalvík hefur átt sæti í sveitarstjórn í 14 ár. Fyrst í bæjarstjórn Dalvíkurbæjar frá 1986 til 1994 og síðan Dalvíkurbyggðar frá 1998. Hann segir að ákveðnar hugmyndir um verka- og tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga verði að liggja fyrir áður en kosið verður um frekari sam- einingu sveitarfélaganna. „Ég er búinn að vera alltof lengi í þessu," sagði Kristján Ólafsson, þjónustustjóri VÍS á Dalvík og bæjarfuIItrúi f Dalvíkurbyggð, líklega fremur í gamni en alvöru þegar hann var inntur eftir því hversu lengi hann hefur starfað að sveitarstjórnarmálum. Hann kvaðst vera félagslyndur að eðlisfari, hafa gaman af að umgangast fólk og trú- lega megi rekja áhugann á sveitarstjórnar- málum að einhverju leyti til þess. En einnig til viljans til að berjast fyrir byggð- arlagið og reyna að láta eitthvað gott af sér leiða. Kristján segir nauðsynlegt fyrir sveitarstjórnarmann að vera í góðu sam- bandi við íbúana og hlusta á það sem þeir hafa fram að færa er varðar þjónustu og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Pólitísk sjónarmið megi ekki verða of ráðandi. I litlu samfélagi eins og Dalvíkurbyggð sé hún mönnum sjaldan til trafala, helst þó þegar líði að kosningum. Þá fari menn að- eins að skerpa röddina og láta vita af því í hvaða flokki þeir séu. Góð þjónusta og öflugt félagslíf Kristján segir að margt hafi breyst og ýmsu hafi verið áorkað á þeim tíma sem hann á að baki í sveitarstjórnarmálum í Dalvíkur- bæ og síðar í Dalvíkurbyggð. Öll þjónusta hafi verið efld, íbúar Dalvíkurbyggðar búi við góðan skóla og góða heilsugæslu, lok- ið sé við byggingu sundlaugar og stefnt að byggingu íþróttahúss á næstunni. Þá hafi umtalsverðar framkvæmdir verið unnar á gatnakerfi þéttbýliskjarnanna í Dalvíkurbyggð; Dalvík, Litla- Árskógssandi og Hauganesi þar sem allar götur hafi nú ver- ið lagðar bundnu slitlagi. Hann segir einnig mjög öflugt menningarlíf í Dalvíkurbyggð enda margir hæfir einstakling- ar á því sviði búsettir á Dalvík og í ná- grenni. Sem dæmi um gróskuna í menn- ingarlífinu nefnir hann að sex kórar starfi í sveitarfélaginu er hljóti að verða að teljast Kristján Ólafsson er mikill safnari og er söfnunar- starf hans meðal annars grunnur að öflugu byggðasafni í Hvoli í Dalvíkurbyggð. Kristján hef- ur einnig fengist við söfnun bóka og á nú orðið um 10 þúsund bókatitla auk nærri fimm þúsund- um tfmaritatitla. Hér er Kristján staddur í bóka- safninu á jarðhæð íbúðarhúss hans á Dalvík. nær einsdæmi í ekki stærra samfélagi. Þá megi nefna ölfugt starf á meðal eldri borg- ara og einnig heimilismanna á dvalar- heimilinu Dalbæ sem meðal annars urðu víðkunnir fyrir glöggar veðurspár sínar sem Ríkisútvarpið og fleiri fjölmiðlar kepptust um að birta. Hluti viðtalsins við Kristján Ólafsson var raunar tekinn á göngu um byggingu Dalbæjar með við- komu í hýbýlum heimilismanna. Hvergi fór á milli mála að vel er búið að fólki og félagslíf er gott. Á vinnustofu Dalbæjar sátu konur og unnu að jólaföndri þótt enn væri október og Jóhann Daníelsson, fyrr- um kennari, söngvari og hestamaður, sat við orgelið í setustofunni, lék undir og stýrði fjöldasöng heimilsfólks og einstakra gesta á föstudagseftirmiðdegi. Um 20 þúsund manns á fjölskyldudegi Atvinnuástandið í Dalvíkurbyggð hefur tæpast verið betra um langan tíma en á þessu ári, að sögn Kristjáns. „Ég er búinn að búa hér í rúm 30 ár og tel mig geta fullyrt að atvinnuástandið hefur ekki verið betra í aðra tíð. Rekstur fyrirtækja, bæði stærri og smærri, virðist ganga vel. Minni fyrirtækjunum hefur ekki blætt út þótt stór atvinnurekandi hafi komið á staðinn." Þar á Kristján við útvegsfyrirtækið Samherja sem rekur stóra fiskverkun í Dalvíkur- byggð auk þess sem minni fiskvinnslufyrir- tæki og fiskmarkaður starfa þar einnig og skapa umtalsverða atvinnu. „Útvegsfyrir- tækin í Dalvíkurbyggð hafa staðið saman að því að bjóða öllum landsmönnum í mat einn dag á ári á undanförnum árum. Það er á Fiskideginum mikla sem orðinn er árlegur viðburður á Dalvík líkt og síldarævintýrið á Siglufirði og ýmsir við- burðir sem byggðir og byggðarlög nota til þess sem vekja athygli á sér, sögu sinni og þeim störfum sem þar eru unnin. Ég tel að þessi fyrirtæki, bæði stærri og smærri, hafi lagt mikið af mörkum til að þessi fjölskyldudagur, sem um 20 þúsund manns sóttu á liðnu sumri, gæti orðið að veruleika." Kristján segir rekstur fyrir- tækja hafa gengið mjög vel þegar á heildina er litið þótt alltaf geti verið um einhverjar undantekn- ingar að ræða. „Við höfum verið heppin með atvinnurekstur að því leyti að hæfir stjórnendur hafa valist að fyrirtækjum en „Að ætla að kjósa um sameiningu sveitarfélaga án þess að vinna heimavinnuna, og þá á ég bæði við sveitarstjórnir og ríkisvaldið, er ekkert annað en sóun á fjármunum og tíma." 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.