Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 23
sveitarfélagið sem slíkt hefur aftur á
móti reynt að rækja þá skyldu að búa
þannig að atvinnuumhverfinu að hægt
sé að reka fyrirtæki með sómasamleg-
um hætti. Af þeim sökum hefur Dalvík-
urbyggð komið að ýmsum fyrirtækjum
og lagt fram tímabundið hlutafé til þess
að efla atvinnulffið þótt það sé ekki til-
gangur sveitarfélaga að standa f al-
mennum atvinnurekstri. Ég lít hins veg-
ar svo á svo á að með því séum við að
skapa umhverfi og reyna að standa við
bakið á þeim sem vilja efna til atvinnu-
sköpunar og atvinnulífs."
Verður að vinna
heimavinnuna fyrst
Kristján hefur átt sæti í sveitarstjórnum
tveggja sveitarfélaga; Dalvíkurbæjar og
Dalvíkurbyggðar, en það síðarnefnda
var myndað með sameiningu þriggja
eldri sveitarfélaga við norðanverðan
Eyjafjörð. Kristján var inntur eftir tildrög-
um sameiningarinnar og þeirri reynslu
sem fengist hefur af henni. „Á árinu 1997
hófust viðræður milli Dalvíkurbæjar, Ár-
skógsstrandarhrepps, Svarfaðardalshrepps,
Hríseyjarhrepps og Ólafsfjarðarbæjar um
að sameina þessi fimm sveitarfélög í eitt.
Því miður drógu Ólafsfirðingar sig fljót-
lega út úr viðræðunum og kusu að halda
sér fyrir utan málið. Fulltrúar hinna sveit-
arfélaganna fjögurra héldu viðræðunum
hins vegar áfram sem leiddi til þess að
kosið var um sameiningu þeirra. Hrísey-
ingar felldu sameininguna þannig að
kosningin var endurtekin á meðal íbúa
hinna þriggja sem eftir voru. Sú sameining
var samþykkt með miklum meirihluta íbú-
anna og Dalvíkurbyggð varð til á þeim
grunni." Kristján kveðst þess fullviss um
að núverandi eining sé mun sterkari en á
meðan gömlu sveitarfélögin voru rekin
hvert í sínu lagi. „Við höfum meira bol-
magn til að halda rekstrarkostnaði niðri og
einnig til framkvæmda á veg-
um sveitarfélagsins. Hvað
varðar frekari sameiningu nú á
árinu 2003 þá er mikill þrýst-
ingur frá stjórnvöldum um að
fækka sveitarfélögum í land-
inu. Það gengur hins vegar
ekki að krafan um fækkun
þeirra komi ofan frá með skipunum um að
sameina eigi þessi og hin sveitarfélögin;
að stjórnvöld búi til landakort sem fara
eigi eftir við sameininguna. Það gengur
Að undanförnu hefur Kristján fengist viö söfnun gamalla bú-
véla og á oröiö hátt í 50 tæki þótt þau séu í misjöfnu
ástandi. Hér stendur hann viö dreifara sem smföaöur var á
Akureyri fyrir miÖbik síöustu aldar til þess aö dreifa hús-
dýraáburði. Dreifarinn er þeirrar einstöku geröar þeirra tfma
aö geta bæöi fyllt sig og losaö.
ekki upp í hugum fólksins til þess að það
taki jákvæða afstöðu til mála. Ef menn
ætla að sameina sveitarfélög þá verður að
byrja á heimavinnunni. Fyrst verður að
gera sér grein fyrir því hvernig hin nýju
sveitarfélög eiga að líta út og skýra það
fyrir íbúunum. Ef það verður ekki gert má
að mínu mati gleyma öllum sameiningar-
áformum, hversu slæmt sem það annars
kann að verða."
Eyjafjörð í eitt sveitarfélag
Kristján segir að nú séu hafnar samein-
ingarviðræður á milli kaupstaðanna fjög-
urra á Eyjafjarðarsvæðinu en eins og mál-
in standa f dag séu Ólafsfirðingar ekki til-
búnir í verk af þessum toga. „Ég vona
engu að síður að þeir eigi eftir að sjá sig
um hönd vegna þess að ef við eigum að
ganga til frekari sameininga sveitarfélaga á
Eyjafjarðarsvæðinu þá eigum við að sam-
eina allt svæðið, öll sveitarfélögin í eitt
sveitarfélag. En í því sambandi vil ég ít-
„Frágangurinn má ekki verða svo losaralegur að
einhverjir misvitrir embættismenn í ráðuneytum
geti breytt þeim reglum sem fara á eftir, kannski
með engum fyrirvara og sveitarfélögunum í óhag.
reka að leggja verður mikla vinnu í undir-
búning sameiningar, bæði hér við Eyja-
fjörð og einnig annars staðar. Það kostar
mikið starf að undirbúa stofnun hvers og
eins nýs sveitarfélgs og það starf þarf að
vinna eigi árangur að nást."
Fjármunir verða að fylgja
Kristján segir að við undirbúning að
sameiningu sveitarfélaga verið hlutverk
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að liggja fyr-
ir og hvert það eigi að vera í sameining-
arferlinu. „Ef það verður ekki gert og
við fáum ekki skýr svör um það af hálfu
yfirvalda þá verður ekki hægt að kynna
málin fyrir þeim sem eiga að taka
ákvörðun um sameininguna í atkvæða-
greiðslu. Mörkin á milli ríkis og sveitar-
félaga þurfa að vera skýr. Það þýðir ekk-
ert að vera sífellt að ræða um flutning
verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna
nema að þeim verði tryggðir fjármunir
til þess að standa sómasamlega að
þeim. Við getum ekki haldið uppi þeirri
þjónustu við íbúana sem okkur ber og
mun bera með fjölbreyttari verkefnum
nema tekjugrundvöllurinn sé tryggður.
Verkefnum og útgjöldum verður ekki
endalaust velt yfir á sveitarfélögin án þess
að þau hafi tök á að afla tekna á móti.
Það verður líka að búa svo um hnútana
að sú verka- og tekjuskipting sem kann að
verða ákveðin standist og að farið verði
eftir henni. Frágangurinn má ekki verða
svo losaralegur að einhverjir misvitrir
embættismenn í ráðuneytum geti breytt
þeim reglum sem fara á eftir, kannski með
engum fyrirvara og sveitarfélögunum í
óhag. Því erum við sveitarstjórnarmenn sí-
fellt að hamra á að tekjuskipting ríkis og
sveitarfélaganna verði endurskoðuð og
þau óljósu mörk, sem sums staðar er að
finna verði gerð skýrari. Að mínu mati er
það alger nauðsyn þess að hægt verði að
kynna sameiningaráformin og fá fólk til
þess að líta kosti stærri og öflugri sveitarfé-
laga jákvæðum augum. Þegar sameiningar-
kosningarnar fóru fram hér í Dalvíkurbyggð
1998 skýrðum við nákvæmlega út fyrir
fólki hvernig málunum yrði
háttað áður en gengið var til
kosninganna. Við höfum líka
staðið við það sem við sögð-
um. Þess vegna held ég að góð
sátt hafi orðið um þessa sam-
einingu. Að ætla að kjósa um
sameiningu sveitarfélaga án
þess að vinna heimavinnuna, og þá á ég
bæði við sveitarstjórnir og ríkisvaldið, er
ekkert annað en sóun á fjármunum og
tíma," segir Kristján Ólafsson að lokum.
23