Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Page 30

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Page 30
Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga Ógerlegt að fylgja lagaákvæðum um gjaldskrá Niðurnjörvaðar gjaldtökuheimildir hafna og skilningsskortur útvegsmanna á þörfum þeirra fyrir eðlilegar rekstrartekjur voru meðal annars til umræðu á hafnasarmbandsfundi á dögunum. Fyrsti ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga var haldinn f lok októ- ber. Á Hafnasambandsþingi á Akra- nesi í október á síðasta ári var sú breyting gerð á lögum að hafna- sambandsþing skuli haldið annað hvert ár en ársfundir árið á móti. Ástæður þessara breytinga eru meðal annars þær að með tilkomu ársfundanna gefst starfsmönnum hafna tækifæri til þess að koma saman og ræða málefni hafnastarf- seminnar en hafnasambandsþingin eru fremur ætluð stjórnendum þeirra. Hafnasambandsfundirnir eru ekki ákvörðunarbærir samkvæmt lögum hafnasambandsins en geta engu að síður beint ályktunum til stjórnar þess. Handónýt lagaákvæði í setningarræðu sinni ræddi Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafna- sambandsins, nokkuð um hin nýju hafnalög er tóku gildi á liðnu sumri. Hann sagði að meginfor- senda þess að ríkið drægi sig að verulegu leyti út úr fjármögnun hafnarmannvirkja hafa verið að aflagjöld yrðu hækkuð verulega þannig að sjávarútvegurinn færi að greiða eðlilegt gjald fyrir afnot af hafnarmannvirkjum. Almennt hafi verið talið að tvöfalda yrði aflagjaldið, hækka það úr 1% í allt að 2%. Einnig hafi verið gengið út frá því við gerð hafnalaganna að gjald- takan endurspeglaði kostnað við þá þjónustu sem hafnirnar veita. Árni sagði að í lögunum væru gjaldtökuheimiIdir hins vegar njörvaðar niður og rétt að minna á að hafnasambandið og Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefðu gert mjög alvarlegar athugasemdir við það atriði þegar frumvarpið var til meðferðar í samgönguráðuneytinu og samgöngunefnd orðnar bjagaðar. Vermirinn sé skammgóður og þegar upp verði staðið muni allar hafnir tapa á þessum leik. Árni kvaðst ekki vilja áfellast samgönguráðuneytið en telja að það hafi viðurkennt þenn- an ágalla á hafnarlögunum í verki með ákvörðun um tímabundna gjaldskrá. Hann sagði ógerlegt að fylgja lagaákvæðum hafnalaganna er varða gjaldskrá hafna og því hafi stjórn hafnasambandsins óskað eft- ir því í viðræðum við samgöngu- ráðherra að endurskoðun þeirra verði þegar í stað hafin í samræmi við ákvæði til bráðabirgða er kveði á um endurskoðun innan þriggja ára. Arfur liðins tíma Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að ein af ástæðum fyrir breyttri skipan hafnamála hafi verið krafa samkeppnisyfirvalda um að gjaldskrár hafna væru ekki sam- ræmdar heldur tæki hver höfn sjálfstæða ákvörðun um sína gjald- skrá. Þessi lög feli því í sér miklar breytingar fyrir íslenskar hafnir og ekki nema hluti þeirra breytinga sé kominn fram. Miklar hræringar hafi orðið í gjaldskrármálum og margar hafnir hafi breytt gjaldskrám oftar en einu sinni frá gildistöku laganna. Viðskiptavinir hafnanna eða samtök þeirra hafi sýnt höfnunum mikið að- hald þótt gengið hafi á ýmsu. Menn séu þó farnir að tala saman um þessi gjöld, sem ekki hafi verið gert áður, og það hljóti að vera af hinu góða. Deilur um gjaldtöku hafnanna hafi hins vegar valdið sér miklum áhyggjum og kröfur útgerða og skipafélaga bendi til þess að takmark- aður skilningur sé þar á bæjum gagnvart hagsmunum hafnanna og þörf þeirra fyrir Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnasambands sveitarfélaga, sagði samkeppnisforsendur hafna bjagaðar ! tengslum við aflagjald. Alþingis. Illu heilli hafi ekki verið hlustað á þau viðvörunarorð og nú sé komið á daginn að lagaákvæði um gjaldskrá hafna Árni Þór Sigurðsson sagði að illu heilli hafi ekki verið hlustað á viðvörunarorð og nú sé komið á daginn að lagaákvæði um gjaldskrá hafna séu í mörgum tilvikum handónýt. séu f mörgum tilvikum handónýt. Stöku hafnir og raunar þær sem síst skyldi hafi átt frumkvæði að því að keyra aflagjaldið niður. Því séu samkeppnisforsendurnar 30

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.