Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 32
Aðalfundir landshlutasamtaka sveitarfélaga Samræmi verði á milli verkefna og tekna Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) telur mikilvægt að samræmi verði á milli verkefna og tekna sveitarfélaganna og einnig að allur rekstur framhaldsskólans verði kostaður af ríkinu. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ítrekaði þá stefnumörkun landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga að tekjustofnar sveitarfélaga skuli vera í samræmi við verkefni þeirra og lögbundnar skyldur. Aðalfundurinn lagði áherslu á að tekju- stofnarnir verði í samræmi við lögskyld og venjubundin verkefni sveitarfélaga og að reglur um fjárhagsleg samskipti ríkis og sveit- byggingar framhaldsskóla. Með öðrum orðum að skýr lína verði dregin á milli kostnaðar við rekstur grunn- og framhaldsskóla þar sem sveitarfélögin annist uppbyggingu og rekstur grunnskólans en ríkið sjái um framhaldsskólastigið. Talsverðar umræður urðu á aðalfundinum um almenningssam- göngur í þéttbýli og þann kostnað sem sveitarfélögin verða að bera þeirra vegna. Cagnrýni kom fram á skipulag þeirra á höfuðborgarsvæðinu og því haldið fram að það þjónaði ekki þörfum almennings. Einnig kom fram í umræðum að unnið væri að nýju heildarskipulagi þeirra á vegum Strætó bs. Aðalfundurinn ályktaði að allir skattar sem ríkið innheimtir af almenningssamgöngum íþéttbýli verði felldir niður. Aðalfundurinn ályktaði einnig um að undanþágur frá greiðslu fasteigna- skatta verði afnumdar að mestu og að sveit- arfélögunum verði bættur sá tekjumissir er þau verða fyrir vegna breytinga úr einka- rekstri yfir í einkahlutafélög sem greiða mun lægra skattahlutfall en einstaklingar þótt þeir hafi rekstur með höndum á eigin kennitölum. f ályktuninni er lagt til að sveit- arfélögum verði bættur mikill kostnaðarauki vegna fráveitumála sem hlýst af nýjum reglugerðum um meðhöndlun úrgangs. Að lokum ályktaði aðalfundur Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um að fjár- magn til uppbyggingar stofnvegakerfis á svæðinu verði í samræmi við þær miklu þarfir sem þéttbýlið skapar og að hlutverk Vegagerðarinnar gagnvart afleiðingum sífellt aukinnar umferðar verði ótvírætt. Frá aöalfundi SSH. Fremsl á myndinni er Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í GarÖabæ, en fyrir aftan hana sitja, frá vinstri: Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi í Garöabæ, Þórólfur Árnason borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Björk Vilhelmsdóttir, Anna Kristjánsdóttir og Guörún Ebba Ólafsdóttir. arfélaga séu virtar. Fundurinn benti á að nýlega hafi verið skipuð verkefnisstjórn til að hafa með höndum yfirumsjón með störfum nefnda um átak í sameiningu sveitarfélaga, endurskoðun á tekju- stofnum sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkisins og sveitarfélag- anna. í ályktun fundarins segir að afar brýnt sé að unnið verði hratt og öll þau álitamál sem uppi eru verði tekin til meðhöndl- unar. Skýr lína á milli grunnog framhaldsskóla í ályktun aðalfundarins er lögð áhersla á nokkur atriði er snerta rekstur sveitarfélaga. Lagt er til að ríkið greiði kostnað vegna tón- listarfræðslu á framhaldsskólastigi og allan stofnkostnað vegna Hlutverk á reiki í skýrslu formanns SSH, Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogs- bæ, kom fram að landshlutasamtökin átta hafi óskað eftir því að nefnd skipuð fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og fulltrúum úr röðum formanna landshlutasamtakanna komi saman og fari yfir stöðu og samskipti þeirra. Hann sagði að með breyttri kjördæmaskipan hafi mál skipast með þeim hætti að þrjú lands- hlutasamtök sveitarfélaga starfi í sumum kjördæmum á meðan starfssvæði SSH nái til þriggja kjördæma. Við slíkar breytingar verði starfsvettvangur og hlutverk landshlutasamtakanna mjög á reiki hjá sumum þeirra og því þurfi að fara yfir öll þau mál. 32

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.