Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 34
um umhverfismat þannig að þær verði skýrari en nú. Með álykt-
un fundarins fylgdi svohljóðandi greinargerð um það mál. „Mikið
fjármagn rennur til rannsókna á mati á umhverfisáhrifum ýmissa
framkvæmda og er það vel. Hins vegar er nauðsynlegt að nýting
þess sé bæði gegnsæ og gagnleg vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda. Ákveðnar kröfur um rannsóknir hafa vakið athygli og
virðast á tíðum vera hrein skattlagning á framkvæmdir." í ályktun
fundarins kemur fram nauðsyn þess að allir vegir með yfir 100
bíla umferð á dag verði lagðir bundnu slitlagi á allra næstu árum
en aðrir vegir verði lagðir unnu malarslitlagi. Þá sé nauðsynlegt
að tryggja fjármagn til girðinga meðfram öllum þjóðvegum lands-
ins og veghaldara verði skylt að sjá um viðhald á öllum girðing-
um meðfram vegum sem hafa meiri umferð en 300 bíla á dag
miðað við sumarumferð. Auk þess ályktaði aðalfundur SSV að
leitað verði allra leiða til að lækka veggjaldið í gegnum Hval-
fjarðargöng og hvatti til þess að settur verði kraftur þá í vinnu
samgönguráðuneytisins að leita leiða til að ná því markmiði.
Fundurinn hvatti einnig til þess að lagningu Sundabrautar verði
hraðað þar sem um sé að ræða eitt meginhagsmunamál Vestur-
lands.
Reglugerð um eftirlits-
nefnd með fjármálum
sveitarfélaga breytt
Reglugerð um eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga nr.
374/2001 hefur verið breytt með reglugerð nr. 829/2003. Megin-
breytingin varðar viðmið sem eftirlitsnefndin styðst við í mati á
fjárhagsstöðu sveitarfélaga, sbr. 6. gr. reglugerðarinnar og 74. gr.
sveitarstjórnarlaga.
Einnig eru skilgreiningar í 4. gr. reglugerðarinnar lagaðar að
ákvæðum auglýsingar nr. 790/2001 um reikningsskil sveitarfé-
laga. Loks eru breytingar sem miða að því að laga ákvæði reglu-
gerðarinnar að breytingum sem gerðar voru á VI. kafla sveitar-
stjórnarlaga með lögum nr. 74/2003, þar sem kveðið er á um
skyldu sveitarstjórnar til að tilkynna eftirlitsnefnd um tilteknar
ráðstafanir varðandi fjármál sveitarfélagsins.
Breytingin var gerð í samráði við Samband íslenskra sveitarfé-
laga og hefur hún þegar tekið gildi.
Enn nýir vefir
Mikil vinna er greinilega í það lögð hjá sveitarfélögum víða um
land að búa til nýja eða endurbæta gamla vefi sveitarfélaganna
á Netinu. Allmargir nýir vefir voru taldir upp í síðasta tölublaði
Sveitarstjórnarmála og enn hefur bæst við. Reykhólahreppur og
Húnaþing vestra hafa nýlega komið á fót og opnað nýja vefi,
www.reykholar.is og www.hunathing.is, sem eru hefðbundnir
sveitarfélagavefir með upplýsingum um uppbyggingu og starf-
semi sveitarfélaganna í bland við upplýsingar um annað sem
tengist viðkomandi svæðum og fréttir af starfi sveitarfélaganna
og úr samfélaginu.
Á fundi Hafnasambands sveitarfélaga var formlega opnaður
nýr vefur sambandsins á slóðinni www.hafnasamband.is
aebók
-gVBTA»Fr>Ag. ...,
Árbók sveitarfélaga komin út
Árbók sveitarfélaga fyrir árið 2003 er
komin út. Bókin hefur að geyma ýmsar
tölulegar upplýsingar um sveitarfélögin í
landinu, meðal annars úr ársreikningum
sveitarfélaga fyrir árið 2002. Einnig eru
birtar í árbókinni upplýsingar um ýmis
önnur atriði sem varða sveitarfélögin og
rekstur þeirra sem gagnlegt er að hafa
samandregið á einum stað.
Heildarmynd af rekstri og fjárhag
sveitarfélaganna frá ári til árs hefur mikið
gildi í umræðu um stöðu og hlutverk
sveitarfélaganna í þjóðfélaginu, sem
verður sífellt umfangsmeira. Meginefni
árbókarinnar er tölfræðilegar upplýsingar
um rekstur og afkomu sveitarfélaganna
en þar er jafnframt að finna ýmsar aðrar
upplýsingar um starfssvið þeirra og verk-
efni. Árbók sveitarfélaga á því að nýtast
vel öllum þeim sem vilja glöggva sig vel
á rekstri og fjár- “**-
hag sveitarfé-
laganna og fylgjast vilja með málefnum
þeirra og viðfangsefnum.
Árbók sveitarfélaga 2003 fæst á skrifstofu
Sambands íslenskra sveitarfélaga og er
hægt að panta hana í síma 515 4900
eða með tölvupósti á netfangið
sigridur@samband. is.
Bókin kostar 2.500 krónur.
34