Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 17
þjónustubæ skipulagið unnið með þeim hætti að ekki verða byggð stærri hús þar en að þeim fylgi nægilega mörg bílastæði hvort sem þeim verður komið fyrir í bílakjöllurum eða ofanjarðar." Komist hjá sveiflum Stöðug fjölgun fólks í Hafnarfirði á undanförnum árum hefur styrkt bæjarfélagið. Lúðvík segir þó nauðsynlegt að stýra fjölgun- inni og komast hjá miklum sveiflum þannig að uppbyggingin verði sem jöfnust. „Við höfum verið heppin að því leyti að íbúa- fjölgunin hefur verið söm og jöfn á milli ára. Þannig hefur verið hægt að mæta þeim kröfum um þjónustu sem vöxtur sveitarfélags kallar eftir," segir Lúðvík og bætir við að það geti orðið sveitarfé- lögum erfitt ef miklar uppsveiflur verða á skömmum tíma. „Við njótum hins vegar góðs af því í dag að hafa átt og eiga enn mikið af góðu byggingarlandi þar sem við höfum verið að undirbúa og byggja ný hverfi, bæði í Áslandi og einnig á Völlum þar sem mik- ill hraði er á uppbyggingunni. Og nú eru að opnast nýir mögu- leikar til byggingar íbúðahúsnæðis f og við miðbæinn." Miklir og vaxandi vöruflutningar fara um Hafnarfjarðarhöfn. Hér er verið að skipa brotajárni út en brotajárnsfyrirtækið Fura er á iðnaðarsvæðinu norðan Straumsvíkur. Úr útvegs- í iðnaðar- og þjónustubæ Lúðvík segir að umtalsverðar breytingar hafi orðið á atvinnuhátt- um Hafnfirðinga á undanförnum árum og áratugum. Þessar breyt- ingar hafi ekki raskað stöðu bæjarfélagsins og þrátt fyrir nálægð- ina við stórt atvinnusvæði skeri Hafnarfjörður sig að nokkru úr. - CAPPUCCINO I laga alla vinsælustu kaf eins og á bestu kaffihúsi Kaffivélarnar mala og drykkina á augabragði i þitt eigið VIENNA Fjólbreytt urval bolla og fylgihluta SUPERIDEA /// Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 • Simar: 520 7901 & 520 7900 • www.ef.is <%> 17

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.