Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 22
Viðtal mánaðarins Uppsveitirnar þróast í eitt sveitarfélag Samgöngubætur eru víða forsendur fyrir sameiningu sveitarfélaga, segir Gunnar Þorgeirsson, sem tel- ur að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu muni þróast í eitt sveitarfélag. Gunnar Þorgeirsson á Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi var kosinn formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga á aðal- fundi þess að Laugalandi í Holtum í nóvember sl. Gunnar er borgarbarn, fæddur í Reykjavík og uppalinn þar og í Kópavogi. Hann er lærður prentari og starfaði frá unga aldri hjá fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Prent- smiðjunni Odda. Hann snéri hins vegar frá prentiðninni eftir að hafa lokið námi og hélt til Danmerkur þar sem hann hóf nám í garðyrkju og lauk prófi frá garðyrkjuskóla í Óðinsvéum árið 1985. Eftir að hann snéri heim stofnaði hann garðyrkjubýli að Ár- tanga í Grímsnesi sem hann hefur rekið síð- an. Gunnar kveðst minnast samskipta við heiðursmenn frá þeim tíma er hann starfaði í prentsmiðjunni. Þar á meðal er Unnar Stefánsson er ritstýrði Sveitarstjórnarmálum um áratugi og Grímur Engilberts, sem lengi var ritstjóri Æskunnar. „Ég hef prentað Sveit- arstjórnarmál og Grími fannst eins og að hann væri að fara upp í sveit þegar Oddi flutti upp á Ártúnshöfða," sagði Gunnar áður en hann snéri sér að málefnum sveitarstjórnar og líðandi stundar. Borgarbarn í sveitina Hann segir rétt vera að hann hafi synt á móti straumnum. Borgar- barnið hafi flutt í sveitina. Hann hafi þó ekki verið ókunnugur lífi utan borgarinnar; verið í sveit á sumrum frá bernsku; fyrst í Laug- ardalnum og síðar í Grímsnesinu þar sem hann hafi kynnst konu sinni á sveitaballi. Allt hafi stefnt að því að þau settust að fyrir austan þannig að hann hafi þurft að huga að nýjum tækifærum. Af þeim sökum hafi þau farið til Danmerkur þar sem hann hafi kynnt sér garðyrkju. Gunnar kveðst hafa um tíma íhugað að ger- ast hefðbundinn bóndi og koma sér upp kúabúi en garðyrkjan hafi orðið ofan á. „Þegar ég kom heim að skólanáminu loknu hófst ég strax handa við að byggja garðyrkjustöðina upp. Það var minn praxis í viðbót við hið bóklega nám ytra og síðan hef ég starfað við þetta." Félagsmálaf rík Gunnar segir að fljótlega eftir að hann hafi sest að í sveitinni hafi hann farið að skipta sér af félagsmálum. Hann er búinn að vera níu ár í sveitarstjórn en starfaði í nefndum á vegum sveitarfélags- ins fjögur árin þar á undan þannig að hann hefur verið viðloð- andi sveitarstjórnarmál í nær einn og hálfan áratug. Gunnar tók þátt í uppbyggingu björgunarsveitar og segir það ef til vill upphafið að því að hann gaf sig að sveitarstjórnarmálunum. Hann hefur þó ekki yfirgefið þann vettvang og starfar nú sem gjaldkeri Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. „Ég er eins konar félagsmálafrík eins og það er kallað," segir Gunnar og hlær að þessum einlæga áhuga sínum á fé- lagsmálum. Hann kveðst hafa leiðst inn á þessa braut og trúlega ekki eiga afturkvæmt af henni nema þá með því að draga sig al- veg í hlé frá félagsstörfum. „Það er einhvern veginn erfitt að minnka við sig. Það fer frek- ar á hinn veginn." Uppsveitirnar í eina sæng Gunnar var kosinn fyrsti oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps eftir sameiningu hreppanna árið 1998 og hefur verið eini oddviti sveitarfélagsins. Hann segir að trú- lega verði þetta ekki langlíft sveitarfélag. Skoðanir manna um frekari sameiningu séu eflaust nokkuð skiptar en uppsveitahrepparnir í Árnessýslu eigi margt sameiginlegt. Hann nefnir byggingafu11trúa, félagsmálafulltrúa og ferðamálafulltrúa og segir að nú sfðast hafi verið ráðinn sameiginlegur skipulagsfulltrúi til starfa fyrir sveitarfélögin í uppsveitunum. „Því er um ýmis sam- eiginleg verkefni að ræða sem tengja þessi sveitarfélög sterkum böndum," segir Gunnar og bætir við að nú sé verið að Ijúka vinnu við sameiginlega endurmenntunaráætlun fyrir uppsveitir Árnessýslu í samvinnu við Atvinnuþróunarsjóð Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands. Þannig sé samstarfið orðið mjög víð- tækt á mörgum sviðum. „Við hittumst reglulega, einu sinni í mánuði, oddvitarnir í Laugaráshéraðinu eins og við köllum þetta svæði gjarnan þar sem við ræðum öll þau mál sem við vinnum sameiginlega að. Við sjáum fyrir okkur að þróun verði í þá átt að sameina þessi fjögur sveitarfélög; Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverja- hrepp. Nafnið verður væntanlega ekki vandamál við sameining- una. Það eru svo margir þekktir staðir á þessu svæði sem hægt væri að nefna sveitarfélag eftir," segir Gunnar og orðið „Skál- holtsbyggð" hrekkur sfðan upp úr honum. „En vissulega koma mörg önnur nöfn til greina." Samgöngubætur gjörbreyta aðstöðunni íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi felldu með um einum tug atkvæða að vera með í þeirri sameiningu er lagði grunn að Blá- skógabyggð á sínum tíma. Gunnar segir meginvandann við að Cunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. 22

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.