Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 27
Næstu skref Vertu til! Fyrri hluta ársins 2004 verður aðaláhersla lögð á eftirfarandi þætti: 1. Eftirfylgd við sveitarfélög landsins í kjölfar kynningarfunda á haustmán- uöum. Verkefnisstjórar heimsækja sveitarfélög sem óska eftir því, til dæm- is til að: • Aðstoða við stefnumótun í forvarnastarfi • Halda námskeið • Benda á hugsanlegar leiðir til að efla ákveðna þætti í forvörnum • Auka samvinnu og koma á tengingu milii aðila innan sveitarfélags eða á milli sveitarfélaga og fleira 2. Þjónusta við höfuðborgarsvæðið • Frekari kynning á verkefninu á því svæði • Aðstoð við ákveðna hópa sem vinna að málefnum ungs fólks • Auka samvinnu aðila 3. Upplýsingamiðlun • Heimasíða og spjall • Póstlisti 4. Fundur á vordögum með fólki ór sem flestum sveitarfélögum • Hópur myndaður • Upplýsingamiðlun • Stefnumótun; markmið, aðferðir og færar leiðir • Reynslu deilt • Næstu skref ákveðin sameiginlega - hvað vantar helst? 5. Ráðgjöf frá verkefnisstjórum og öðrum eftir þörfum Nafngift verkefnisins, Vertu tiH, endurspeglar áhersluna á hið góða og jákvæða í lífinu; á nauðsyn þess að ungt fólk njóti lífsins án vímugjafa. Lífið er svo skemmtilegt eins og það er - því segj- um við: Vertu til! Samantekt um unglingarannsóknir Menntamálaráðuneytið hefur gefið út ritið ísienskar unglinga- rannsóknir 1991-2002. í ritinu er heimildayfirlit um rann- sóknir, tímaritsgreinar, bókakafla, bækur og skýrslur, innlend- ar og erlendar námslokaritgerðir, fyrirlestra og handrit kynnt á ráðstefnum ásamt fleiru sem skrifað hefur verið í fræðileg- um og hagnýtum tilgangi um æskulýðsmál og unglinga. Menntamálaráðuneytið og Æskulýðsráð ríkisins ákváðu að taka saman upplýsingar um rannsóknir og rit sem skrifuð hafa verið um unglinga og var Elín Þorgeirsdóttir félagsfræð- ingur fengin til að vinna verkið. Þetta er í annað sinn sem slík heimildasamantekt er gerð en fyrirmynd ritsins er bæk- lingur sem Guðríður Sigurðardóttir, Hrönn Jónsdóttir og Þór- oddur Bjarnason tóku saman og menntamálaráðuneytið, Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála og Æskulýðsráð ríkisins gáfu út 1991 undir heitinu Athuganir á íslenskum unglingum 1970-1990. Það rit var uppurið og var ákveðið að gefa það út á ný sem viðauka með þessu riti. Með í ráðum Samráð við íbúa Gefur kosningarétturinn almenningi nægilega möguleika til að hafa áhrif á umhverfi sitt og samfélag, eða vilja íbúar fá að hafa meira að segja um mikilvæg málefni? Er einhver trygging fyrir því að kjörnir fulltrúar geti metið hver er vilji íbúanna, án formlegs samráðs? Áhersla á íbúalýðræði fer vaxandi í löndun- um í kringum okkur sem helgast af minnkandi áhuga á pólitísku starfi en jafnframt aukinni kröfu íbúa um að fá að hafa áhrif. Þessarar þró- unar gætir einnig hér á landi og æ fleiri stjórn- endur sveitarfélaga hafa gert sér grein fyrir því að samráð við íbúa getur komið í veg fyrir deilur. Með þessum pistli hefst pistlaröð sem hefur það að markmiði að varpa Ijósi á hugtakið samráð við íbúa, í hverju það felst, hverju það getur skilað og að hverju þarf að huga. Almennt er samráð skilgreint sem ferli þar sem einstaklingum og samtökum er gefið tæki- færi til þess að vera virkir þátttakendur í stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Dæmi um málefni þar sem samráð get- ur skilað góðum árangri eru skipulagsmál, Staðardagskrá 21 og stefnumótun í einstökum málaflokkum sem varða þjónustu sveit- arfélagsins, s.s. í æskulýðs- og íþróttamálum og fræðslumálum. Samráð skilar betri lausnum Ávinningurinn af samráði fæst vegna þess að leitað hefur verið eftir sjónarmiðum íbúa og hagsmunaaðila áðuren ákvarðanir eru teknar. Sótt er í þann þekkingarbrunn sem er að finna í samfélaginu og aflað upplýsinga um viðhorf til tiltekinna mála. Hefðbundnir borgarafundir geta sjaldnast flokkast undir samráð og hafa oft sett sveitarstjórnir í vanda. Lykilatriði er að beita þarf nýjum aðferðum. Til eru ýmsar slíkar aðferðir og verður fjallað um nokkrar þeirra á þessum vettvangi síðar. Harkaleg viðbrögð íbúa við ákvörðunum sveitarstjórnar, eftir að þær hafa verið teknar, geta skapað erfiðar aðstæður. Slíkum málum getur fylgt mikill fjárhagslegur kostnaður, tafir og þau geta valdið mórölskum skaða í samfé- laginu. Samráð við íbúa breytir þó ekki því að eftir sem áður eru endanlegar ákvarðanir og ábyrgð á höndum sveitarstjórnar. Markvisst samráð skilar hins vegar meiri skilningi og auknu baklandi við ákvarðanir sveitarstjórnar og getur aukið traust milli almennings og yfirvalda. Þegar upp er staðið hlýtur það að skila betri lausnum og farsælla og sterkara sveitarfélagi. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, verkefnisstjóri hjá Alta. Frá íbúaþingi á Selfossi. - Mynd: Alta Hildur Kristjáns- dóttir, ráögjafi hjá Alta. 27

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.