Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.01.2004, Blaðsíða 21
Umhverfismál Verulega aukinn kostnaður við urðun Kostnaður við sorphirðu og förgun gæti aukist verulega með tilkomu nýrrar reglugerðar um með- höndlun úrgangs þar sem krafist er að dregið verði úr urðun lífræns úrgangs með markvissum hætti fram til ársins 2020. í reglugerð um meðhöndlun úrgangs er gert ráð fyrir að á árinu 2009 hafi urðun á lífrænum úrgangi dregist saman um allt að 35% frá því sem til féll á árinu 1995. Reglugerðin gerir einnig ráð fyrir að urðun á lífrænum úrgangi dragist saman með markvissum hætti fram til ársins 2020 og verði þá komin niður f um 75% af því sem til féll 1995 eða hafi minnkað um þrjá fjórðu á aldarfjórðungs tímabili. Tvöfalt móttökukerfi Þessar kvaðir eru lagðar annars vegar á heimili en hins vegar á atvinnulífið; að hvor aðili um sig nái sambærilegum ár- angri en ekki sé leyfilegt að leggja árangur þessara aðila saman til þess að ná heildar- árangri. Björn H. Halldórsson, yfirverk- fræðingur þróunar- og tæknideildar Sorpu, segir að þessi tvískipting hafi verulegan kostnaðarauka í för með sér fyrir þá sem annast meðferð á úrgangi og farið sé offari í kröfugerð. Hann nefndir sem dæmi að til þess að uppfylla þessar kröfur þurfi mót- tökustöðvar á höfuðborgarsvæðinu að koma upp tvöföldu móttökukerfi fyrir líf- rænan úrgang; annars vegar lífrænan úr- gang frá atvinnulífi og hins vegar frá heim- ilum. „Á endurvinnslustöðvum SORPU þarf til dæmis að koma upp tveimur gám- um fyrir pappa, tveimur fyrir pappír, tveimur fyrir garðaúrgang og svo framvegis, annan fyrir heimili en hinn fyrir atvinnulíf. Það hlýtur hver að sjá að þetta er mjög kostnaðarsamt ef það er þá yfir höfuð framkvæmanlegt," segir Björn og bendir á að væri árangur heimilanna og atvinnulífs- ins hins vegar lagður saman mætti ná sam- eiginlegum árangri fyrir brot af þessum kostnaði og umstangi. Björn segir umhverfislegan ávinning af þessum tvískiptu markmiðum reglugerðarinnar vægast sagt umdeilanlegan. Fyrst og fremst sé verið að þjóna tölfræðilegri söfnun og samanburði f ríkjum Evrópusambandsins með kröfum sem komi til með að kosta at- vinnulífið og sveitarfélögin, og þar með skattgreiðendur hér á landi, verulega fjár- muni að óþörfu. Björn H. Halldórs- son, yfirverkfræð- ingur þróunar- og tæknideildar Sorpu. Vinnslulína fyrir 700 milljónir Enn ein afleiðing þeirra krafna að dregið skuli úr urðun á lífrænum úr- gangi getur orðið sú að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu þurfi að koma upp tvöfaldri söfnun fyrir úrgang, líf- rænan eldhúsúrgang og síðan annað sorp. Stofn- kostnaður slíks kerfis er áætlaður um eða yfir 100 milljónir króna fyrir höfuðborgar- svæðið að sögn Björns, auk þess sem ár- legur söfnunarkostaður muni aukast um allt að helming með tilkomu slíkra starfs- hátta. Þá sé stofnkostnaður vinnslulínu fyrir lífrænan eldhúsúrgang ásamt tilheyrandi búnaði fyrir höfuðborgarsvæðið áætlaður á bilinu 500 til 700 milljónir króna og sé það mjög varlega áætlað. Við bætist síðan árlegur rekstrarkostnaður. Björn segir að af þessum tölum fyrir höfuðborgarsvæðið megi draga ákveðnar ályktanir um hver kostnaður annarra sveitarfélaga muni verða ef hinni nýju reglugerð verði fylgt út í ystu æsar. Einfaldar söfnunaraðferðir Björn segir að ofangreindur kostnaður sé miðaður við einfaldar aðferðir og vissulega megi benda á aðferðir sem krefjast ekki mikilla breytinga. Dæmi um slíka aðferð sé að safna úrgangi í tvenns konar poka, hvorn með sínum lit, eftir því hvort um líf- rænan eða annan úrgang er að ræða og flokka þannig lífræna úrganginn á upp- Stofnkostnaður vinnslulínu fyrir lífrænan eld- húsúrgang ásamt tilheyrandi búnaði fyrir höfuð- borgarsvæðið er áætlaður á bilinu 500 til 700 millj- ónir króna og er það mjög varlega áætlað. runastað. Báðir pokar fara síðan í sömu tunnuna, hirt sé með sömu tækjum og í dag en síðan séu pokarnir flokkaðir með svokallaðri „optískri" greiningu á móttöku- stað. Aðrar flokkunaraðferðir segir hann verulegum takmörkunum háðar þegar tekið er tillit til þess að stærstur hluti hýbýla fólks sé í einkaeign, einnig í fjölbýli. Er- lendis sé félagslegt eða rekstrarlegt eignar- form íbúða mun algengara og þá eigi eig- endur húsnæðis auðveldara með að setja ákveðnar reglur sem íbúar verði að fara eftir vilji þeir búa í viðkomandi húsnæði. Horft á gömlu haugana Að undanförnu hafa farið fram umræður um að urðun sorps sé aðferð gærdagsins og að öllu sorpi muni verða brennt í fram- tíðinni. Björn segir þá umræðu eina afleið- ingu þessara hörðu krafna í Evrópu og trú- lega muni lífrænn úrgangur verða brennd- ur í mun meiri mæli en verið hefur og er sú þróun hafin í mörgum Evrópulöndum. Eitt af yfirlýstum markmiðum sé að beina úrgangi meira í brennslu og þá einkum til orkuvinnslu, enda sé slíkt skiljanlegt í Ijósi þess að meginlandsþjóðirnar geta þannig skipt út orkuöflun með olíu, kolum og kjarnorku fyrir brennslu á úrgangi. Hér á landi séu aðstæður allt aðrar þar sem megnið af orkuöfluninni komi frá umhverf- isvænum orkugjöfum; vatnsorku og jarð- varma, sem hvor tveggja eru endurnýjan- legar orkulindir þótt um það sé stundum deilt. Ávinningur af orkuvinnslu með brennslu úrgangs sé því í hæsta máta um- deilanlegur hérlendis en geti þó verið rétt- lætanlegur þar sem ekki er aðgengilegt heitt vatn eða fárra kosta völ við urðun. Björn segir að menn horfi um of á urðun eins og hún hafi tíðkast fram eftir síðustu öld: Opna sorphauga þar sem eldur brenni, eimyrja streymi út í andrúmsloftið og máfager og aðrir óvelkomn- ir gestir séu í stórum hópum. Um slíkt sé ekki að ræða nú og öll umgjörð urðunar sé með allt öðru móti. Menn verði hins vegar að gera sér grein fyrir ________ þeim kostnaði sem stóraukin sorpbrennsla hafi í för með sér. Björn segir að gróflega megi gera ráð fyrir því að brennslustöð fyrir höfuðborgarsvæð- ið kosti á bilinu 8 til 10 milljarða króna. Spyrja megi hvort þeim fjármunum yrði ekki betur varið til annarra hluta. 21

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.