Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Blaðsíða 8
Alþjóðamál Norræn sveitarfélög á tímum alþjóðavæðingar Framtíð sveitarfélaganna í alþjóðlegu samhengi, ESB og hin samnorrænu grundvallargildi voru til um- ræðu á tíundu norrænu sveitarstjórnarráðstefnunni. Tíunda norræna sveitarstjórnarráðstefnan var haldin hér á landi dagana 13. til 15. júní sl. en norrænu sveitarstjórnarráðstefn- urnar eru haldnar annað hvert ár á vegum norrænu sveitarfélagasambandanna. Anna Cuðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands fslenskra sveit- arfélaga, hafði veg og vanda af undirbún- ingi og framkvæmd raðstefnunnar af hálfu sambandsins. Sveitarstjóramál fengu hana til þess að segja nokkuð frá ráðstefnunni, þema hennar, umræðum og niðurstöðum. Sveitarfélög í alþjóðlegu samhengi „Meginþema þessarar ráðstefnu var staða norrænna sveitarfélaga á tímum alþjóða- og hnattvæðingar og hvernig samnorræn sveitarfélagagildi eins og opinber velferð- arþjónusta, þátttaka íbúanna í lýðræðinu og virkni muni standa af sér þær gífurlegu breytingar sem hafa átt sér stað í umhverfi sveitarfélaga undanfarin ár og eru fyrirsjá- anlegar næstu ár. Ráðstefnan hófst með erindi forseta íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, en hann fjallaði um stöðu norrænna sveitarfélaga í hnattvæddum heimi, undir yfirskriftinni „Að hugsa á heimsvísu og skapa á heimaslóð". Mjög góður rómur var gerður að erindi hans en rétt er að geta þess að það er hægt nálgast öll þau erindi sem voru flutt á ráðstefnunni á heimasíðu hennar www.nordkonf.com." Ný stjórnarskrá ESB jákvæð fyrir sveitar- stjórnarstigið Anna Cuðrún segir einnig áhugavert fyrir fslenska sveitar- stjórnarmenn að kynna sér er- indi Astrid Thors um stöðu sveitarfélaga á vettvangi Evrópusambands- ins sem er líka að finna á heimasíðunni. „Hún starfaði við sveitarstjórnarmál í Finnlandi í mörg ár en hefur sl. átta ár verið þingmaður á Evrópuþinginu. Hún er Anna Cuörún Björnsdóltir, sviösstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitaríélaga. fremur bjartsýn á stöðu sveitarstjórnar- stigsins innan ESB og telur t.d. þær breyt- ingar sem ný stjórnarskrá ESB mun hafa í för með sér, geta verið jákvæðar fyrir sveitarstjórnarstigið í Evrópu, s.s. heimildir þjóðþinga til að bregðast við ef þau telja að ESB-löggjöf brjóti f bága við nálægðar- regluna." Að fá íbúa til að taka virkan þátt Anna Guðrún segir að Sænska sveitarfé- lagasambandið hafi á síðasta ári staðið fyrir víðtækri framtíðarrannsókn, sem 100 sænskir sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga frá 75 sveitarfélögum í Sví- þjóð tóku þátt í. „Markmiðið var að fá vís- bendingar um hver verða mikilvægustu úrlausnarefni sænskra sveitarfélaga næstu 15 árin og hvernig sveitarfélög geta búið sig undir og brugðist við þróun næstu ára. Á ráðstefnunni kynnti Eva Joelsson, borg- arstjóri í Linköping, rannsóknina. Niður- stöður hennar eru áhugaverðar fyrir ís- lenska sveitarstjórnarmenn þar sem búast má við að þróunin hér á landi muni verða í sömu átt. Hægt er að kynna sér rann- sóknina á heimasíðunni www.svekom.se/framtidsprojekt/index.htm en í stuttu máli voru niðurstöður hennar þær að það skipti mestu máli fyrir framtíð sænskra sveitarfélaga hvort takist að fá íbúana til að taka virkan þátt í samfélag- inu í stað þess að þeir fylgi bara með straumnum. Önnur mikilvæg forsenda er hvort munurinn á lífsskilyrðum í mismun- andi hlutum landsins eigi eftir að aukast eða hvort það takist að snúa þeirri þróun við. Sveitarfélög á hinum Norðurlöndun- um eigi nefnilega við hliðstæð úrlausnar- efni að glíma og íslensk sveitarfélög sem fylgja tilflutningi íbúa úr hinum dreifðu byggðum í stóru þéttbýlisstaðina." Örsmáu sveitarfélögin illskiljanleg Anna Guðrún segir að þessi þrjú fram- söguerindi hafi verið eins kon- ar inngangur fyrir vinnu í fjór- um vinnuhópum. í þeim var fjallað um sveitarfélagaskipan- ina og sjálfræði sveitarfélaga, pólitíska stjórnun í framtíðar- sveitarfélaginu, stöðu norræna velferðarkerfisins og þróun í átttil þátttökulýðræðis. í vinnuhópunum hafi áhersla verið lögð á umræður og virka þátttöku þátttakenda. „Á öllum Norðurlöndunum, nema e.t.v. í Finnlandi, eru nú miklar umræður og breytingar í undirbúningi á sveitarstjórnar- Sveitarstjórnarmenn þurfi að bregðast við þessu með því að nota í meiri mæli óformlegar leiðir til að ná til íbúa sinna og til þess að fá þá til að starfa saman og taka virkan þátt í í framþróun samfélagsins. 8 tölvumiðlun H-Laun www.tm.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.