Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 5

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 5
• IIII f'l Forystugrein Þriðja stjórnsýslustigið - erum við meðvituð um hvert stefnir? ( setningarræðu minni á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. mars sl. gerði ég að umtalsefni þá staðreynd að það lítur út fyrir að af praktískum ástæðum séum við að byggja upp þriðja stjórnsýslustigið þrátt fyrir að því hafi verið hafnað ítrekað allt frá árinu 1945 þegar Austfirðingar settu fram merkilegar hugmyndir tengdar endurskoðun þá glænýrrar íslenskrar stjórnarskrár. (tillögunum var talað um aukið vald til landshluta í gegnum það sem kallast mætti héraðaþing eða fylki. Skemmst er frá því að segja að þessum tillögum var hafnað og það ítrekað því af og til hafa komið fram tillögur um þriðja stjórnsýslustigið. (pólitískri umræðu hefur því verið hafnað. Talað hefur verið um óþarfa flækjustig og kostnað hjá svo smárri þjóð sem (slendingar eru. Umræðan hefur þróast yfir í að nær væri að sameina sveitarfélög svo þau gætu staðið undir fleiri verkefnum. Og það hefur verið gert. Við höfum sameinað sveitarfélög það mikið að þeim hefur fækkað úr 229 árið 1950 í 75 eins og staðan er núna. Sveitarstjórnarstigið hefur eflst með þessum sameiningum og verkefnum hefur fjölg- að. En eflingin hefur eflaust ekki verið í samræmi við þessa miklu fækkun sveitarfélaga því ennþá erum víð með allt niður í 50 íbúa sveitarfélög og stærsti hluti sveitarfélaga eru ennþá frekar fámenn. Það má nefna nokkur atriði sem benda til þess að við séum af praktískum ástæðum að búa til kerfi sem a.m.k. minna á þriðja stjórnsýslustigið: 1. Þjónustusvæðin virðast í flestum tilvikum vera sömu landsvæði og landshlutasamtökin starfa á. Það þýðir að ansi mörg sveitarfélög eru innan þjónustusvæðisins. 2. Þjónustusvæði vegna þjónustu við fatlað fólk. 3. Umræða um yfirtöku á þjónustu við aldraða þar sem þurfi að byggja á þjónustusvæðum. Flutningur gæti orðið 1. jan. 2013 sem ég tel reyndar ólíklegt og tel nær að miða við 1. jan. 2015. 4. ísland 2020 er stefnumótun ríkisstjórnarinnar sem gengur út á að landsvæðin eigi að forgangsraða fjárfest- ingarverkefnum og í framhaldi af því eiga að koma inn rekstrarverkefni. 5. Fyrir ca. 2 árum kom út skýrsla um eflingu landshlutasamtakanna til að auka völd héraða. Ekki hefur verið unnið með þetta að ráði en skýrslan er til staðar. 6. Almenningssamgöngur eru verkefni landshlutasamtaka með samningum við ríkið um fjármögnun, útboð og ábyrgð. Landshlutasamtökin eru samningsaðilinn. Þessi þróun er bæði í samræmi við stefnu sambandsins og ekki. Stefnan er mótuð á landsþingum og gengur út á að sameina enn frekar sveitarfélög. Hins vegar samþykkti landsþing árið 2006 að bíða ekki lengur eftir samein- ingu sveitarfélaga heldur taka yfir verkefni frá ríkinu á sviði nærþjónustunnar og búa til þjónustusvæði til að upp- fylla skilyrði um lágmarksíbúafjölda til að geta staðið undir þjónustunni sem mjög lítil sveitarfélög eru ekki fær um. Við sveitarstjórnarfólk verðum að spyrja okkur að því hvort við séum á réttri leið. Er rétt af okkur að stofna smám saman þriðja stjórnsýslustigið af praktískum ástæðum? Erum við kannski ekki að því heldur að stofna sam- starfsvettvang sem hefur ekkert stjórnsýslulegt gildi? Eigum við frekar að stefna að sameiningu sveitarfélaga með einhverja lágmarksíbúatölu sem viðmið? Höfum við efni á þriðja stjórnsýslustiginu? Getum við aukið völd héraða og þar með áhrif landsbyggðarinnar með þriðja stjórnsýslustiginu? Eða aukum við áhrifin og völdin enn frekar með sameiningu sveitarfélaga á stórum landsvæðum? Það er nauðsynlegt að við ræðum þetta meðvitað og gott væri að landshlutasamtökin tækju þessi mál til umræðu á sínum vettvangi. Samþykkt stefna landsþinga er frekari sameining sveitarfélaga og efling sveitar- stjórnarstigsins með þeim hætti. Jafnframt höfum við samþykkt yfirtöku verkefna með aukinni samvinnu. Við megum ekki láta það þróast yfir í þriðja stjórnsýslustigið nema vera meðvituð um hvort við viljum það eða ekki. Halldór Halldórsson, formaður Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjómbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi. Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-, snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður. Danfoss tengigrindur

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.