Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 11
I Miklar væntingar en málið þarf að vera viðráðanlegt Yið verðum að greina hverjar helstu áskoranirnar eru við innleiðingu á not- endastýrðri persónulegri aðstoð í þjónustu við fatlað fólk. Mun NPA hafa áhrif á aðra þjónustu sveitarfélagsins f málaflokki fatlaðs fólks, þar á meðal félagslega heimaþjónustu, félagslega liðveislu og frekari liðveislu svo dæmi séu nefnd? Mun hugmyndafræðin á bak við notendastýrða persónulega aðstoð hafa áhrif á þróun annarrar þjónustu sveitar- félagsins? Sjá menn fyrir sér að þetta fyrir- komulag á þjónustu, sem notendastýrð persónuleg aðstoð er, geti hentað í þjónustu við aldraðra íbúa sveitarfélaga?" Þessum spurningum varpaði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fram í setningarræðu sinni á XXVI. landsþingi sambandsins á dögunum. Hann kvað ótta ríkjandi við að aukin persónu- leg aðstoð muni kalla á aukin útgjöld frá því sem nú er. Þess vegna verði sveitarstjórnar- menn að vera mjög vel meðvitaðir um hvert það skref sem stigið verði í þeim efnum. Halldór sagði miklar og skiljanlegar vænt- ingar í þessum efnum og gera verði eins vel og hægt sé en allt verði þó að vera viðráðan- legt. „Það er ekki gott að fara af stað með svona mikilvægt mál og standa ekki við það sem lagt er af stað með. Slíkt væri hreinlega virðingarleysi gagnvart okkar umbjóðendum, okkar íbúum sem eru fatlaðir og vilja fá notendastýrða þjónustu. Ríkið hefur verið með málefni fatlaðra í áratugi, sveitarfélögin tæpa 15 mánuði. Samt heyri ég alþingis- menn tala núna um málefni fatlaðra í kröfugerðargírnum. Ég vara við slíku tali og kalla eftir ábyrgri umræðu um þessi mál af hálfu allra sem að því koma," sagði Halldór. h-2011 Það sparast pláss og tími með lausnum frá Rými 'ábærar lausnir fyrir stofnanir, einstaklinga og fyrirtæki >lu- og lagerhillur skápar á hjólum manna- og munaskápar narinnréttingar og fataslár ikúffur og bakkar og hitakerfi át - úti og inni Erum flutt í Brautarholt 26, 105 Reykjavík, sími 511-1100 - rymi@rymi.is - www.rymi.is 11

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.