Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 15
„Erfitt getur verið að fá orkumikla krakka til þess að sitja daglangt við skólaborð og einbeita sér að bókum.“ stuðning við skólastarfið og þeir gera gagn- vart íþróttunum." Hvetja nemendur og foreldra til að setja markið hátt „Ég skrifaði þennan pistil meðal annars til þess að vekja athygli á skólanum okkar. Ég veit að foreldrar skynja þann kraft sem er í krökkunum og með þessum orðum vil ég beina honum að skólastarfinu til jafns við íþróttastarfið. Ég er ekki að segja að skóla- starfið sitji á hakanum en keppnisandinn er fyrir hendi í íþróttunum og drífur krakkana áfram. Því þarf ef til vill að hvetja þau betur í skólastarfinu. Ég veit að skólinn okkar hér í Grindavík er með bestu grunnskólunum á Suðurnesjum, en í íþróttunum myndum við aldrei sætta okkur við veru í þriðju deild." Róbert segir að allir kennarar við Grinda- víkurskóla séu með kennsluréttindi og að um vel þjálfað fólk sé að ræða. Auk þess sé starf- andi öflug skólaskrifstofa, sérkennarar og námsráðgjafi sé til staðar og fleira fagfólk sem sinni málefnum nemenda. Breiður hópur af fagfólki sé því að vinna með skólanum og leikskólanum og veita þá ráðgjöf og stuðn- ingsþjónustu sem skólastarfi er nauðsynleg. „Með greininni f Járngerði var ég að vekja athygli á þessu og hvetja nemendur og foreldra til þess að setja markið jafn hátt og þau gera f íþróttunum. Við erum með um 460 nemendur og starfsfólkið telur um sjö tugi þannig að í svo stórum hópum getur eitt og annað komið upp sem þarf að takast á við og leysa en ég tel okkur vel búin til þess að takast á við þann vanda sem steðjað getur að." Lengja frímínúturnar Róbert víkur að hvað sé góður árangur í skólastarfi. „Þar koma ýmsir þættir saman. Einn þeirra er að nemendur nái góðum árangri í prófum og annar að öllum líði vel í skólanum. Ég held að þarna sé sterkt sam- band á milli aðstæðna og árangurs. Ég er einnig þeirrar skoðunar að auk þurfi vægi verklegra námsgreina. Skólaárið hefur verið að lengjast og það hentar ekki öllum að bæta stöðugt við bóknámið. Ég held líka að við Unnið að gerð atvinnustefnu Bæjarstjóm Grindavíkurbæjar er að hefja vinnu við gerð atvinnustefnu bæjarfélagsins þar sem helstu möguleikar liggja í nýtingu jarðvarmans, sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Bæjarráð fer með atvinnumálin. Að sögn Guðmundar Pálssonar, formanns bæjarráðs, var nú f febrúar lögð megináhersla á að afla upplýsinga og kynnast helstu möguleikum til frek- ari uppbyggingar atvinnulífsins. „Við höfum fengið til okkar góða gesti frá atvinnuþróunarfélaginu Heklunni, íslenska jarðvarmaklasanum (lceland Geothermal), Sjávarklasanum og Matís. Bæjarráð er nú betur í stakk búið til að greina tækifærin sem liggja í Grindavík eftir þessar heimsóknir," segir Guðmundur. Þó mikil óvissa sé í stefnumótun ríkisins varðandi sjávarútveg, þá er mikilvægt að hugsa til framtíðar, að mati Guðmundar. „Miklir möguleikar eru hér í Grindavík hjá okkar sterku sjávarútvegsfyrirtækjum til enn frekari fullvinnslu sjávaraflans. Er þá ekki einungis verið að tala um að pakka fiskinum í neytendaumbúðir heldur aukna möguleika á frekari efna- vinnslu f fiskinum svo sem prótín og ensím. Til þess að þetta sé möguleiki þarf bærinn að leggja sitt af mörkum með atvinnulífinu í rannsóknar- og þróunarstörf í þessum geira." Meðal þess sem kannað hefur verið í þessu sambandi er samstarf við MATfS um að stofnunin setji upp starfsstöð í Grindavík til að rannsaka frekar fullnýtingu sjávarafurða og hvetja meistara- og doktorsnemendur til rannsókna- og þróunar í samstarfi við sjávarútveg- inn í Grindavík Unnið er að þessu verkefni í samstarfi við Sjávarklasann og sjávarútvegs- fyrirtæki í bænum, að sögn Guðmundar. 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.