Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 16
Grindavíkurbœr ættum að huga að því að lengja frímínút- urnar en þær eru eins og þegar ég var í skóla og skóladagurinn og skólaárið var mun styttra. Erfitt getur verið að fá orkumikla krakka til þess að sitja daglangt við skólaborð og einbeita sér að bókum. Þeir geta átt erfitt með að sitja kyrrir og hlusta í 80 mínútur samfellt. Börnin þurfa meiri hreyfingu og úti- veru og eftir slíkan sprett þá koma þau endurnærð inn og ná oft betri athygli að nýju. Þetta tel ég vera einn lið í þvf að auka árangur í skólastarfinu og ná því til jafns við íþróttirnar en þar fá krakkarnir mun meiri líkamlega útrás." Erum komin yfir skaflinn Og þá að öðru. Rekstur margra sveitarfélaga hefur verið þungur að undanförnu en Róbert segir bjartari tíma framundan hjá Grinda- víkurbæ. „Já - við erum að verða komin yfir skaflinn og njótum þess að bæjarfélagið hefur lengst af verið vel rekið. Við búum líka við sterkar stoðir sem felast ( mjög öflugu atvinnulífi, sérstaklega í sjávarútvegi og ferða- þjónustu. Árið 2007 seldum við okkar hluti í Hitaveitu Suðurnesja sem skapaði góðar vaxtatekjur sem gerðu bænum kleift að lækka gjaldskrár og fasteignaskatta. Vaxta- íþróttahúslð stækkað T okaskýrsla vinnuhóps vegna fram- l-|tíðaruppbyggingar íþróttamannvirkja í Grindavík var lögð fram á fundi bæjar- stjórnar í janúar og samþykkt. ( fyrsta áfanga verður farið ( að stækka (þrótta- húsið til suðurs samkvæmt upphaflegum teikningum ásamt fleiri breytingum. Undirbúningsvinna er nú í gangi en stefnt er að því að bjóða verkið út með vorinu og framkvæmdir fari fram í sumar og verði lokið áður en skólastarf hefst á ný í lok ágúst. (kjölfarið verður svo farið í hönnun á 2. og 3. áfanga en í 4. áfanga er svo gert ráð fyrir því að breyta húsnæði sundlaugarhúss í líkamsræktarsal. Grindavik er einn öflugasti útgerðarbær iandsins. Hér eru kátir sjómenn með einn vænan nýkominn úr sjónum. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri ræðir i viðtalinu m.a. um skólamál og nauðsyn þess að efla skólastarf. Hér er Róbert t.v. þegar gengið var frá sáttmála gegn einelti i grunnskóla bæjarins. 16

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.