Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 14

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 14
Grindavíkurboer Sókn í atvlnnu■ og menntmálum Róbert Ragnarssonar, bæjarstjóri í Grindavík, reit grein í fréttablað Grindavíkurbæjar, Járngerði, nokkru fyrir síðustu áramót. Þar sagði hann m.a. að breiðan hóp þurfi til að byggja upp jákvæðan og uppbyggilegan anda sem sé forsenda þess að ná árangri. Ætti það alls staðar við og að árangur byggðist á skýrri framtíðarsýn, metnaði, góðri liðsheild og stuðningi fjölmargra aðila. í greininni benti hann á að samfélagsum- gjörðin í Grindavík væri mjög góð þótt eflaust mætti bæta hana enn frekar. Róbert sagðist í samtali við Sveitarstjórnarmál hafa viljað vekja fólk til umhugsunar um mark- mið og árangur í menntun og í íþróttum með þessari grein. Hann benti á að í íþrótt- um vildu menn bera sig saman við það besta og það sama ætti að gilda um skólann og varpaði hann fram spurningu um hvort árangur í íþróttum væri mikilvægari en árangur í námi. Róbert ræddi þessi mál nokkuð og önnur sem tengjast Grindavíkurbæ en áður en spjallið hefst er rétt að grípa frekar niður í grein hans í Járngerði. Við erum með um 460 nemenda heild- stæðan grunnskóla. Allir kennarar við skólann eru vel menntaðir og með kennslu- réttindi. Hópurinn er áhugasamur og metn- aðarfullur. Húsnæði skólans er eins og best verður á kosið og tæki og annar búnaður er mjög góður. Grindavíkurbær rekur félags- og skólaþjónustu sem sinnir einum skóla, tveim- ur leikskólum og einum tónlistarskóla auk félagsþjónustunnar. Þar erum við með frá- bært starfsfólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Það eru ekki mörg sveitarfélög sem búa við það góða aðstöðu. Grindavík er mikill íþróttabær. Metnað- urinn er mikill og aðstaðan frábær. Grindvík- ingar sætta sig ekki við neitt annað en að vera í fremstu röð. í hópi 10 til 15 bestu liða landsins. Sé miðað við samræmd próf er Grunnskóli Grindavíkur meðal fimm bestu grunnskóla á Suðurnesjum, en vel fyrir neðan meðaltal á landsvísu. Að mínu mati ættum við að setja markið hærra, enda með allar forsendur til þess. Það sem upp á vantar er samstaða heimila, skóla og bæjaryfirvalda með skýr markmið að leiðarljósi. Á þeim stutta tíma sem ég hef búið hérna hef ég orðið var við metnað og áhuga foreldra á því að taka þátt í íþróttastarfinu með börnunum sínum. Þann sama metnað og áhuga vil ég sjá gagnvart skólastarfinu. Á aðalfundi foreldrafélagsins í nóvember mættu um 15 foreldrar, en nemendur grunnskólans eru um 460. Á foreldrafundi hjá 4. flokki karla mættu 18 foreldrar, en iðkendur eru um 20. Það er eitthvað skakkt við þessa mynd. Menntun barnanna okkar getur ekki verið minna spennandi en íþróttastarfið. Foreldrar verða að sýna sama metnað og Séð yfir Bláa lónið og fjallið Þorbjöm til Grindavikur. 14 ------- <jgþ

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.