Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 18
Grindavíkurboer Starfsfolk a bæjarskrifstofunum for i Vestmannaeyjafero asamt mokum i fyrrasumar. Róbert bæjarstjóri er i fremri röð fyrir miðju. Þurfum að skapa fleiri störf fyrir konur Róbert segir spurningu um á hvern hátt sé hægt að fá fólk til þess að flytja til bæjarins. „Ef til vill þurfum við að kynna betur hvað við höfum að bjóða. Og við þurfum einnig að efla ferðaþjónustuna. Bláa lónið er á meðal stærri atvinnufyrirtækja hér og svo eru fimm veitinga- og kaffihús í bænum sem öll eru í stöðugum rekstri. Ferðaþjónustan er komin á heilsársgrundvöll og langt í frá að um "hobbý" eða sumarstarfsemi sé að ræða." Hann segir að þrátt fyrir það þurfi að efla þann þátt frekar. „Nýr Suðurstrandarvegur mun spila stórt hlutverk í því efni. Við þurfum að skapa fleiri störf fyrir konur og ég hef þá trú að hluti þeirra geti komið í gegnum ferðaþjónustuna. Bláa lónið er segull á ferða- menn og við þurfum að skapa fleiri tækifæri til þess að fá ferðafólkið til þess að staldra við. Ég get einnig nefnt fjórhjólaferðir sem eru skipulagðar héðan og starfa allt árið. Þetta var eins konar þróunarverkefni í byrjun Fisktækniskólinn en reynslan hefur sýnt að þær njóta vinsælda og fólk er tilbúið til þess að borga hátt verð blómstrar Fisktækniskóli Suðurnesja í Grindavík býður upp á fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi á sviði veiða (hásetanám), fiskvinnslu og fiskeldis. Skólinn er í eigu aðila vinnumarkaðar, fræðsluaðila og sveitarfélaga á Suðurnesjum og starfar samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneytið. Námið er hagnýtt tveggja ára nám þar sem önnur hver önn er í skóla og hin fer fram í formi vinnustaðanáms. Þessi blanda verklegs og bóklegs náms hentar mörgum vel. Jafnframt fá nemendur tækifæri til að mynda góðar tengingar út ( atvinnulífið á meðan á náminu stendur. Brautirnar eru þrjár; fiskvinnslubraut, sjómennskubraut og fiskeldisbraut og í undir- búningi er sérhæft nám fyrir gæðastörf. Um 3ja ára nám er að ræða og áformað er að bjóða upp á sérstakt nám fyrir sjókokka. Fisktækniskólinn býður einnig upp á nám í netagerð sem er löggild iðngrein. Skólinn býður upp á framhaldsskólapróf og einnig undir- búning fyrir frekara nám í skipstjórn og vélstjórn og á bóklegum brautum. Skólinn er lítill og gefur starfsmönnum og kennurum kost á að mynda góð tengsl við nemendur og aðstoða þá eins og kostur er við námið. Eftirfylgni er mikil og áhersla lögð á góðan félagsanda í skólanum. Kennslan er skipulögð til að mæta þörfum hvers og eins og lögð er áhersla á þægilegt vinnuumhverfi þar sem nemendur geti náð hámarks árangri.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.