Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 8
Umhverfismál Aspir við Kringlumýrarbraut - áhrif jarðvegsfyllingar á heilbrigði og vöxt trjánna Hér er fjallað um rannsókn sem unnin var af EFLU verkfræðistofu og Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins. Höfundar skýrsl- unnar eru: Magnús Bjarklind, garðyrkju- tæknir, ráðgjafi hjá verkfræðistofunni EFLU; Árni Bragason, plöntuvistfræðingur, ráð- gjafi hjá verkfræðistofunni EFLU og forstjóri NordGen; Þorbergur Hjalti Jónsson, skóg- fræðingur við Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá og Ólafur Eggertsson, jarðfræð- ingur við Rannsóknastöð skógræktar, Mó- gilsá. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að jarðvegi sé fyllt upp að stofni trjáa, aðallega öspum og var það gert snemmsumars árið 2008 við Kringlumýrarbraut, þar sem um 90 tré voru felld inn í hljóðmön sem sett var upp m.t.t. hljóðvistar vegna fyrirhugaðra bygg- inga við Fossvogsveg. Sumarið 2010 voru síðan aspir felldar inn í hljóðmön sem liggur meðfram Hringvegi 1 í Mosfellsbæ. Markmiðið með rannsókninni er að kanna áhrif jarðvegsfyllinga á heilbrigði og vöxt trjáa. Rannsóknin er unnin að frumkvæði verkfræðistofunnar EFLU í samstarfi við Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Félag skrúðgarðyrkjumeistara og umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Rannsóknin var unnin í tveimur hlutum, þ.e. haustið 2010, þegar tré var grafið upp Árni Bragason. úr hljóðmöninni við Kringlumýrarbraut og mat lagt á viðarvef og rótarkerfi þess. Haustið 2011 voru sfðan borkjarnar teknir úr trjám í sömu mön og á aðliggjandi svæði til að leggja mat á áhrif framkvæmdanna á vöxt þeirra (sjá mynd 1). Núverandi ástand trjánna er mjög mis- jafnt, nokkur tré eru dauð eða við það að drepast og töluvert kal í endagreinum og toppum margra trjáa. Einnig hefur börkur víða skemmst og greinar brotnað. Ástandið er verst í suðurenda manarinnar, þar sem þykkt hennar er mest, en betra í norðurenda þar sem þykktin er minni. Trén hafa haustað fyrr en aðrar aspir í nágrenninu, bæði 2009 og 2010. Einnig var laufgun sein vorið 2010 (sjá mynd 2). Áhrif á þvermálsvöxt trjánna Vöxtur trjánna á svæði A (sjá mynd 3) fellur sumarið 2008 miðað við sumrin á undan. Fyllt var að trjánum fyrri hluta sumarsins 2008. Vöxturinn er í lágmarki sumarið 2009 og lítill 2010 og 2011. Þó er vöxturinn aðeins að taka við sér 2011. Á svæði A er mest um brot og skemmdir á trjánum. Á svæði B fellur vöxtur lítillega sumarið 2008 en mest sumarið 2009, einu ári eftir að framkvæmdum lýkur við hljóðmönina, trén bæta litlu við sig eftir það. Á svæði C þar sem trén eru við góða heilsu í dag og vel laufguð sumarið 2011 verður smá afturkippur í vextinum sumarið 2009 en trén á þessu svæði eru í góðu ástandi og hafa ekki orðið fyrir teljandi skemmdum vegna framkvæmdanna. Á Svæði D, sem er fyrir utan áhrifasvæði fram- kvæmdanna, er vöxtur trjánna eðlilegur. Uppgröftur á ösp - niðurstöður Þykkt jarðvegsfyllingar, frá nýja yfirborði hljóðmanar að því gamla, var 234 cm á svæði A, þar sem öspin var grafin upp. Gömlu Magnús Bjarklind. Ólafur Eggertsson. Þorbergur Hjalti Jónsson. Mynd 1. Aspirnará hljóðmöninni við Kringlumýrarbraut, haustið 2010. Mynd 2. Ástand trjánna er verst i suðurenda manarinnar (svæði A á mynd 3) þar sem þykkt jarðvegsfyllingar er mest eða um 2,5 m. 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.