Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 19
fyrir svona ferðir. Við þurfum að horfa meira á þennan þátt og íhuga hvernig við getum nýtt ferðaþjónustuna til frekari atvinnusköp- unar og þá er ég ekki síst að horfa til þess að auðvelda konum að finna sér viðfangsefni hér sunnan á Reykjanesinu." Úr veiðisókn í markaðssókn Róbert minnist á hafnarsvæðið í Grindavík- urbæ. „Höfnin hér er mjög lifandi athafna- svæði - sannkallað hjarta bæjarins. Það eru fáar svona hafnir í nágrenni við höfuðborg- arsvæðið, líklega þarf að fara allt vestur til Grundarfjarðar til þess að finna álíka lifandi höfn. Þá má einnig geta þess að Vísir í Grindavík er með starfsemi austur á Djúpavogi og á Húsavík og með því er verið að flytja atvinnu út til annarra byggðarlaga." Hann telur að umræða um sjávarútveg á íslandi sé byggð á röngum forsendum. „Á síðustu öld byggðist sjávarútvegurinn á því að sækja sem mestan fisk í hafið. í dag snýst hann um að fá sem hæst verð á markaði. Hugmyndir um að skilja á milli veiða og vinnslu eða fjölga skipum á sjó, munu eyði- leggja þann hvata. Fiskur sem kemur að landi um klukkan fimm á morgnana hér í Grindavík er farinn ferskur úr landi með flugi um 12 tímum síðar og kominn ferskur á markað erlendis aðeins einum sólarhring frá því að hann kemur úr sjó. Svo má ekki gleyma allri virðiskeðjunni sem útvegurinn leiðir af sér og þeim breytingum sem hafa átt sér stað. Aflametin eru ekki slegin lengur enda ekki verið að keppa um þau eins og áður var held- ur er áherslan lögð á vandaða vöru og sem hæst verð." Róbert segir veiðisóknina hafa breyst í markaðssókn. „Fyrirtækin eru að vinna vör- una eins og viðskiptavinurinn vill fá hana og reyna að fá sem best verð fyrir. Rómantíkin sem stundum varð til á vertíðunum með allar bryggjur fullar af fiski hefur ef til vill tapast en við höfum fengið meiri verðmæti í staðinn," segir bæjarstjórinn í Grindavik að lokum. HS Orka hf • Brekkustíg 36 • 260 Reykjanesbæ Sími: 422 5200 • Fax: 421 4727 • Netfang: hs@hs.is HS ORKA HF SJOVA N^i ern llgkt | nn Plastprent hf. 19

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.