Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 17
„Við þurfum að skapa fleiri störf fyrir konur og ég hef þá trú
að hluti þeirra geti komið í gegnum ferðaþjónustuna.“
tekjurnar lækkuðu hins vegar mjög hratt og
þá myndaðist rekstrarhalli. Við höfum því rétt
eins svo margir aðrir þurft að skera niður og
fækka stöðugildum en við gerum ráð fyrir að
reksturinn verði komin í jafnvægi á næsta
ári."
Hann segir að bærinn hafi greitt niður lán
fyrir um 1.750 milljónir króna í fyrra og
skuldir bæjarfélagsins séu nú komnar niður f
350 milljónir króna. „Við njótum þess einnig
að é undanförnum árum hefur verið unnið
að því að efla bæjarmyndina og bærinn er
orðinn mjög snyrtilegur. Ég geri ráð fyrir að
á þessu ári verði farið í framkvæmdir við
göngustíga þannig að þetta verður trúlega ár
göngustíganna í sögu Grindavíkurbæjar."
Fleiri störf en byggðin
getur annað
Atvinnumálin eru í góðu lagi í Grindavík og
Róbert segir að verið sé að skapa fleiri störf
en byggðin geti annað. „Við erum með hátt
í eitt þúsund störf tengd sjávarútvegí ef allt
er tekið saman og um 200 manns starfa við
Bláa lónið. Fólk kemur víða að til starfa og
við þurfum helst að fá fleira af því fólki til
þess að flytja hingað. Stór hluti sjómanna
sem starfa á skipum héðan búa annars stað-
ar. Skipin eru oft úti á sjó í allt að mánuð og
svo fara áhafnirnar í frí, hvort sem meðlimir
þeirra búa hér í Grindavík, annars staðar á
Reykjanesi, í Hafnarfirði eða vestur á fjörðum
svo nokkur dæmi séu tekin."
Hann segir að oft skipti vinna makans
máli þegar búseta er valin og þá geti of ein-
hæft atvinnulíf háð fólksfjölguninni. „Þótt
tekjur sjómanna hafi hækkað þá skila þær
sér ekki inn í útsvarið nema að takmörkuðu
leyti þar sem margir þeirra búa annars staðar.
Við þurfum að geta bætt í útsvarsstofninn.
Þótt aðeins hluti þeirra sjómanna sem manna
Grindavíkurflotann en búa annars staðar
flyttu til Grindavíkur þá værum við í topp-
málum þegar tekjur bæjarfélagsins eru ann-
ars vegar."
ÖRYGGISHELLUR FYRIR LEIKVELU
90% ENDURUNNIR HJÓLBARDAR
ÖRYGGISHELLUR
Henta afar vel á leikvelli, við sundlaugar, heita
potta og víðar.
Öryggishellur er hægt að framleiða í ýmsum litum.
UMFERDARVÖRUR
Bílastæðastaurar og undirstöður úr gúmmíi fyrir
umferðarmerkingar ásamt fylgihlutum.
________Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar gv.is_
OúMMÍVINNSLAN
Réttarhvammi 1 - 603 Akureyri - Sími: 464 7900 - Netfang: gv@gv.is - Veffang: gv.is
SAMHERJI HF
ÞORBJÖRN
Hafnargötu 12 • 240 Grindavík
17