Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 9

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 9
Mynd 3. Loftmynd af rannsóknarsvæðum. Sýnatökustaðir (A-D). Mynd úr borgarvefsjá Reykjavíkurborgar. meginrætur trésins voru um 15 cm undir gamla jarðvegsyfirborðinu (efra borð rót- anna) en grunnur rótarkerfisins (neðri brún meginróta/stoðróta) var á 38 cm dýpi frá gamla yfirborði, minni rætur og fínrætur ná síðan mun lengra niður. Nýjar meginrætur höfðu myndast út frá trjábolnum á um 20-40 cm dýpi frá yfirborði fyllingar. Lifandi barkarvefur fannst niður á 86 cm dýpi og neðstu lifandi rætur náðu jafn djúpt. Allur viðarvefur sem lá neðan við 86 cm dýpi reyndist dauður (sjá mynd 4). Umraeður og ályktanir Aspirnar á svæði A og B eru illa farnar og munu aldrei ná sér að fullu, mikið er um kal, barkarskemmdir og greinabrot, sum tré eru dauð. Ljóst er að súrefni í jarðvegi hefur mikil áhrif á heilbrigði og vöxt trjágróðurs. Niður- stöður rannsóknarinnar gefa til kynna að allur viðarvefur sem liggur neðan við mörk súrefnis (á loftfirrtu svæði) drepst. Áhrif jarð- vegsfyllinga koma hratt fram, þar sem enginn viðarvöxtur, neðan við loftfirrt mörk, mælist sumarið eftir að fyllt var að öspunum. Á öspum geta nýjar rætur myndast á stofni ofan við loftfirrt mörk, þ.e. á 0-80 cm dýpi. Þau tré sem verða verst úti við miklar jarðvegsfyllingar eða djúpa útplöntun eru stærri tré. Nýjar rætur sem myndast á stofni geta aldrei séð stóru tré fyrir nægjanlegu framboði næringarefna og vatns þar sem eldra rótarkerfi drepst. Fyllingar sem liggja upp á stofn trjáa, ofan við rótarháls, munu í öllum tilfellum valda trénu vanþrifum, m.a. rótarkerfi og viðarvef. Því meiri sem fyllingin er því meiri verða áhrifin og í mörgum til- fellum munu trén bera varanlegan skaða og skapa hættu innan fárra ára. Þetta á við um stóran hluta þeirra aspa sem standa við Kringlumýrarbraut og einnig margar þær aspir sem árið 2010 voru felldar inn í hljóðmön sem liggur meðfram Hringvegi 1 í Mosfellsbæ. Að lokum Höfundar vona að niðurstöður rannsóknar- innar verði jákvætt innlegg í faglega upp- byggingu og umhirðu trjágróðurs á Islandi. Þolmörk aspa gagnvart jarðvegsdýpi eru nú betur þekkt en áður sem og áhrif á viðarvöxt og heilbrigði. Nálgast má rannsóknarskýrsluna i heild sinni á heimasíðu EFLU verkfræðistofu: www. efla.is Jarðvegs; fylling - 86 cm -140 cm - 234 cm 15 cm Nýtt rótarkerfi Súrefnisfyrrt umhverfi Gamla rótarkerfið Mynd 4. Skýríngarmynd af trénu sem grafið var upp haustið 2010. Á myndinni má sjá heildarþykkt jarðvegs- fyllingar og hvar mörk súrefnisfirrts umhverfis liggja. Fram kemur staðsetning og dýpi róta, nýjar meginrætur og gamla rótarkerfið. Einnig eru sýnatökusvæði sýnd.Teikning: Þorbergur Hjalti Jónsson og Edda S. Oddsdóttir. 9

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.