Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 7

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 7
„Með nokkurri einföldun má segja að eftirlit og stjórnsýsla Umhverfis- stofnunar og fleiri eftirlitsstofnana hafi á stuttum tíma færst úr ökkla í eyra og hljóta sveitarfélögin að kalla eftir því að skynsemi ráði för...w unin kvæði upp úr um mikilvæg framkvæmdaratriði á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, svo sem um gildissvið ákvæða laganna um söfnun hauggass á eldri urðunarstöðum. Ákvæði laganna um að hefja skyldi slíka gassöfnun frá 16. júlí 2009 voru því opin til túlkunar og var töluverð óvissa hjá sveitarfélögum um hvernig ætti að haga fram- kvæmd, t.d. um þá hluta urðunarstaða sem ekki voru lengur í notkun þegar þessi lagaskylda gekk f gildi. í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2011, sem er aðgengileg á heimasíðu stofnunarinnar, er fjallað ítarlega um breyttar áherslur stofnunarinnar varðandi eftirlit og framkvæmd þvingunarúrræða. Að sjálfsögðu verður að sýna því skilning að hverfa verður frá ómark- vissum vinnubrögðum við opinbert eftirlit og taka upp skilvirkari stjórnsýslu. Sveitarfélög verða jafnframt að gera sér grein fyrir því að í því felst töluverð alvara ef bréf berst frá eftirlitsstofnunum og að slíkum erindum er nauðsynlegt að svara innan þess frests sem veittur er. Gjaldtaka fyrir eftirfylgd Liður í breyttu verklagi Umhverfisstofnunar er m.a. að gjaldskrá stofn- unarinnar var endurskoðuð á síðastliðnu ári og er nú kveðið á um sérstaka gjaldtöku fyrir áminningu og aðrar þvingunaraðgerðir. Sveit- arfélög sem ekki bregðast við ábendingum stofnunarinnar með því að bæta úr því sem áfátt er í starfseminni geta því átt von á reikningi frá stofnuninni, þar sem reiknað er ákveðið tímagjald fyrir ritun áminn- ingarbréfa og annarra eftirlitsaðgerða, umfram hefðbundið, lögbundið eftirlit. Mikilvægt er að sveitarstjórnarmenn og stjórnendur sveitarfélaga séu meðvitaðir um þetta breytta verklag og að sveitarfélögin leitist við því að komast hjá óþarfa kostnaði vegna eftirlitsaðgerða sem hægt væri að komast hjá með skjótum úrbótum. Einnig er ástæða til þess að brýna fyrir starfsmönnum sveitarfélaga að hafa öll samskipti við UST skrifleg til þess að allar upplýsingar liggi sannanlega fyrir við meðferð einstakra mála. Þetta gildir bæði um efnisatriði mála og alla tímafresti. Reynslan hefur t.d. sýnt að ekki er nóg að óska símleiðis eftir lengri fresti til aðgerða eða til að veita frekari upplýsingar, ávallt ætti að óska eftir staðfestingu á slíkum atriðum í bréfi eða tölvupósti. Ábendingar til Umhverfisstofnunar Starfsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa komið athuga- semdum á framfæri við Umhverfisstofnun um ýmis atriði sem varða framkvæmd eftirlits. Má þar nefna að sveitarfélögin telja eðlilegt að við lok eftirlitsheimsóknar liggi fyrir skriflegt yfirlit um þau atriði sem gerðar eru athugasemdir við I starfseminni, í stað þess að slíkt yfirlit komi ekki fram fyrr en að einhverjum mánuðum liðnum. Einnig hafa fulltrúarsambandsins rætt almennt við Umhverfisstofnun um samskipti stofnunarinnar við sveitarfélög og virðist Ijóst að hægt er að bæta þessi samskipti frá báðum hliðum. Sveitarfélögin geta án efa komið úrbótum fyrr í framkvæmd en oft hefur verið reyndin en á sama hátt getur UST oft á tíðum sýnt meiri sanngirni í samskiptum við sveitarfélögin og tekið meira tillit til sjónarmiða og mismunandi að- stæðna en nú er gert. Þessum sjónarmiðum verður fylgt eftir af hálfu sambandsins gagnvart bæði Umhverfisstofnun og umhverfisráðu- neytinu, m.a. í tengslum við þær breytingar sem nú er unnið að á vegum ráðuneytisins við endurskoðun laga um meðhöndlun úrgangs og laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með nokkurri einföldun má segja að eftirlit og stjórnsýsla Um- hverfisstofnunar og fleiri eftirlitsstofnana hafi á stuttum tíma færst úr ökkla í eyra og hljóta sveitarfélögin að kalla eftir því að skynsemi ráði för við framkvæmd eftirlits ásamt því að lögð verði meiri áhersla á samræmingar- og leiðbeiningarhlutverk slíkra stofnana en nú er gert, t.d. með útgáfu vandaðra, samræmdra starfsleyfisskilyrða af hálfu Umhverfisstofnunar. Raunar hefur það lengi verið afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga að Umhverfisstofnun eigi að leggja megin- áherslu á þetta samræmingarhlutverk sitt og að beint eftirlit sem stofnunin hefur nú með höndum ætti að stærstum hluta að flytjast á ábyrgð heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Vega- og framkvæmda- merkingar vVO Pu ekurá Síðumúla 28 108 Reykjavík Sími 510 5100 www.ismar.is ISMMt Við mælum með því besta 7

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.