Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 21
CCII
Atvinnumál
Fréttir
Atvinnutorg fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára
Opnuð hafa verið sérstök atvinnutorg fyrir
fólk í atvinnuleit á aldrinum 16 til 25 ára. Um
er að ræða samstarfsverkefni Vinnumála-
stofnunar og velferðarráðuneytisins í sam-
vinnu við nokkur sveitarfélög á Suðvestur-
landi. Þau sveitarfélög sem koma að sam-
starfi með Vinnumálastofnun og velferðar-
ráðuneyti að þessu verkefni eru Kópavogs-
bær, Hafnarfjarðarkaupstaður og Reykjanes-
bær.
Atvinnutorgin starfa með þeim hætti að
ungu fólk í atvinnuleit er veitt aðstoð óháð
rétti til atvinnuleysisbóta og er aðaláherslan
lögð fólk sem er án bótaréttar eða er um það
bil að Ijúka því tímabili sem bótarétturinn
nær til.
Hópur sem þarf meiri stuðning
en aðrir
í frétt frá Vinnumálastofnun kemur fram að
ungt fólk, sem hefur minnsta menntun og
starfsreynslu, skorti tækifæri til að öðlast
starfsreynslu á vinnumarkaði. Þessi hópur
þurfi því meiri stuðning en aðrir sem leita
fyrir sér á vinnumarkaði. Atvinnutorgi sé
ætlað að koma til móts við þennan hóp og
ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára fá ein-
staklingsmiðaða ráðgjöf og gerðar verða
áætlanir með þarfir þeirra í huga.
í starfsþjálfuninni er gert ráð fyrir að stofn-
anir og fyrirtæk bjóða ungmennum til sín í
þjálfun í einn til þrjá mánuði í tvo til fimm
daga vikunnar. Starfshlutfall og verkefni fara
eftir aðstæðum hverju sinni og samkomulagi
við ungmenni. Tímabundin ráðning felur í sér
að svið, stofnanir og fyrirtæki ráða ungmenni
til sín í sex mánuði í 50% til 100% starf. Ein-
göngu er um tímabundnar stöður að ræða
þar sem ungmennin öðlast starfsreynslu en
fá meðmæli sem ættu að hjálpa þeim út á
almennan vinnumarkað.
Mikil bjartsýni ríkjandi
um verkefnið
Atvinnutorgið í Reykjavík var opnað í húsa-
kynnum Vinnumálstofnunar í febrúar og á
sama tíma var opnað atvinnutorg í Reykja-
nesbæ og nokkru síðar í Hafnarfirði. í ræðum
manna við opnun atvinnutorgsins í Reykjavík
kom m.a. fram að mikli bjartsýni ríkir um
þetta verkefni og það þverfaglega samstarf
sem liggur að baki því. Þeim sem til máls
tóku bar saman um að skortur sé á tæki-
færum fyrir ungt fólk til að öðlast starfs-
reynslu á vinnumarkaði.
6issur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Guöbjartur Hannesson velferðarráðherra og Rúnar Árnason,
bæjarstjóri I Hafnarfirði, takast i hendur að lokinni undirritun samningsins um atvinnutorg i Hafnarfirði.
Kynntu þér lán og aðra
þjónustu íbúðalánasjóðs
• Lán til íbúðarkaupa
• Lán til endurbóta og viðbygginga
• Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka)
• Ráðgjöf og úrræði í greiðsluvanda
1
www.ils.is I Sími: 569 6900 I Grænt númer: 800 6969 I Borgartúni 21, 105 Reykjavík
íbúðalánasjóður