Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Blaðsíða 22
Fréttir
Lánasjóður sveitarfélaga
Hagnaðist um 951
milljón króna
Lánasjóður sveitarfélaga skilaði 951 milljónar króna hagnaði á síðasta
ári. Til samanburðar var hagnaðurinn 1.248 milljónir kr. árið 2010.
Munur milli ára skýrist aðallega af gengisþróun evrunnar, en sjóðurinn
var ekki með opna gjaldeyrisstöðu sem neinu nemur á árinu 2011.
í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að útborguð langtímalán
Þú getur treyst okkar rörum
•RKA
loftorka@loftorka.is
styrkurinn
Aratuga reynsla rörasteypu Loltorku
i BoKjarnesi oci tullkomiiar vclar
tryggja gæðin i Iramleiðslu lyrirtækisins.
Nákvarmni framleiðslunar og mælingar röra,
lcka og þrýstipróf ásamt l)rot|)olsprólana
setja rörin okkar i fromstu röð.
Vey(j|)ykkt röranna cr mun meiri en áðtir
hfifur þekktst þess vegna segurn við að
i þyngdinni lelst styrkurlnn.
voru 6,8 milljarðar króna á síðasta ári
samanborið við tæplega 6,4 milljarða
króna árið 2010. Sjóðurinn hefur ekki
tapað útláni frá því að hann hóf starf-
semi árið 1967 og engin vanskil voru í
árslok 2011.
Sveitarfélögin bera ekki ábyrgð á
skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar
fyrir útlánum hans eru í tekjum sveitarfé-
laga. Eigið fé í árslok 2011 var rúmlega
15 milljarðar króna á móti rúmlega 14
milljörðum árið áður. Eiginfjárhlutfall var 58% í árslok 2011 en var
78% íárslok 2010.
Óttar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri Lánasjóðs
sveitarfélaga.
Nýr sveitarstjóri Skeiða-
og Cnúpverjahrepps
Kristófer A. Tómasson hefur tekið
við starfi sveitarstjóra Skeiða- og
Gnúpverjahrepps. Kristófer er fædd-
ur 1965 í Helludal í Biskupstungum.
Hann er viðskiptafræðingur að
mennt en auk þess er hann lærður
húsasmiður og búfræðingur.
Kristófer hefur starfað í rúman
áratug í Selfossútibúi Arionbanka
og forverum þess banka. Frá 2001-
2008 starfaði hann í fyrirtækja-
þjónustu bankans og frá 2008 til
janúar 2012 var hann útibússtjóri.
Árin 2000-2001 var Kristófer skrifstofustjóri hjá Árvirkni ehf. á
Blönduósi og um 12 ára skeið, 1987-1999, var hann svínabóndi í
Helludal. Kristófer hefur starfað lengi innan Lionshreyfingarinnar og er
þar í yfirstjórn.
Eiginkona Kristófers er Sigrún Jóna Sigurðardóttir matreiðslu-
kennari, þau eiga eina dóttur. Fjölskyldan er búsett á Selfossi en
stefnir á búsetu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi innan tíðar.
KristóferA. Tómasson.
GrantThornton
22