Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 10

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2012, Qupperneq 10
Landsþing sambandsins Ríkið stendur gegn leiðréttingu Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, gagnrýndi ríkis- valdið harðlega í setningarræðu sinni á XXVI. landsþingi sambandsins 23. mars sl. Tilefni gagnrýni Halldórs var samningur ríkisins og sveitarfélaganna um tónlistarkennslu. Hann sagði málið í óásættanlegri stöðu og í dag vantaði um 121 milljón króna af ríkisins hálfu vegna þessa máls. „Við einfaldlega krefjumst þess án nokkurs afsláttar að ríkið greiði þær 121 milljónir sem vantar, og það nú þegar, en fljóti ekki sofandi að feigðarósi og ranki svo e.t.v. við sér þegar það er um seinan og skólahaldi hefur verið hætt og nemendur sendir heim úr ákveðnum skólum, eins og við blasir um þessar mundir. Það hlýtur að teljast sögulegt framlag ríkisstjórnarinnar til eflingar tónlistarnáms." Halldór rakti aðdraganda þessa máls og sagði að eftír margra ára viðræður og mikinn ágreining milli ríkis og sveitarfélaga hafi verið ákveðið á fyrri hluta síðasta árs að vinna að gerð samnings milli ríkisins og sambandsins sem grundvallaðist á því að ríkið tæki að sér að standa undir útgjöldum vegna framhalds- náms í söng og hljóðfæraleik auk miðstigs í söngnámi. Þá hafi verið hafinn vandað- ur undirbúningur að greiningu málsins af hálfu sambandsins og fulltrúa ráðuneyta svo unnt yrði að byggja samninginn á traustum grunni. Asi vegna opnunar Hörpu Halldór sagði að skyndilega hefði hlaupið mikill asi í málið af hálfu ráðherra sem þrýstu á um að skrifað yrði undir einfaldan samning milli aðila þann 13. maí 2011, á sama tíma og ein opnunarhátíðin af nokkrum var haldin í Hörpu. „Ríkið sagði að kostnaðurinn á árs- grundvelli myndi nema 480 milljónum króna miðað við forsendur um 711 nemendur sem það gaf upp og að það væri tilbúið að standa undir þeim kostnaði. Það var þó með því skilyrði að sveitarfélögin tækju að sér önnur verkefni frá ríkinu að verðmæti 230 milljónir. Nettógreiðsla ríkisins var því 250 milljónir miðað við þessar forsendur." Halldór sagði að því miður hafi verið látið Halldór Halldórsson. undan þessum ótímabæra þrýstingi enda hafi ráðherrum legið mikið á að sýna þjóðinni að nú skyldi efla tónlistarfræðslu í landinu. „Hvorki meira né minna en þrír fagráðherrar mættu við undirritunina auk forsætisráðherra sem var í broddi fylkingar. Tilkynnt var að nú skyldu átthagafjötrar í tónlistarnámi heyra sögunni til og allt yrði í blóma í tónlistar- fræðslumálum á (slandi." Algjör neitun fjármála- ráðuneytisins Halldór sagði að síðan hafi verið farið að útfæra samninginn sem tekið hafi tíma og oft hafi fulltrúar sambandsins ekki vitað hver væri í raun viðsemjandi þess í málinu. Hann sagði að í október í fyrra hafi verið skrifað undir samkomulag um útfærsluna sem fól í sér tímabundna breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Síðan sagði Halldór: „Þá höfðu tónlistarskólarnir fyrir löngu lokið við að innrita nemendur í skólana og kennsla var hafin fyrir allnokkru. Þá þegar kom í Ijós að forsendur ríkisins stóðust engan veginn. Nemendur i þessu tiltekna námi voru 822 eða 111 fleiri en forsendur ríkisins sögðu til um. Umframkostnaðurinn á ársgrundvelli nemur 121 m.kr." Halldór sagði að Jöfnunarsjóður sveitar- félaga hafi „deilt út því takmarkaða fjár- magni sem sýndarsamningurinn heimilaði. Það hefur leitt til þess að nú eiga þrír virtir og rótgrónir tónlistarskólar í verulegum fjár- hagsvandræðum. (samningaviðræðum sam- bandsins við ráðuneytin til að ná fram leið- réttingu á þessu höfum við mætt algjörri neitun af hálfu fjármálaráðuneytisins. Það er eins og ríkisvaldið telji sig algjörlega ábyrgðarlaust gagnvart þessum forsendu- bresti í samningum aðila og gefur hinum fögru fyrirheitum um eflingu tónlistarnáms langt nef." OFNASMIÐJAN 10

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.