Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 6
Náttúruhamfarir Tillögur um fyrirkomulag bóta til tjónþola í kjölfar náttúruhamfara Herdís Sigurjónsdóttir, starfsmaður VSÓ Ráðgjafar, doktorsnemi í opinberri stjórnsýslu og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, skrifar. Um er að ræða fyrstu greinina af þremur. f næstu grein mun Herdís fjalla um stefnu stjórnvalda í almanna- og öryggismálum og þátt sveitarfélaga í ferlinu. í þriðju greininni fjallar hún um hlutverk starfsmanna sveitarfélaga í viðbrögðum eftir hamfarir. Inóvember 2010 skipaði forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur um fyrirkomulag bóta til tjónþola í kjölfar náttúruhamfara og lauk sú nefnd störfum í janúar 2013. Var ég tilnefnd í vinnuna af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Farið var í viðamikla vinnu varðandi tjónamál eftir hamfarir. Skoðuð voru lög og reglugerðir er varða bætur og styrki í náttúruhamförum. Tekið var saman yfirlit yfir efnisleg verðmæti sem farið geta forgörðum í náttúruhamförum og eins um það sem ekki féll undir viðlaga- og tryggingakerfið. Gerðar voru tillögur til úrbóta við verklag og m.a. horft til reynslu vegna ham- fara á liðnum árum. Á starfstíma bættist enn f reynslu- bankann við eldgos á Suðurlandi og óveður sem olli búsifjum víða um land haustið 2012. Ég leitaði einnig til fjölmargra reynslubolta f hópi sveitarstjórnarmanna mértil stuðnings, sem var ómetanlegt. Hamfarasjóður og tekjustofnar hans Megintillaga nefndarinnar er að stofnaður verði sérstakur hamfara- sjóður, sem falið verði að sinna verkefnum sem lúta annars vegar að forvörnum gegn náttúruvá og hins vegar greiðslu bóta vegna tjóns sem fellur til við náttúruhamfarir og ekki fæst bætt úr almennum vátryggingum. í tillögunni segir: „Ekki er gert ráð fyrir auknum álögum á lands- menn með stofnun Hamfarasjóðs eða að framlög úr sameiginlegum sjóðum verði aukin, heldur er verið að horfa til þess að útvikka nýtingu á tekjustofnum einstakra aðila sem komið hafa að þessum málum og samræma viðbrögð við áföllum sem dunið kunna yfir vegna náttúru- hamfara. Tekjugrunnur sjóðsins verði eignarskattur sá sem lagður er á brunabótamat allra fasteigna i landinu og rennur nú i Ofanflóðasjóð, framlag rikissjóðs sem i dag rennur til A-deildar Bjargráðasjóðs, hlut- fall af álögðum iðgjöldum Viðlagatryggingar og hlutfall af inn- heimtum skatttekjum sveitarfélaga. Lagt verði mat á hversu mikii þörf nýja sjóðsins væri fyrir árlegt framlag og hlutföll af áðurnefndum tekjustofnum i samræmi við þá þörf." Fyrirvari um fjármögnun sjóðsins Að höfðu samráði við forsvarsmenn sambandsins studdi ég tillöguna, en gerði fyrirvara við fjármögnunarþátt hennar. Ég taldi að í tillögunni fælist ákveðin þversögn þar sem annars vegar væri undirstrikað að ekki ætti að auka álögur á landsmenn, en hins vegar að nýta hlutdeild af innheimtum skatt- tekjum sveitarfélaga sem þegar er varið til annarra verkefna til fjármögnunar á sjóðnum. Þó hef ég þá trú að við nánari útfærslu á sjóðnum og mati á fjárþörf komi fram að þeir tekjustofnar sem þegar eru til staðar geti staðið undir starfsemi hamfarasjóðsins og því sé engin þörf á beinni aðkomu sveitarfélaga að fjármögn- un hans. Aðrar tillögur nefndarinnar Ýmsar aðrar tillögur er að finna í skýrslunni sem lúta að tryggingavernd og er markmið þeirra að bæta og skýra verklag þegar náttúruhamfarir verða, með tilliti til reynslu af fyrri náttúruhamförum. • Skýrt verði kveðið á um það í lögum að óheimilt sé að bæta vá- tryggjanlega áhættu (tjón) úr sameiginlegum sjóðum landsmanna (ríkissjóði) enda sé í boði vátryggingavernd hjá innlendum vátrygg- ingafélögum vegna umræddrar áhættu. • Þegar hús eru ekki viðgerðarhæf verði Viðlagatryggingu heimiluð uppkaup á viðbyggingum (eins og bílskúrum), þó þær hafi ekki skemmst verulega. • Ríki og sveitarfélög móti verklagsreglur um húsnæðisaðstoð við íbúa á hamfarasvæðum og þá sem þurfa að flytja að heiman vegna yfirvofandi hættuástands. Ég hvet lesendur til að kynna sér skýrsluna í heild sinni. Starfshópur um mótun hamfarasjóðs og eftirfylgni með úrbótatillögum tjónanefndar Forsætisráðherra skipaði starfshóp í apríl sl. með fulltrúum hlut- aðeigandi ráðuneyta um stofnun nýs hamfarasjóðs skv. samþykkt ríkisstjórnarinnar. Hlutverk starfshópsins er að fjalla sérstaklega um hlutverk nýs hamfarasjóðs með hliðsjón af núverandi verkefnum Ofanflóðasjóðs og fyrirliggjandi áætlunum um framkvæmdir við ofan- flóðavarnir I sveitarfélögum sem í hlut eiga. Ekki hefur verið orðið við ósk sambandsins um að fá að tilnefna fulltrúa i nefndina, en að sögn Sigurðar Arnar Guðleifssonar, for- manns starfshópsins, er ætlunin að hafa gott samráð við sveitarfélögin í þessari vinnu. Herdís Sigurjónsdóttir. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.