Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 26
Fjármál sveitarfélaga
efna og segir sveitarstjórnarmenn alveg færa
um að gera það vel ef allar forsendur liggi
uppi á borði. „Nú er verið að ræða um yfir-
töku á málefnum aldraðra sem ég held að
yrði mjög gott. En menn verða að hafa allt
sviðið fyrir framan sig eins og það er. (dag er
ákveðin stefna um hvernig hjúkrunarheimili
eiga að vera. Ég hef heyrt því fleygt fram að
það kosti um 70 milljarða króna að breyta
núverandi hjúkrunarheimilum í þá veru sem
stjórnvöld gera kröfu um. Þetta samsvarar því
að ef allt gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra
yrði notað til þessa þá erum við að tala um
að það tæki nokkra áratugi að breyta nú-
verandi húsnæði hjúkrunarheimila í það
ástand sem kröfur eru um að það eigi að
vera."
Hann segist að auki geta nefnt að af
1.662 milljóna gjaldi í Framkvæmdasjóð aldr-
aðra árið 2012 hafi einungis um 150
milljónir króna skilað sér til uppbyggingar
fyrir aldraðra, samkvæmt upplýsingum á vef
velferðarráðuneytisins. „Ég veit ekki hvort ég
er að oftúlka það en mér sýnist að þetta
gjald, sem við höfum verið að borga, sé að
mestu notað til þess að greiða vexti í stað
Sveitarfélögin hafa víða gert stórátak á sviði iþrótta.
Myndin er tekin i nýlegu íþróttahúsi Kópavogsbæjar.
þeirra framkvæmda sem það er ætlað í,
samkvæmt lögum þar um. Á sama tíma og
verið er að úthluta innan við 10% af fram-
kvæmdagjaldinu árið 2012 til framkvæmda
vegna öldrunarmála eru sveitarfélögin að
greiða háar fjárhæðir vegna hjúkrunar-
heimila. Það er ótækt því þau heyra undir
ríkissjóð."
Ríkið hefur varpað ábyrgðinni
á sveitarfélögin
Haraldur segir að áður en verkefni af þessu
tagi verði fært til sveitarfélaganna þurfi fjár-
málin að vera alveg á hreinu. „Nokkur hjúkr-
unarheimili f landinu eru starfrækt á vegum
sveitarfélaganna. Það er eins og ríkinu hafi
tekist að varpa ákveðinni ábyrgð á rekstri
þeirra yfir á sveitarfélögin eins og ábyrgðin sé
þeirra. Sveitarfélögin hafa vítt og breitt um
landið tekið þennan rekstur að sér sem
og uppbygginguna. Ríkið hefur síðan komist
upp með að skammta peninga eftir geðþótta
stjórnvalda á hverjum tíma og sveitarfélögin
hafa tekið það sem upp á hefur vantað á sig.
Mér finnst þetta alls ekki sanngjarnt."
Hann segir að sveitarfélögin verði að snúa
vörn í sókn miðað við stöðuna eins og hún er
í dag. „Við yfirtöku nýrra málaflokka þarf að
semja út frá þeim forsendum sem eru fyrir
hendi og ríkið þarf að koma með fjármuni til
þess að standa undir þeim útgjöldum sem
sveitarfélögin taka á sig."
Skattgreiðendur framtiðarinnar. Ef til vill fá þeir tækifæri til þess að greiða lægra útsvar en tiðkast i dag.
26