Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 36
Re Nýjar áherslur í aðal- skipulagi Reykjavíkur y* Inýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík er að finna ýmsar nýjar áherslur í skipulags- málum hér á landi. Má þar nefna áhersl- ur á borð við að styrkja þá hluta borg- arinnar sem þegar eru byggðir frekar en að byggja ný hverfi á útivistarsvæðunum austast í borginni. Hugmyndir eru um að breyta nokkrum iðnaðarhverfum í íbúða- byggð og einnig að hefja uppbyggingu í Reykjavík 102 eða Vatnsmýrinni svoköll- uðu. Þá má nefna hugmyndir um að hægja á bílaumferð inni í hverfunum og bjóða upp á fjölbreytilegri ferðamáta. Þessar hugmyndir hafa verið að þróast og taka að nokkru mið af óskum borgar- búa sem kallað hefur verið eftir með könnunum. Sitt sýnist þó hverjum eins og títt er þegar um nokkuð róttækar breyt- ingar er að ræða. Langmest andstaða er við hugmyndir um byggð í Vatnsmýrinni ef marka má niðurstöður nýlegrar skoð- anakönnunar sem og nýafstaðna undir- skriftasöfnun gegn því að skerða at- hafnasvæði Reykjavíkurflugvallar. Sveit- arstjórnarmál litu á skipulagshugmynd- irnar. Stytta vegalengdir fyrir borgarbúa Eitt meginmarkmiðið með þessu skipulagi er að stytta vegalengdir fyrir íbúa borgarinnar og styrkja búsvæðin sem sjálfbærar einingar með hverfisverslun, þjónustu og atvinnutæki- færum. Einnig er hugsunin sú að auðvelda ferðalög innan hverfa og á milli einstakra borgarhluta. Með þessu er ekki verið að stilla úthverf- um og innhverfum upp sem andstæðum. Út- hverfin í Reykjavík eru um margt ólík úthverf- um í öðrum löndum sem oft eru nær ein- göngu svefnhverfi þar sem ekkert atvinnulíf er að finna og fólk hverfur á braut að morgni og snýr aftur að kveldi. Hverfin í Reykjavík eru miklu heildstæðari og sjálfbærari en gjarnan gerist í úthverfum á meðal annarra þjóða. í hinu nýja skipulagi er einkum gert ráð fyrir litlum og meðalstórum íbúðum í þéttri borgarbyggð. Minni íbúðir í stað lúxusíbúða Á margan hátt er hér um að ræða nýja hugs- un í borgarskipulagi Reykjavíkur en um leið nokkurt afturhvarf til fyrri tíma - einkum á hafnarsvæðinu. Gert er ráð fyrir fremur þröngum götum og hlutfall bílastæða er lægra en í eldri byggð. Hugsunin að baki hinu nýja skipulagi er að bæði yngra og eldra fólk geti komið sér fyrir á hinum nýju bygg- ingasvæðum. Á svæði gömlu vesturhafnarinnar er dæmi um hentugt umhverfi fyrir fólk sem langar að minnka við sig, hafa útsýni út á hafið og geta gengið niður í miðbæ. Einnig er byggt á eftirspurn frá yngra fólki, bæði einstaklingum og fólki með börn sem langar í nýtt húsnæði en vill ekki flytja úr miðbænum. Fram að þessu hefur stór hluti nýs hús- næðis í miðborginni verið byggður sem lúxus- íbúðir, sem henta ekki öllum. Fólk sem starf- ar á meðallaunum ræður ekki við að kaupa stóra íbúð með tveimur bílastæðum f kjallara. Hugmyndin með þessu skipulagi virðist því að auka fjölbreytni í miðborginni og gefa Gamli Vesturbærinn i Reykjavik, gamla hafnarsvæðið og Örfirisey. Fyrirhuguðum nýbyggingum hefur verið bætt inn á myndina með töivutækni. 36 ------ <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.