Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 22
jármál sveitarfélaga
Skoða þarf rekstur sveitar-
félaga frá A til ö
Haraldur Líndal Haraldsson hagfræð-
ingur hefur unnið við endurskipu-
lagningu á fjármálum og rekstri sveitarfé-
laga á undanförnum árum. Að mati
Haraldar eru jákvæðir hlutir að gerast hjá
sveitarfélögum bæði í skuldamálum og
rekstri. „Þar sem ég þekki til eru sveitar-
félög að taka á vandanum," segir hann.
„Það þarf að greina vandann til þess að
geta tekið á honum." Sveitarstjórnamál
ræddu við Harald í tilefni af fjármála-
ráðstefnu sveitarfélaga um starf hans og
stöðu sveitarfélaga á íslandi í þátíð, nútíð
og framtíð.
Haraldur segir að mörg sveitarfélög hafi
nálgast þetta verkefni á nýjan og annan hátt
en gert hafi verið t.d. hjá ríkissjóði og hjá
sveitarfélögum hér áður fyrr. „Mín skoðun er
að ógerningur sé að ætla að skera eins
mikið niður og ríkið hefur verið að gera á
undanförnum árum. Við erum alltaf að
sjá dökku hliðarnar af þessum mikla niður-
skurði og þá ekki síst í heilbrigðismálun-
um."
Hann segir að hjá sveitarfélögunum hafi
verið unnið með öðrum hætti. „Við höfum
skoðað rekstur sveitarfélaganna alveg frá A
til Ö og stuðst mikið við samanburð á milli
sveitarfélaga. Við þessa vinnu höfum við
horft mikið til þeirra sveitarfélaga sem hafa
verið að gera hlutina best og gert tillögur í
samræmi við það. Nokkur sveitarfélög hafa
t.d. verið að lækka launakostnað á milli ára.
Auðvitað er Ijóst að þegar launakostnaður
lækkar kemur það í sumum tilfella niður á
starfsmönnum. En hægt hefur verið að gera
þetta m.a. með því að sýna fram á að launa-
kostnaður hafi verið hærri en hjá öðrum sam-
bærilegum sveitarfélögum. Þess vegna er
m.a. erfiðara að gagnrýna þessar aðgerðir."
Misræmi í launagreiðslum
sveitarfélaga
Haraldur segir launakostnað stóran hluta í
rekstri sveitarfélaga. Sum sveitarfélög séu
með of mörg stöðugildi og/eða hafi verið að
borga laun umfram kjarasamninga. Þar sé oft
um að ræða sveitarfélög sem eigi í fjárhags-
vanda. „Það ríkir ákveðið misræmi í launa-
greiðslum á milli sveitarfélaga sem eykur
rekstrarkostnað sumra þeirra meira en þyrfti
að vera. Það þarf að vera meira samræmi
þarna á milli. Maður spyr sig af hverju sveit-
arfélag í góðum rekstri og engum fjárhags-
vanda telur sig ekki hafa efni á eða skyldu til
að borga ákveðin laun sem sveitarfélag sem
er í vanda er að borga. Þegar við höfum farið
yfir rekstur sveitarfélaga höfum við beitt
þessum rökum, þ.e. þessar launagreiðslur
eru ekki samkvæmt kjarasamningum í sum-
um tilfella. Ég held að þetta stafi alla vega
stundum af því að fólk veit ekki betur og
heldur að sveitarfélögunum beri að gera
þetta. Ég held að þetta skýri að hluta ástæðu
þess að hlutfall launa af tekjum sveitarfélaga
getur verið nokkuð mismunandi á milli sveit-
arfélaga."
Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur.
22