Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 42
Fréttir Svalbarðsstrandarhreppur fær sveitarfélagsmerki Svalbarðsstrandarhreppur tók nýlega í notk- un sveitarfélagsmerki. Fram að því var Sval- barðsstrandarhreppur fjölmennasta sveitar- félagið á íslandi sem ekki var með sveitar- félagsmerki en íbúar eru tæplega 400 tals- ins. Magne Kvam, íbúi í hreppnum, var feng- inn til að hanna merkið ( nokkrum mis- munandi útfærslum. Síðan var efnt til kosn- inga meðal íbúanna um bestu útfærsluna. Þess skal getið að allir íbúar sveitarfélagsins höfðu atkvæðisrétt, líka börnin. Kvöldsólin og vitinn „Litur merkisins og sólin sem er að setjast vísa til kvöldsólarinnar sem æði oft nýtur við á ströndinni. Vitinn á Svalbarðseyri er eitt helsta kennileiti Svalbarðseyrar. Fjallið í bak- grunni er Kaldbakur í Grýtubakkahreppi, sem við gerum pínulítið tilkall til af því að hann Sveitarfélagsmerki Svalbarösstrandarhrepps. er hluti af útsýninu okkar," segir Jón Flrói Finnsson, sveitarstjóri Svalbarðsstrandar- hrepps. Þess má geta að byggingaframkvæmdir á Svalbarðsströnd, á vegum kjötvinnslufyrir- tækisins Kjarnafæðis, eru nú langt komnar en fyrirtækið hyggst flytja alla sína starfsemi þangað innan tíðar. Starfsmenn Kjarnafæðis eru um 120 talsins og verður fyrirtækið lang- stærsti atvinnurekandinn á svæðinu. Framkvæmdir við gerð Vaðlaheiðarganga hófust i grennd við Halllandsnes i Svalbarðsstrandarhreppi i júli sl. Áætlað er að göngin verði opnuð i árslok 2016. Ibúasýn fyrir sveitarfélög Utgáfa 3.3 Hugbúnaðarkerfi fyrir uppflettingu í þjóðskrá og íbúaskrá Reglulegar uppfærslur úr þjóðskrá Talning og nafnalistar íbúa eftir aldri, götum og hverfum Búsetuvottorð, sambúðar- og flutningstilkynning prentuð Hreyfingar og samtölulisti sveitarfélags Kynjaskipting og fjöldatölur íbúa fyrir hverja götu Niðurstöður færðar yfir í Excel íbúasýn er í notkun hjá 38 sveitarfélögum Tenging við OneSystems

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.