Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 14
Kópavogsbœr
Kristján Þór Júlíusson, fyrrum bæjarstjóri á Akureyri og núverandi heilbrigðisráðherra og Ármann Kr. Ólafsson,
bæjarstjóri i Kópavogi. Myndin var tekin á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir nokkru.
Mynd: Ingibjörg Hinriksdóttir.
byggingalandið er í nánd við einhver glæsi-
legustu íþróttamannvirki landsins þar sem er
að finna fótboltahús, íþróttahús og golfvöll
auk þess sem verið er að reisa nýja reiðhöll á
þessu svæði með glæsilegum reiðvöllum og
áhorfendastæðum í kring.
„Sem betur fer þá eigum við einnig tals-
vert af lóðum miðsvæðis í eldri þyggðum
Kópavogs," segir Ármann og bendir á að nú
megi sjá íbúðabyggingar rísa inni í gömlum
og grónum íbúðahverfum. Bæði á óbyggð-
um svæðum og þar sem eldri byggingar, sem
sumar voru ætlaðar til einhvers konar iðnaðar-
starfsemi, hafa verið látnar víkja. „Það hjálp-
ar okkur í þessu efni að að allir innviðir eru til
staðar hvort sem um ný byggingasvæði er að
ræða eða eldri hluta í bænum. Það sparar
okkur verulega fjármuni."
Ætla að komast niður í
150% skuldaþakið fyrir 2018
En aftur að skuldunum. Ármann segir að þegar
verst hafi látið hafi skuldahlutfallið verið um
250% en sé nú komið niður 197% og þess
hafi verið strengt heit að ná 150% skuldahlut-
fallinu ekki síðar en 2018.
„Við höfum unnið að því að gera vægi
erlendra skulda hjá Kópavogsbæ óverulegt
og borgað á þessu ári upp lán að fjárhæð 35
milljónir evra. Greiðslur skulda hafa annars
vegar verið fjármagnaðar með fjármunum sem
hafa fengist við úthlutun lóða og hins vegar
með lántökum sem eru á mun betri kjörum en
lengi hafa sést hér á landi. Þetta þýðir að við
erum komin með viðráðanlegar afborganir af
lánum sem við munum greiða jafnt og þétt
þannig að endurfjármögnun ætti að vera
hverfandi. Ég hef sagt að þetta sé spurning
um markvissan bata þar sem lækkun heildar-
skulda og þar með fjármagnskostnaðar muni
nýtast til að veita íbúum bæjarfélagsins sífellt
betri þjónustu. Fjármunum er miklu betur varið
í að þjónusta íbúana en greiða vexti til fjár-
málastofnana. Þetta er meginstefnan i málefn-
um bæjarfélagsins."
Ármann bætir því við að nýr meirihluti hafi
auk þess lagt áherslu á að hverfa af braut
skattahækkana og skila um leið bæjarbúum
hluta af ábatanum í rekstrinum í gegnum lægri
skatta. „Fyrstu skrefin voru tekin við gerð
síðustu fjárhagsáætlunar og endurspeglar það
áherslur okkar og stefnu í þessum málum."
f/9 t
Wp. ■ JMjji
Kópavogsbær býr að öðrum ólöstuðum að einhverjum bestu íþróttamannvirkjum sem til eru á landinu.
14