Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 31
Loftmynd af stiflustæðinu og leið fallpipunnar meðfram Glerá niðurað Réttarhvammi.
setningu og útlit stíflu og göngubrúar, legu
göngustígs og yfirborðsfrágang, fyrirkomu-
lag á tengingu göngustígs við Hlíðarbraut
o.fl. Fallorka greiðir kostnað vegna skipulags-
vinnu sem snýr að virkjuninni og tengdum
framkvæmdum.
Fallorka leggur göngu- og hjólastíg frá
stöðvarhúsi í Réttarhvammi um 6 km eftir
norðurbakka Glerár upp að nýju stíflunni.
Stígurinn tengist göngustfg við Hlíðarbraut
og Þingvallastræti með leið undir bílabrú á
Hlíðarbraut. Gert er ráð fyrir að stígurinn liggi
með Glerá austan við skotsvæði og tengist
núverandi göngubrú sunnan þess. Ný göngu-
brú verður á stíflunni frammi á Glerárdal sem
opnar enn frekar aðgang að útivistarsvæðinu
þar.
Gangsett í desember 2015
Akureyrarbær stefnir að því að Ijúka breyt-
ingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi vegna
virkjunarinnar í maí 2014. Fallorka stefnir að
því að virkjunin verði gangsett í desember
2015, frágangi göngustígs verði lokið að
mestu í september 2015 og hann verði not-
hæfur frá þeim tíma. Endanlegum frágangi á
göngustíg og öðrum mannvirkjum ásamt um-
hverfi þeirra verði lokið í júní 2016.
Fallorka ehf. er að fullu í eigu Norðurorku
hf. sem er aftur að 98,26% í eigu Akureyr-
arbæjar en 1,74% samtals í eigu fimm ná-
grannasveitarfélaga.
m
MOMENTUM
greiðslu- og innheimtuþjónusta
KOSTAR SVEITARFÉLAGIÐ
EKKI KRÓNU!
Momentum sér um aö innheimta fyrir mörg stærstu
sveitarfélög landsins
Milliinnheimta Momentum er kröfuhafa að kostnaðarlausu
og árangur innheimtuþjónustu okkar eins og best gerist
Kynnið ykkur innheimtuaðferðir okkar á momentum.is
Momentum greiðslu-og innheimtuþjónusta ehf. I Suðurlandsbraut 18,108 Rvk. I Sími: 510 7700 I momentum@momentum.is