Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 38
Reykjavíkurborg
Áhersla er á hjólreiðar sem samgöngumáta i nýju aðalskipulagi Reykjavikur. Nú hefur hjólreiðakeppnin
Tjarnarspretturinn verið endurvakin. Myndin er frá hjólreiðakeppni fyrir nokkrum árum.
fleirum kost á að búa þar og njóta þeirra lífs-
gæða sem felast í því.
Fólk vill hægja á umferðinni
Umferðarmenningin er einnig tekin til endur-
skoðunar í hinu nýja aðalskipulagi. Umferðin
er ríkur þáttur í skipulagi og mannlífi og þar
þarf að samræma þarfir fólks um friðsæld og
öryggi annars vegar og að komast leiðar
sinnar hins vegar.
Fyrir skömmu var gerð könnun á umferð-
armálum meðal borgarbúa þar sem fólk var
spurt hver væri helsti gallinn við hverfið þess.
Algengasta svarið við þessari spurningu var
bílaumferðin. Umferðarmálin hafa verið til
umræðu árum saman og oft verið „heitustu"
málin á fundum foreldrafélaga í skólum og á
íbúafundum. Fólk vill hægja á umferðinni í
sínu hverfi. ( þessu er meðalhófið þó oft
vandratað og deilur um umferðarmál geta
sett svip á borgarmálaumræðuna.
Skiptar skoðanir
um flugvallarmálið
Vegna áhuga margra borgarbúa á byggð í
Vatnsmýrinni tengist flugvallarmálið gerð
hins nýja aðalskipulags. Skoðanir eru hins
vegar mjög skiptar um framtíð flugvallarins
og er hún orðin að tilfinningamáli á meðal
landsmanna eins og sjá má af nýlegri undir-
skriftasöfnun til stuðnings flugvellinum. Ný
skoðanakönnun Gallup sýnir ennfremur að
um 82% landsmanna vilja Reykjavíkurflug-
völl áfram í Vatnsmýrinni.
Næstum einróma stuðningur er við stað-
setningu flugvallarins í Vatnsmýrinni á meðal
fólks sem býr utan Reykjavíkursvæðisins á
meðan kannanir gefa til kynna áhuga Reyk-
víkinga á byggingum í Vatnsmýrinni. Þó er
meirihluti borgarbúa hlynntur því að flugvöll-
urinn verði þar áfram, ef marka má skoð-
anakannanir.
Einnig er Ijóst að flutningur flugvallarins
eða hraðtenging miðborgar Reykjavíkur við
Keflavíkurflugvöll kosta umtalsverða fjár-
muni sem spurning er hvort séu fyrir hendi.
Bent hefur verið á að skipulagsvaldið sé hjá
borginni samkvæmt skipulagslögum. Á hinn
bóginn er spurning hvort vilji borgaryfirvalda
standi til þess að nýta það vald til að fara
með ófriði gegn landsbyggðinni, sjúkraflugi
og öðrum þjóðlífsþáttum þar sem bent hefur
verið á mikilvægi Vatnsmýrarflugvallarins.
( flugvallarmálinu er meðal annars deilt
38 ------
<%>
um hvort verðmæti landsins í Vatnsmýrinni
myndi standa undir gerð annars flugvallar
eða hraðtengingar við Keflavíkurflugvöll, yrði
landið tekið undir íbúðabyggð og nokkra
atvinnustarfsemi. Andstæðingar flugvallarins
vitna til skýrslu sem samgönguráðuneytið lét
gera fyrir nokkru og sýnir þjóðhagslega hag-
kvæmni þess að finna flugvellinum nýjan
stað og nýta Vatnsmýrina undir íbúðabyggð
og atvinnustarfsemi.
Mun dýrara að byggja
austast í borginni
( nýlegu tölublaði tímaritsins Vísbendingar er
vitnað til rannsóknar þar sem sýnt er fram á
að árlegur kostnaður samfélagsins og ein-
staklinga við að byggja nýtt hverfi fyrir 15
þúsund manns á útivistarsvæðunum austast í
borginni er þremur til fjórum milljörðum
króna meiri en ef sami fjöldi byggi í Vatns-
mýrinni. Spurningin er á hinn bóginn þegar
þessar tölur eru skoðaðar hvort ódýrara geti
verið að byggja nýjan flugvöll en að teygja
byggðir Reykjavíkur lengra til fjalla og heiða
en gert hefur verið. ( hinu nýja aðalskipulagt
er lagst gegn fleiri fjalla- og heiðabyggðum,
að minnsta kosti í bráð.
Það er í þínum höndum að ákveð<
endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrjí
þú venst hugmyndinni. I öllum sveit^
þeirra taka við pappa, pappír og plas
Nánari upplýsingar og einföld ráð urr
www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsl^
SORRA
MP
E
endi