Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 18
Fréttir Strætó áfram norður Strætó mun aka áfram norður í land en fyrir nokkru blasti við að strætóferðir um Vestur- og Norðurland á milli Reykjavíkur og Akureyrar legðust niður og að Eyþing yrði jafnvel gjaldþrota vegna skulda við rekstraraðila sem landshlutasamtökin gátu ekki staðið skil á. Fyrir eindaga skuldarinnar tókst að leysa þennan bráðavanda þannig að strætóferðir á milli landshlutanna geta haldið áfram. Leiðrétt var ákveðin skekkja í reiknilíkani auk þess sem ríkið lagði fram tíu milljóna króna viðbótarframlag til þessara almenningssamgangna og náði það að bjarga málum tímabundið. Nú er unnið að því með innanríkisráðuneytinu og Vegagerðinni að finna varanlega lausn á málinu. Ákveðið hefur verið að fara í endur- skoðun á fyrirkomulaginu í Ijósi reynslunnar á þessu fyrsta ári og sníða agnúa af kerfinu. Ljóst er þó að skera verður niður í strætókerfinu og draga úr afsláttarkjörum á næstunni. Þess má geta að mikil ánægja hefur verið á Eyjafjarðarsvæðinu með starfsemi Strætó á svæðinu sem nú hefur verið tryggð. Blár og gulur Reykjavíkurstrætó á stoppistöð viö Strandgötu á Akureyri. Skólaþing sveitarfélaga 4. nóvember Skólaþing sveitarfélaga verður haldið á Hilton Nordica hótelinu 4. nóv- ember nk. og hefst kl. 8:30 með skráningu þátttakenda. Dagskrá hefst kl. 9:00 með erindi Halldórs Halldórssonar, formanns sambands- ins, og lýkur kl. 16:30. Á þinginu verður sjónum beint til Danmerkur þar sem Anders Balle, formaður danska skólastjórafélagsins, ræðir um þær umfangsmiklu breytingar sem danski grunnskólinn er að ganga í gegnum í kjölfar nýrrar menntastefnu stjórnvalda og verkbanns á kennslu á liðnu vori sem leiddi til lagasetningar sem hafði breytingar á vinnutímaskipulagi kennara í för með sér. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, mun einnig flytja erindi á skólaþinginu en að því loknu verður m.a. rætt um kennaramenntun og áhrif sveitarstjórna á grunnskólann. Ellefu bæjarfulltrúar í Garðabæ Ákveðið hefur verið að fjölga bæjarfulltrúum í Garðabæ úr 7 í 11 við bæjarstjórnarkosningarnar sem fram eiga að fara í maí 2014. Þetta kemur fram í nýrri samþykkt um stjórn Garðabæjar sem samþykkt var í lok ágúst. Á vef Garðabæjar segir að fjölgunin komi til vegna fjölgunar íbúa í sveitarfélaginu en í sveitarstjórnarlögum segir að í sveitarfélögum með 10.000 til 49.999 íbúa skuli aðalmenn í sveitarstjórn vera 11 til 15 talsins. 13.872 manns voru búsettir í Garðabæ þann 1. janúar síðast- liðinn. I samþykktinni er einnig gert ráð fyrir að á næsta kjörtímabili fjölgi fulltrúum í bæjarráði úr 3 í 5. Skipan nefnda á næsta kjörtímabili verður að mestu leyti óbreytt frá því sem nú er. Frá Sjálandi, einu afyngri hverfum Garðabæjar.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.