Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 34
Jafn
réttismál
„Akureyrarkaupstaður og Reykjavik skera sig úr hvað varðar jafnréttisstarf á fjölmörgum sviðum," segir Kristin m.a. í viðtalinu. Myndin er tekin á sameiginiegum fundi
bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar og borgarstjórnar Reykjavikur i Hofi á Akureyri snemma á þessu ári. Mynd: Ragnar Hólm.
m.a. í Svfþjóð og Færeyjum en á eyjunum 18 vantar hvorki meira né
minna en 2.000 konur á vinnu- og barnseignaaldri. Þær búa í Dan-
mörku. Skýringarnar felast í einhæfri vinnu en kannski enn frekar
ríkjandi karlrembu og sums staðar, t.d. á Grænlandi er svo mikið of-
beldi, drykkjuskapur og félagsleg vandamál að flótti er einasta leiðin."
Millibil milli karla og kvenna að verða ógnvænlegt
„Mér finnst stjórnvöld hér á landi alls ekki gefa þessari þróun nægi-
legan gaum en hún er hægari hér en víða annars staðar á norður-
slóðum. Konum fækkar víða á landsbyggðinni, þær eru að mennta sig
í miklu ríkari mæli en karlar og eiga ekki afturkvæmt vegna skorts á
sérhæfðum störfum og kannski karlrembu en það hefur ekki verið
nægilega kannað hér."
Hún segir að menntabilið milli kvenna og karla hér á landi sé að
verða ógnvænlegt. „Hvað er eiginlega að gerast? Konur eru nú rúm-
lega 2/3 þeirra sem útskrifast úr háskólum. Hvað eru ungir íslenskir
karlar að hugsa? Eigum við ekki að velta því upp og grípa til að-
gerða?"
Kristín var á ráðstefnu fyrr á þessu ári hjá Evrópusambandinu þar
sem fjallað var um mannfjöldaþróun í Evrópu. „Ég var með erindi og
sýndi glæru sem sýnir menntabilið milli kvenna og karla. Á eftir komu
til mín sérfræðingar frá OECD sem spurðu hvað í ósköpunum væri að
gerast hér á landi? Það er góð spurning sem þarf að svara."
Útrýma þarf aldagamalli hugmynd
Kristín kveðst ekki geta látið hjá líða að nefna launamisréttið en nýjar
kannanir sýna enn einu sinni að það er til staðar og kemur engum
á óvart. „Nokkur sveitarfélög, t.d. Akureyrarkaupstaður, hafa unnið
markvisst að því að vinna gegn launamisrétti og hafa þar náð veru-
legum árangri. Sama gildir um Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ o.fl. en
reynslan sýnir að ef ekki ef fylgst með reglulega, leitar launaskriðið til
karla og bilinu er við haldið. Við þurfum að vinna miklu markvissar að
því að útrýma þeirri aldagömlu hugmynd að karlar eigi að hafa hærri
laun en konur. Þar leika sveitarfélögin stórt hlutverk en þau eru víða
einn stærsti vinnuveitandinn á sínu svæði."
Jafnrétti í nefndum
Kristín minnir á að eftir næstu kosningar gangi í gildi breytingar á sveit-
arstjórnarlögunum hvað varðar nefndir og ráð sveitarfélaganna. „( jafn-
réttislögunum frá 2008 (15. gr.) er kveðið á um þær skyldur sveitar-
félaga að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minni en 40% þegar
um er að ræða nefndir eða ráð með fleiri en þrjá fulltrúa. Mörg sveitar-
félög hafa staðið sig mjög vel hvað þetta varðar en önnur hunsa lögin.
(lögunum er gert ráð fyrir hlutlægum og málefnalegum ástæðum þess
að víkja frá þessari reglu sem getur auðvitað reynt á þegar um kjörna
fulltrúa er að ræða. Flokkar eiga mjög oft aðeins einn fulltrúa, annað
LANASJOÐUR SVEITARFELAGA ohf.
Borgartúni 30 • Pósthólf 8100 • 128 Reykjavík
www.lanasjodur.is • lanasjodur@lanasjodur.is
sími: 515 4949 • fax: 515 4903